Google leitar annað eftir mótmæli Berlínarbóhema Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2018 14:45 Mótmælendur hafa undanfarin tvö ár blásið í lúðra og hrópað harðorð slagorð gegn tæknifyrirtækinu. Getty/Sean Gallup Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. Fyrirtækið hafði í hyggju að opna um 3000 fermetra nýsköpunarmiðstöð fyrir sprotafyrirtæki í hverfinu Kreuzberg, einu af elstu hverfum borgarinnar. Talsmaður Google í Þýskalandi tilkynnti hins vegar í gær að hugmyndir fyrirtækisins um að opna miðstöðina, með öllum þeim skrifstofum, kaffihúsum og sameiginlegu vinnurýmum sem miðstöðinni hefði fylgt, væru að engu orðnar. Þess í stað myndu fermetrarnir þrjú þúsund renna til tveggja þarlendra mannúðarsamtaka. Hópur mótmælenda hafði undanfarin tvö ár lýst opinberlega yfir óánægju sinni með fyrirætlanir tæknirisans. Ekki aðeins hafa þeir horn í síðu Google, sem mótmælendur segja að beiti ýmsum brögðum til að komast hjá skattgreiðslum og fari illa með persónuupplýsingar notenda, heldur leist þeim ekkert á þau áhrif sem koma Google myndi hafa á hverfið.Húsnæðisverð á hraðri uppleið Kreuzberg er á vef Guardian lýst sem „bóhema-hverfi.“ Þar þrífist ýmis konar jaðarmenning í listum jafnt sem lifnaðarháttum og óttuðust mótmælendur að sjarmi hverfisins myndi hverfa með innreið tæknirisans. Húsnæðisverð myndi að öllum líkindum hækka - og þannig reka burt efnaminni íbúa hverfsins, sem hafa jafnvel búið þar í áratugi. Nýlegar rannsóknir sýna jafnframt fram á að hvergi í heiminum hækki fasteignaverð hraðar en í Berlín. Það hækkaði um 20,5 prósent í borginni á milli áranna 2016 og 2017 - sem bliknar þó í samanburði við fasteignaverðshækkunina sem hefur átt sér stað í Kreuzberg-hverfinu einu, þar sem hækkunin var 71% á sama tímabili. Mótmælendurnir voru því að vonum ánægðir þegar greint var frá því að Google ætlaði sér að róa á önnur mið. „Baráttan borgar sig,“ er haft eftir einum þeirra hjá Guardian. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort afstaða mótmælenda hafi haft úrslitaáhrif á ákvörðun Google. Talsmaður fyrirtækisins sagði þó í samtali við þarlenda fjölmiðla að Google léti ekki nokkrar óánægjuraddir stýra ákvörðunum sínum. Google Tengdar fréttir Aðeins Berlín og İzmir ofar en Reykjavík Reykjavík situr í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári 11. apríl 2018 07:06 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. Fyrirtækið hafði í hyggju að opna um 3000 fermetra nýsköpunarmiðstöð fyrir sprotafyrirtæki í hverfinu Kreuzberg, einu af elstu hverfum borgarinnar. Talsmaður Google í Þýskalandi tilkynnti hins vegar í gær að hugmyndir fyrirtækisins um að opna miðstöðina, með öllum þeim skrifstofum, kaffihúsum og sameiginlegu vinnurýmum sem miðstöðinni hefði fylgt, væru að engu orðnar. Þess í stað myndu fermetrarnir þrjú þúsund renna til tveggja þarlendra mannúðarsamtaka. Hópur mótmælenda hafði undanfarin tvö ár lýst opinberlega yfir óánægju sinni með fyrirætlanir tæknirisans. Ekki aðeins hafa þeir horn í síðu Google, sem mótmælendur segja að beiti ýmsum brögðum til að komast hjá skattgreiðslum og fari illa með persónuupplýsingar notenda, heldur leist þeim ekkert á þau áhrif sem koma Google myndi hafa á hverfið.Húsnæðisverð á hraðri uppleið Kreuzberg er á vef Guardian lýst sem „bóhema-hverfi.“ Þar þrífist ýmis konar jaðarmenning í listum jafnt sem lifnaðarháttum og óttuðust mótmælendur að sjarmi hverfisins myndi hverfa með innreið tæknirisans. Húsnæðisverð myndi að öllum líkindum hækka - og þannig reka burt efnaminni íbúa hverfsins, sem hafa jafnvel búið þar í áratugi. Nýlegar rannsóknir sýna jafnframt fram á að hvergi í heiminum hækki fasteignaverð hraðar en í Berlín. Það hækkaði um 20,5 prósent í borginni á milli áranna 2016 og 2017 - sem bliknar þó í samanburði við fasteignaverðshækkunina sem hefur átt sér stað í Kreuzberg-hverfinu einu, þar sem hækkunin var 71% á sama tímabili. Mótmælendurnir voru því að vonum ánægðir þegar greint var frá því að Google ætlaði sér að róa á önnur mið. „Baráttan borgar sig,“ er haft eftir einum þeirra hjá Guardian. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort afstaða mótmælenda hafi haft úrslitaáhrif á ákvörðun Google. Talsmaður fyrirtækisins sagði þó í samtali við þarlenda fjölmiðla að Google léti ekki nokkrar óánægjuraddir stýra ákvörðunum sínum.
Google Tengdar fréttir Aðeins Berlín og İzmir ofar en Reykjavík Reykjavík situr í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári 11. apríl 2018 07:06 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Aðeins Berlín og İzmir ofar en Reykjavík Reykjavík situr í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári 11. apríl 2018 07:06