Framtíðarsýn í miðborg Hjálmar Sveinsson skrifar 26. október 2018 08:00 Það er áhugavert að horfa vestur Tryggvagötu þessa haustdaga í borginni og virða fyrir sér hvernig nýju húsaröðina, sem risin er við Hafnartorg, ber við Tollhúsið með fallegu mósaíkmyndinni hennar Gerðar Helgadóttur. Ekki sakar að heil röð af reynitrjám hefur skotið rótum meðfram nýbyggingunum. Þarna er komin skýr heild, gyllt og bronslituð með opnum jarðhæðum, þar sem áður var grá bílastæðaauðn. Á vinstri hönd opnast ein elsta gata borgarinnar, Hafnarstræti, með nýrri hellulögn, götutrjám og endurbyggðu Thomsenhúsi og Rammagerðarhúsi. Hið gamla fléttast saman við hið nýja. Norðan og sunnan Geirsgötu eru að rísa 150 íbúðir. Þær bætast við 250 íbúðir sem eru langt komnar í smíðum uppi á Hverfisgötu. Aðeins vestar á Tryggvagötu er að verða til nýtt Bæjartorg með Bæjarins Beztu. Gamla steinbryggjan sem lá frá Pósthússtræti niður í höfn verður hluti torgsins. Enn vestar, á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, hefur gamla Fiskhöllin með sinn fallega turn verið endurbyggð. Einnig Exeterhúsið. Þar er líka að verða til torg fyrir fólk þar sem áður voru bílastæði. Langt er síðan umræðan um endurreisn miðborgarinnar hófst. Hún spratt upp fyrir 20 árum og var viðbragð við Kringlunni, sem hjó stór skörð í miðborgarverslunina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lét málefni miðborgarinnar mjög til sín taka og efndi til hugmyndasamkeppni árið 2002 um skipulag tónlistarhúss, hótels, ráðstefnumiðstöðvar og tengdra bygginga við austurhöfnina. Hún hafði framtíðarsýn. Á þessu svæði er nú að verða til verslunarkjarni. Fataverslunin H&M var opnuð á tveimur hæðum á Hafnartorgi um daginn. Fleiri innlendar og alþjóðlegar verslanir verða opnaðar næsta vor. Það eru líka fréttir að Fréttablaðið er að flytja á Hafnartorg. Á niðurlægingartímabili miðborgarinnar frá 1970 til 2000 fluttu allir fjölmiðlar burt úr miðborginni. Og ekki bara þeir, heldur líka verslanir, heildsölufyrirtæki, tryggingafyrirtæki, bankar, Eimskip, Leikfélag Reykjavíkur, Ríkisútvarpið. Skipulagt miðflóttaafl þeytti þessu öllu inn í Múla, Skeifu, Sundahöfn og í Kringlumýrina. Nú er þetta að snúast við. Endurreisn gamalla húsa, bygging nýrra og mikið mannlíf ber því vitni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að horfa vestur Tryggvagötu þessa haustdaga í borginni og virða fyrir sér hvernig nýju húsaröðina, sem risin er við Hafnartorg, ber við Tollhúsið með fallegu mósaíkmyndinni hennar Gerðar Helgadóttur. Ekki sakar að heil röð af reynitrjám hefur skotið rótum meðfram nýbyggingunum. Þarna er komin skýr heild, gyllt og bronslituð með opnum jarðhæðum, þar sem áður var grá bílastæðaauðn. Á vinstri hönd opnast ein elsta gata borgarinnar, Hafnarstræti, með nýrri hellulögn, götutrjám og endurbyggðu Thomsenhúsi og Rammagerðarhúsi. Hið gamla fléttast saman við hið nýja. Norðan og sunnan Geirsgötu eru að rísa 150 íbúðir. Þær bætast við 250 íbúðir sem eru langt komnar í smíðum uppi á Hverfisgötu. Aðeins vestar á Tryggvagötu er að verða til nýtt Bæjartorg með Bæjarins Beztu. Gamla steinbryggjan sem lá frá Pósthússtræti niður í höfn verður hluti torgsins. Enn vestar, á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, hefur gamla Fiskhöllin með sinn fallega turn verið endurbyggð. Einnig Exeterhúsið. Þar er líka að verða til torg fyrir fólk þar sem áður voru bílastæði. Langt er síðan umræðan um endurreisn miðborgarinnar hófst. Hún spratt upp fyrir 20 árum og var viðbragð við Kringlunni, sem hjó stór skörð í miðborgarverslunina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lét málefni miðborgarinnar mjög til sín taka og efndi til hugmyndasamkeppni árið 2002 um skipulag tónlistarhúss, hótels, ráðstefnumiðstöðvar og tengdra bygginga við austurhöfnina. Hún hafði framtíðarsýn. Á þessu svæði er nú að verða til verslunarkjarni. Fataverslunin H&M var opnuð á tveimur hæðum á Hafnartorgi um daginn. Fleiri innlendar og alþjóðlegar verslanir verða opnaðar næsta vor. Það eru líka fréttir að Fréttablaðið er að flytja á Hafnartorg. Á niðurlægingartímabili miðborgarinnar frá 1970 til 2000 fluttu allir fjölmiðlar burt úr miðborginni. Og ekki bara þeir, heldur líka verslanir, heildsölufyrirtæki, tryggingafyrirtæki, bankar, Eimskip, Leikfélag Reykjavíkur, Ríkisútvarpið. Skipulagt miðflóttaafl þeytti þessu öllu inn í Múla, Skeifu, Sundahöfn og í Kringlumýrina. Nú er þetta að snúast við. Endurreisn gamalla húsa, bygging nýrra og mikið mannlíf ber því vitni.
Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun