Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2018 11:32 Páll Óskar á sviði útihátíðar Hinsegin daga sumarið 2018. Hinsegin dagar Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. Til að minnast uppreisnarinnar við Stonewall í Christopher street í New York mun WorldPride, stærsti hinsegin viðburður í heimi, fara fram í New York í júní 2019 og má búast við milljónum þátttakenda að því er segir í tilkynningu frá Hinsegin dögum í Reykjavík.„Það var svo 30 árum eftir Stonewall uppreisnina, eða í júní 1999, sem í fyrsta sinn var haldin svokölluð hinsegin helgi á Ingólfstorgi. Þar komu 1.500 gestir saman til að sýna samstöðu og berjast fyrir auknum sýnileika og réttindum hinsegin fólks í íslensku samfélagi. Rúmu ári síðar var svo fyrsta gleðigangan gengin en með henni fylgdust allt að 12.000 gestir, sem var langt umfram björtustu vonir skipuleggjenda hennar. Gleðigangan hefur verið árviss viðburður síðan og er í dag ein fjölsóttasta hátíð á Íslandi.“ Undanfarin ár hafa Hinsegin dagar staðið í sex daga og viðburðir verið allt að þrjátíu.Gunnlaugur Björnsson.Hinsegin dagar„Nú verður hins vegar gefið enn frekar í með það að fagna hinu merka afmælisári. Hinsegin dagar 2019 munu hefjast í Reykjavík fimmtudaginn 8. ágúst og standa yfir í 10 daga. Á dagskrá hátíðarinnar verður fjöldi fjölbreyttra, fræðandi og skemmtilegra viðburða en hápunkturinn verður svo gleðiganga og glæsileg útihátíð laugardaginn 17. ágúst.“ Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir að framundan sé svo sannarlega stórt ár. „Það hefur gríðarlega margt áunnist frá því að Hinsegin dagar voru fyrst haldnir, svo ekki sé minnst á þann tíma sem liðinn er frá Stonewall uppreisninni. Af þessu tilefni viljum við því lengja hátíðahöld tengd Hinsegin dögum. Með því gefst okkur ekki bara svigrúm til að bjóða upp á enn fleiri fræðsluviðburði en áður heldur einnig fleiri og stærri kvöldviðburði á borð við tónleika, dragsýningar og dansleiki.“ Gunnlaugur segir markmiðið sem fyrr að þakka fyrir þann árangur sem náðst hafi en um leið auka sýnileika hinsegin fólks og halda baráttunni áfram enda séu margir sigrar enn óunnir. „Að þessu sinni munum við þó gæta þess enn betur en áður að fagna og halda á lofti þeirri gleði sem einkennt hefur gleðigönguna frá upphafi. Það er nefnilega ekki alvöru afmæli án gleði þó svo að árin á undan hafi ekki endilega verið eintómur dans á rósum.” Hinsegin Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. Til að minnast uppreisnarinnar við Stonewall í Christopher street í New York mun WorldPride, stærsti hinsegin viðburður í heimi, fara fram í New York í júní 2019 og má búast við milljónum þátttakenda að því er segir í tilkynningu frá Hinsegin dögum í Reykjavík.„Það var svo 30 árum eftir Stonewall uppreisnina, eða í júní 1999, sem í fyrsta sinn var haldin svokölluð hinsegin helgi á Ingólfstorgi. Þar komu 1.500 gestir saman til að sýna samstöðu og berjast fyrir auknum sýnileika og réttindum hinsegin fólks í íslensku samfélagi. Rúmu ári síðar var svo fyrsta gleðigangan gengin en með henni fylgdust allt að 12.000 gestir, sem var langt umfram björtustu vonir skipuleggjenda hennar. Gleðigangan hefur verið árviss viðburður síðan og er í dag ein fjölsóttasta hátíð á Íslandi.“ Undanfarin ár hafa Hinsegin dagar staðið í sex daga og viðburðir verið allt að þrjátíu.Gunnlaugur Björnsson.Hinsegin dagar„Nú verður hins vegar gefið enn frekar í með það að fagna hinu merka afmælisári. Hinsegin dagar 2019 munu hefjast í Reykjavík fimmtudaginn 8. ágúst og standa yfir í 10 daga. Á dagskrá hátíðarinnar verður fjöldi fjölbreyttra, fræðandi og skemmtilegra viðburða en hápunkturinn verður svo gleðiganga og glæsileg útihátíð laugardaginn 17. ágúst.“ Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir að framundan sé svo sannarlega stórt ár. „Það hefur gríðarlega margt áunnist frá því að Hinsegin dagar voru fyrst haldnir, svo ekki sé minnst á þann tíma sem liðinn er frá Stonewall uppreisninni. Af þessu tilefni viljum við því lengja hátíðahöld tengd Hinsegin dögum. Með því gefst okkur ekki bara svigrúm til að bjóða upp á enn fleiri fræðsluviðburði en áður heldur einnig fleiri og stærri kvöldviðburði á borð við tónleika, dragsýningar og dansleiki.“ Gunnlaugur segir markmiðið sem fyrr að þakka fyrir þann árangur sem náðst hafi en um leið auka sýnileika hinsegin fólks og halda baráttunni áfram enda séu margir sigrar enn óunnir. „Að þessu sinni munum við þó gæta þess enn betur en áður að fagna og halda á lofti þeirri gleði sem einkennt hefur gleðigönguna frá upphafi. Það er nefnilega ekki alvöru afmæli án gleði þó svo að árin á undan hafi ekki endilega verið eintómur dans á rósum.”
Hinsegin Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira