Strákarnir úr leik í Katar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. október 2018 16:50 Valgarð á EM í sumar vísir/getty Íslensku karlkeppendurnir hafa lokið keppni á HM í áhaldafimleikum. Valgarð Reinhardsson náði bestum árangri íslensku strákanna. Valgarð komst fyrstur Íslendinga í úrslit á EM í sumar með frábærum árangri í stökki en hann náði ekki að fylgja því eftir í dag. Hann fékk 13,316 í einkunn fyrir stökkin sín sem skilaði honum í 12. sæti eftir fyrri dag undanúrslitanna í karlaflokki. Í fjölþrautinni var hann samtals með 69,198 stig á áhöldunum sex. „Það fór eiginlega bara allt úrskeiðis,“ sagði Valgarð í viðtali við Fimleikasamband Íslands eftir að hann lauk keppni. „Ég réð engan veginn við hitann sem er hérna og var bara ekki alveg tilbúinn fyrir þetta.“ Eyþór Baldursson fékk 66,031 í heildareinkunn. Hans besta áhald var bogahesturinn þar sem hann var í 59. sæti. „Það gekk ekkert almennilega upp. Við erum smá svekktir en svona er þetta sport og maður verður bara að halda áfram,“ sagði Eyþór að keppni lokinni. „Gólfið byrjaði illa hjá mér og síðan vorum við bara ekki að hitta á það sem við vildum hitta á.“ Jón Gunnarsson var að glíma við meiðsli í baki og keppti því aðeins á þremur áhöldum. Hann fékk 9,733 á bogahesti, 11,000 á svifrá og 12,700 á hringjunum sem voru jafnframt hans besta áhald. Þar lenti hann í 39. sæti „Gaman að hafa klárað þetta og engin föll hjá mér í dag. Hnökrar hér og þar en ekkert stórmál,“ sagði Jón. Þar sem Jón keppti ekki á öllum áhöldum telja stig íslensku strákanna ekki í liðakeppninni, þar eru þrjár bestu einkunnir liðsins á hverju áhaldi taldar saman. Kvennalið Íslands hefur leik á laugardag. Fimleikar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira
Íslensku karlkeppendurnir hafa lokið keppni á HM í áhaldafimleikum. Valgarð Reinhardsson náði bestum árangri íslensku strákanna. Valgarð komst fyrstur Íslendinga í úrslit á EM í sumar með frábærum árangri í stökki en hann náði ekki að fylgja því eftir í dag. Hann fékk 13,316 í einkunn fyrir stökkin sín sem skilaði honum í 12. sæti eftir fyrri dag undanúrslitanna í karlaflokki. Í fjölþrautinni var hann samtals með 69,198 stig á áhöldunum sex. „Það fór eiginlega bara allt úrskeiðis,“ sagði Valgarð í viðtali við Fimleikasamband Íslands eftir að hann lauk keppni. „Ég réð engan veginn við hitann sem er hérna og var bara ekki alveg tilbúinn fyrir þetta.“ Eyþór Baldursson fékk 66,031 í heildareinkunn. Hans besta áhald var bogahesturinn þar sem hann var í 59. sæti. „Það gekk ekkert almennilega upp. Við erum smá svekktir en svona er þetta sport og maður verður bara að halda áfram,“ sagði Eyþór að keppni lokinni. „Gólfið byrjaði illa hjá mér og síðan vorum við bara ekki að hitta á það sem við vildum hitta á.“ Jón Gunnarsson var að glíma við meiðsli í baki og keppti því aðeins á þremur áhöldum. Hann fékk 9,733 á bogahesti, 11,000 á svifrá og 12,700 á hringjunum sem voru jafnframt hans besta áhald. Þar lenti hann í 39. sæti „Gaman að hafa klárað þetta og engin föll hjá mér í dag. Hnökrar hér og þar en ekkert stórmál,“ sagði Jón. Þar sem Jón keppti ekki á öllum áhöldum telja stig íslensku strákanna ekki í liðakeppninni, þar eru þrjár bestu einkunnir liðsins á hverju áhaldi taldar saman. Kvennalið Íslands hefur leik á laugardag.
Fimleikar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira