Ráðherra segir hátekjuskatt koma til greina Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. október 2018 11:59 Ásmundur Einar Daðason ávarpaði þing ASÍ í morgun. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ætla að styðja verkalýðshreyfinguna í því að hátekjuskattur verði settur á hæstu tekjur íslensks samfélags ef ekki næst samstaða um að koma böndum á efstu lög samfélagsins. Þetta kom fram í máli Ásmundar Einars á þingi Alþýðusambands Íslands í morgun. „Ég er á því að innan almenna opinbera geirans þá séu efstu laun viða algjörlega úr takti við það sem almennt gerist í samfélaginu. Hins vegar er ekki nóg að opinberi vinnumarkaðurinn taki á sínum málum það verður hinn almenni líka að gera. Þar hafa hækkanir einstakra forstjóra og toppa verið úr öllum takti við raunveruleikann,“ sagði Ásmundur Einar. „Í því efni gengur ekki að bæði samtök atvinnulífs og verkalýðshreyfing sitji hjá þegar kemur að fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða. Þar getið þið haft áhrif og beitt ykkar völdum. Eftir að hafa farið yfir málin með ýmsum aðilum bæði á opinbera og almenna vinnumarkaðnum þá eru rökin sem gjarnan eru höfð uppi þau að fyrir hækkunum í efsta lagi að hækkunin sé vegna þess að laun hliðstæðra starfa hafi hækkað og þetta sé gert til þess að laun séu samkeppnishæf.“Tvær mögulegar leiðir Ásmundur Einar sagði að það væru tvær leiðir til að taka á launum í efsta lagi samfélagsins. Annars vegar að þeir sem ráði ríkjum, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði taki höndum saman og grípi til aðgerða en hin leiðin sé að beita skattkerfinu. „Ég hyggst á næstunni halda áfram að fara ofan í þessi mál og ætla að beita mér fyrir því að samstaða náist um það að taka á efstu launum samfélagsins. Þar þurfa að koma að báðir aðilar vinnumarkaðar, hið opinbera forystumenn lífeyrissjóða og forstöðumenn stærstu fyrirtækja þessa lands. Ég hef sagt það áður og ég meinti það þá og segi það enn, þessari vitleysu í efsta laginu verður að linna.“ „Nú vil ég hins vegar bæta við og segja að ef ekki næst samstaða um að stíga skref sem koma böndum á efstu lög samfélagsins eins og ég lýsti hér að framan þá mun sá sem hér stendur styðja verkalýðshreyfinguna í því að setja hátekjuskatt á hæstu tekjur íslensks samfélags,“ sagði Ásgeir og uppskar mikið lófaklapp fundargesta. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58 Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46 Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ætla að styðja verkalýðshreyfinguna í því að hátekjuskattur verði settur á hæstu tekjur íslensks samfélags ef ekki næst samstaða um að koma böndum á efstu lög samfélagsins. Þetta kom fram í máli Ásmundar Einars á þingi Alþýðusambands Íslands í morgun. „Ég er á því að innan almenna opinbera geirans þá séu efstu laun viða algjörlega úr takti við það sem almennt gerist í samfélaginu. Hins vegar er ekki nóg að opinberi vinnumarkaðurinn taki á sínum málum það verður hinn almenni líka að gera. Þar hafa hækkanir einstakra forstjóra og toppa verið úr öllum takti við raunveruleikann,“ sagði Ásmundur Einar. „Í því efni gengur ekki að bæði samtök atvinnulífs og verkalýðshreyfing sitji hjá þegar kemur að fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða. Þar getið þið haft áhrif og beitt ykkar völdum. Eftir að hafa farið yfir málin með ýmsum aðilum bæði á opinbera og almenna vinnumarkaðnum þá eru rökin sem gjarnan eru höfð uppi þau að fyrir hækkunum í efsta lagi að hækkunin sé vegna þess að laun hliðstæðra starfa hafi hækkað og þetta sé gert til þess að laun séu samkeppnishæf.“Tvær mögulegar leiðir Ásmundur Einar sagði að það væru tvær leiðir til að taka á launum í efsta lagi samfélagsins. Annars vegar að þeir sem ráði ríkjum, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði taki höndum saman og grípi til aðgerða en hin leiðin sé að beita skattkerfinu. „Ég hyggst á næstunni halda áfram að fara ofan í þessi mál og ætla að beita mér fyrir því að samstaða náist um það að taka á efstu launum samfélagsins. Þar þurfa að koma að báðir aðilar vinnumarkaðar, hið opinbera forystumenn lífeyrissjóða og forstöðumenn stærstu fyrirtækja þessa lands. Ég hef sagt það áður og ég meinti það þá og segi það enn, þessari vitleysu í efsta laginu verður að linna.“ „Nú vil ég hins vegar bæta við og segja að ef ekki næst samstaða um að stíga skref sem koma böndum á efstu lög samfélagsins eins og ég lýsti hér að framan þá mun sá sem hér stendur styðja verkalýðshreyfinguna í því að setja hátekjuskatt á hæstu tekjur íslensks samfélags,“ sagði Ásgeir og uppskar mikið lófaklapp fundargesta.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58 Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46 Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58
Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46
Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28