Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2018 15:31 Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. vísir/vilhelm Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi í héraðsdómi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra, mun ekki máta úlpu í dómsal þegar aðalmeðferð fer fram í málinu í Landsrétti. Møller Olsen hefur þegar mátað úlpuna og er mynd af honum í úlpunni, tekin af tæknideild lögreglu, meðal gagna sem lögð verða fram í málinu. Þetta kom fram í undirbúningsþinghaldi í Landsrétti í dag en RÚV greinir frá. Þá telur verjandi Møller Olsen ekki þörf á því að kalla Nikolaj Olsen fyrir Landsrétt. Dómari við Landsrétt hefur ákveðið að takmarka umfjöllun fjölmiðla af málinu að því leyti að ekki má fjalla um skýrslutökur fyrr en eftir að þeim öllum er lokið. Umrædd úlpa fannst blóðug um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Verjandi Møller Olsen hefur efast um að Møller Olsen eigi úlpuna þar sem Møller Olsen hafi verið 188 cm og 94 kíló þegar hann var handtekinn en úlpan sé í miðstærð. Til stóð að Møller Olsen mátaði úlpuna til að sýna fram á að hann passaði illa í hana. Nú er ljóst að dómarar munu meta hvort rök verjandans eigi við rök að styðja út frá mynd. Ríkissaksóknari hefur áður sagt fráleitt að Møller Olsen eigi ekki úlpuna.Instagram-mynd af Nikolaj meðal gagna Fleiri gögn sem verjandi Møller Olsen, Björgvin Jónsson, vill leggja fram voru til umræðu en dómari samþykkti að þau mætti leggja fram áður en yfir lauk. Meðal annars upptaka frá Golklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sem Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari gerði fyrirvara við. Myndbandið hefði ekki verið unnið af dómkvaddum matsmanni. Hún gerði jafnframt athugasemdir við ljósmynd sem hafði verið unnin og sýni misháa menn og hljóðupptöku sem Sigríður taldi enga þýðingu hafa í málinu. Björgvin hefur sagt framburð skipsfélaga Olsen, Nikolaj Olsen, vera ótrúverðugan og er stærðarmunur þeirra atriði sem hann hefur notað til að efast um sök skjólstæðingsins síns og beina sjónum að Nikolaj Olsen. Mun Björgvin sýna ljósmynd í dómnum en um er að ræða sjálfsmynd á Instagram-reikningi unnustu Nikolaj Olsen. Telur Björgvin hana sýna Nikolaj undir stýri en fram hefur komið að hann hafi ekki bílpróf.Nikolaj þarf ekki að mæta Beiðni ríkissaksóknara um að vitni búsett á Grænlandi fengu að gefa skýrslu í gegnum síma var samþykkt af Sigurði Tómasi Magnússyni, dómara við Landsrétt. Ekki hefði tekist að hafa upp á einu vitnanna og óskaði dómari eftir ítarlegri skýrslu um hvers vegna ekki hefði náðst í vitnið. Hann spurði sömuleiðis verjandann hvers vegna Nikolaj Olsen væri ekki kallaður aftur fyrir dóm til að gefa skýrslu. „Það hefði kannski verið full ástæða til þess að fá hann aftur fyrir dóminn," sagði Björgvin og minnti á að Nikolaj hefði að miklu leyti borið við minnisleyfi í héraðsdómi. Þá greindi lögmaður foreldra Birnu frá þeirri ósk foreldranna að þinghaldi yrði lokað ef birtar yrðu myndir af Birnu á meðan réttarhöldum stæði. Fjölmiðlum verður meinað að greina jafnóðum frá skýrslutökum og vísaði dómari til þess að vitni ættu ekki að vita hvað önnur vitni væru að segja. Gagnrýndi lögmaður foreldranna fjölmiðlaumfjöllun í héraðsdómi og sagði hana hafa minnt á lýsingar frá kappleik að því er segir í frétt RÚV. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15 „Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi í héraðsdómi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra, mun ekki máta úlpu í dómsal þegar aðalmeðferð fer fram í málinu í Landsrétti. Møller Olsen hefur þegar mátað úlpuna og er mynd af honum í úlpunni, tekin af tæknideild lögreglu, meðal gagna sem lögð verða fram í málinu. Þetta kom fram í undirbúningsþinghaldi í Landsrétti í dag en RÚV greinir frá. Þá telur verjandi Møller Olsen ekki þörf á því að kalla Nikolaj Olsen fyrir Landsrétt. Dómari við Landsrétt hefur ákveðið að takmarka umfjöllun fjölmiðla af málinu að því leyti að ekki má fjalla um skýrslutökur fyrr en eftir að þeim öllum er lokið. Umrædd úlpa fannst blóðug um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Verjandi Møller Olsen hefur efast um að Møller Olsen eigi úlpuna þar sem Møller Olsen hafi verið 188 cm og 94 kíló þegar hann var handtekinn en úlpan sé í miðstærð. Til stóð að Møller Olsen mátaði úlpuna til að sýna fram á að hann passaði illa í hana. Nú er ljóst að dómarar munu meta hvort rök verjandans eigi við rök að styðja út frá mynd. Ríkissaksóknari hefur áður sagt fráleitt að Møller Olsen eigi ekki úlpuna.Instagram-mynd af Nikolaj meðal gagna Fleiri gögn sem verjandi Møller Olsen, Björgvin Jónsson, vill leggja fram voru til umræðu en dómari samþykkti að þau mætti leggja fram áður en yfir lauk. Meðal annars upptaka frá Golklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sem Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari gerði fyrirvara við. Myndbandið hefði ekki verið unnið af dómkvaddum matsmanni. Hún gerði jafnframt athugasemdir við ljósmynd sem hafði verið unnin og sýni misháa menn og hljóðupptöku sem Sigríður taldi enga þýðingu hafa í málinu. Björgvin hefur sagt framburð skipsfélaga Olsen, Nikolaj Olsen, vera ótrúverðugan og er stærðarmunur þeirra atriði sem hann hefur notað til að efast um sök skjólstæðingsins síns og beina sjónum að Nikolaj Olsen. Mun Björgvin sýna ljósmynd í dómnum en um er að ræða sjálfsmynd á Instagram-reikningi unnustu Nikolaj Olsen. Telur Björgvin hana sýna Nikolaj undir stýri en fram hefur komið að hann hafi ekki bílpróf.Nikolaj þarf ekki að mæta Beiðni ríkissaksóknara um að vitni búsett á Grænlandi fengu að gefa skýrslu í gegnum síma var samþykkt af Sigurði Tómasi Magnússyni, dómara við Landsrétt. Ekki hefði tekist að hafa upp á einu vitnanna og óskaði dómari eftir ítarlegri skýrslu um hvers vegna ekki hefði náðst í vitnið. Hann spurði sömuleiðis verjandann hvers vegna Nikolaj Olsen væri ekki kallaður aftur fyrir dóm til að gefa skýrslu. „Það hefði kannski verið full ástæða til þess að fá hann aftur fyrir dóminn," sagði Björgvin og minnti á að Nikolaj hefði að miklu leyti borið við minnisleyfi í héraðsdómi. Þá greindi lögmaður foreldra Birnu frá þeirri ósk foreldranna að þinghaldi yrði lokað ef birtar yrðu myndir af Birnu á meðan réttarhöldum stæði. Fjölmiðlum verður meinað að greina jafnóðum frá skýrslutökum og vísaði dómari til þess að vitni ættu ekki að vita hvað önnur vitni væru að segja. Gagnrýndi lögmaður foreldranna fjölmiðlaumfjöllun í héraðsdómi og sagði hana hafa minnt á lýsingar frá kappleik að því er segir í frétt RÚV.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15 „Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15
„Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00