Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2018 21:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Repúblikanar og aðrir bandamenn Trupm virðast þó sannfærðir um að forsetinn sjálfur sé fórnarlambið. Þeir þvertaka fyrir að orðræða Trump, sem hefur margsinnis gagnrýnt þá aðila sem hafa fengið sprengjur í pósti, kunni mögulega hafa haft áhrif á þann eða þá sem er að senda sprengjurnar. Þess í stað hafi málið snúist upp í samsæri fjölmiðla sem séu að reyna að nota sendingarnar til að grafa undan forsetanum og þar af leiðandi Repúblikanaflokknum þegar stutt er í kosningar.Samkvæmt Politico sagði þingmaðurinn Ted Cruz í útvarpsviðtali í dag að fjölmiðlar reyndu allar leiðir til að snúa málefnum svo hægt sé að kenna Trump um þau. Fyrrverandi kosningastjóri Trump, Corey Lewandowski, sagði að umfjöllunin vegna sprengjanna væri mun meiri en þegar Repúblikönum sé ógnað.Þá sagði Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Trump að henni þætti skammarlegt að að CNN hefði kennt henni og Trump um að sprengja hefði verið send til höfuðstöðva fréttastofunnar í New York í gær. Þetta sagði hún í viðtali við Fox. Þar að auki sagði hún að þetta væri ekki Trump að kenna, frekar en að það væri Bernie Sanders að kenna að stuðningsmaður hans hefði skotið fólk á hafnarboltavelli í Virginíu í fyrra. Á meðal hinna særðu var Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins. Þetta samræmda átak Trump-liða í kjölfar sprengjusendinganna er í takt við aðrar varnir forsetans og bandamanna hans: Aldrei gefa eftir og koma sökinni á aðra.Tala um samsæri, eins og svo oft áður Margir stuðningsmenn Trump hafa velt vöngum yfir því að hér hljóti að vera um að ræða samsæri Demókrata gegn Trump, og er það alls ekki í fyrsta sinn. Sprengjurnar hafi verið sendar sérstaklega til að koma höggi á forsetann. Þessu hefur jafnvel verið haldið margsinnis fram á Fox, þó engar sannanir séu fyrir því. Frá því á mánudaginn hafa tíu sprengjur og grunsamlegir pakkar verið sendir, svo vitað sé.A very big part of the Anger we see today in our society is caused by the purposely false and inaccurate reporting of the Mainstream Media that I refer to as Fake News. It has gotten so bad and hateful that it is beyond description. Mainstream Media must clean up its act, FAST! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2018 Sá fyrsti barst til auðjöfursins George Soros, sem hefur lengi verið grýla íhaldsmanna víða um heim vegna þess að hann fjármagnar fjöldann allan af alþjóðlegum samtökum. Fyrr í þessum mánuði sakaði Trump Soros um að hafa borgað fólki fyrir að mótmæla tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Einnig var pakki sendur til heimilis Hillary og Bill Clinton. Lífvarðarsveit forsetaembættisins stöðvaði þó sendinguna. Allt frá því í baráttunni í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hefur Trump gagnrýnt Hillary harðlega, kallað eftir því að hún verði fangelsuð og sakað hana um glæpi. Einungis nokkrum klukkustundum eftir að fregnir bárust af sendingunni til þeirra hjóna kölluðu stuðningsmenn forsetans „læsið hana inni“ ítrekað á samstöðufundi í Wisconsin.Pakkar sendir til andstæðinga Trump Pakki var einnig sendur til heimilis Barack og Michelle Obama. Hann var sömuleiðis stöðvaður. Trump hefur lengi hellt úr skálum reiði sinnar yfir forsetanum fyrrverandi og hefur meðal annars sakað Obama um að hafa hlerað framboð sitt, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Þar að auki hafa Trump-liðar sakað Obama um að stýra hópi embættismanna sem fara huldu höfði innan stjórnvalda Bandaríkjanna gegn Trump. Þá hefur Obama tekið þátt í kosningabaráttu Demókrataflokksins og hefur hann gagnrýnt Trump. Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Obama, átti að fá sprengju í pósti. Heimilisfangið á pakkanum var hins vegar rangt. Því var pakkinn sendur á þingkonuna Debbie Wasserman Schultz. Pakkarnir voru allir skráðir þannig að ef til endursendingar kæmi, ætti að senda þá til skrifstofu hennar í Flórída. Holder hefur ýjað að því að hann muni bjóða sig fram gegn Trump í kosningunum 2020.Sprengjurnar líta svona út.Vísir/APPakkinn sem sendur var til höfuðstöðva CNN í New York var stílaður á John Brennan. Hann er fyrrverandi yfirmaður CIA og hefur gagnrýnt Trump harðlega á undanförnum mánuðum. Nú í sumar felli Trump niður öryggisheimild Brennan. Brennan er reglulegur gestur CNN en Trump hefur ítrekað talað niður til CNN og hefur hann jafnvel deilt myndbandi á Twitter sem sýnir Trump sjálfan ganga í skrokk á manni með CNN merkið fyrir höfuð. Þá hefur forsetinn kallað fjölmiðla Bandaríkjanna „óvini þjóðarinnar“. Þingkonan Maxine Waters, fékk tvo pakka senda. Undanfarna mánuði hefur Trupm ítrekað kallað hana klikkaða og heimska. Hún hefur sömuleiðis lengi gagnrýnt Trump og störf hans. Nú í sumar, eftir að í ljós kom að ríkisstjórn Trump væri að slíta börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum þeirra, kallaði hún eftir því að almenningur mótmælti meðlimum ríkisstjórnar Trump á almannafæri. Nú í dag fengu þeir Robert De Niro og Joe Biden pakka senda. Á Tony-verðlaunahátíðinni í sumar blótaði De Niro Trump á sviði og uppskar lófaklapp fyrir. Í kosningabaráttunni sagði De Niro að Trump væri „heimskur“, „klikkaður“ og „fáviti“. Tveir pakkar voru sendir á Biden. Hann og Trump hafa lengi eldað grátt silfur saman og hafa meðal annars hótað því að lemja hvorn annan. Talið er að mögulegt að Biden, sem var varaforseti Obama, muni bjóða sig fram til forseta gegn Trump árið 2020. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Repúblikanar og aðrir bandamenn Trupm virðast þó sannfærðir um að forsetinn sjálfur sé fórnarlambið. Þeir þvertaka fyrir að orðræða Trump, sem hefur margsinnis gagnrýnt þá aðila sem hafa fengið sprengjur í pósti, kunni mögulega hafa haft áhrif á þann eða þá sem er að senda sprengjurnar. Þess í stað hafi málið snúist upp í samsæri fjölmiðla sem séu að reyna að nota sendingarnar til að grafa undan forsetanum og þar af leiðandi Repúblikanaflokknum þegar stutt er í kosningar.Samkvæmt Politico sagði þingmaðurinn Ted Cruz í útvarpsviðtali í dag að fjölmiðlar reyndu allar leiðir til að snúa málefnum svo hægt sé að kenna Trump um þau. Fyrrverandi kosningastjóri Trump, Corey Lewandowski, sagði að umfjöllunin vegna sprengjanna væri mun meiri en þegar Repúblikönum sé ógnað.Þá sagði Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Trump að henni þætti skammarlegt að að CNN hefði kennt henni og Trump um að sprengja hefði verið send til höfuðstöðva fréttastofunnar í New York í gær. Þetta sagði hún í viðtali við Fox. Þar að auki sagði hún að þetta væri ekki Trump að kenna, frekar en að það væri Bernie Sanders að kenna að stuðningsmaður hans hefði skotið fólk á hafnarboltavelli í Virginíu í fyrra. Á meðal hinna særðu var Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins. Þetta samræmda átak Trump-liða í kjölfar sprengjusendinganna er í takt við aðrar varnir forsetans og bandamanna hans: Aldrei gefa eftir og koma sökinni á aðra.Tala um samsæri, eins og svo oft áður Margir stuðningsmenn Trump hafa velt vöngum yfir því að hér hljóti að vera um að ræða samsæri Demókrata gegn Trump, og er það alls ekki í fyrsta sinn. Sprengjurnar hafi verið sendar sérstaklega til að koma höggi á forsetann. Þessu hefur jafnvel verið haldið margsinnis fram á Fox, þó engar sannanir séu fyrir því. Frá því á mánudaginn hafa tíu sprengjur og grunsamlegir pakkar verið sendir, svo vitað sé.A very big part of the Anger we see today in our society is caused by the purposely false and inaccurate reporting of the Mainstream Media that I refer to as Fake News. It has gotten so bad and hateful that it is beyond description. Mainstream Media must clean up its act, FAST! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2018 Sá fyrsti barst til auðjöfursins George Soros, sem hefur lengi verið grýla íhaldsmanna víða um heim vegna þess að hann fjármagnar fjöldann allan af alþjóðlegum samtökum. Fyrr í þessum mánuði sakaði Trump Soros um að hafa borgað fólki fyrir að mótmæla tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Einnig var pakki sendur til heimilis Hillary og Bill Clinton. Lífvarðarsveit forsetaembættisins stöðvaði þó sendinguna. Allt frá því í baráttunni í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hefur Trump gagnrýnt Hillary harðlega, kallað eftir því að hún verði fangelsuð og sakað hana um glæpi. Einungis nokkrum klukkustundum eftir að fregnir bárust af sendingunni til þeirra hjóna kölluðu stuðningsmenn forsetans „læsið hana inni“ ítrekað á samstöðufundi í Wisconsin.Pakkar sendir til andstæðinga Trump Pakki var einnig sendur til heimilis Barack og Michelle Obama. Hann var sömuleiðis stöðvaður. Trump hefur lengi hellt úr skálum reiði sinnar yfir forsetanum fyrrverandi og hefur meðal annars sakað Obama um að hafa hlerað framboð sitt, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Þar að auki hafa Trump-liðar sakað Obama um að stýra hópi embættismanna sem fara huldu höfði innan stjórnvalda Bandaríkjanna gegn Trump. Þá hefur Obama tekið þátt í kosningabaráttu Demókrataflokksins og hefur hann gagnrýnt Trump. Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Obama, átti að fá sprengju í pósti. Heimilisfangið á pakkanum var hins vegar rangt. Því var pakkinn sendur á þingkonuna Debbie Wasserman Schultz. Pakkarnir voru allir skráðir þannig að ef til endursendingar kæmi, ætti að senda þá til skrifstofu hennar í Flórída. Holder hefur ýjað að því að hann muni bjóða sig fram gegn Trump í kosningunum 2020.Sprengjurnar líta svona út.Vísir/APPakkinn sem sendur var til höfuðstöðva CNN í New York var stílaður á John Brennan. Hann er fyrrverandi yfirmaður CIA og hefur gagnrýnt Trump harðlega á undanförnum mánuðum. Nú í sumar felli Trump niður öryggisheimild Brennan. Brennan er reglulegur gestur CNN en Trump hefur ítrekað talað niður til CNN og hefur hann jafnvel deilt myndbandi á Twitter sem sýnir Trump sjálfan ganga í skrokk á manni með CNN merkið fyrir höfuð. Þá hefur forsetinn kallað fjölmiðla Bandaríkjanna „óvini þjóðarinnar“. Þingkonan Maxine Waters, fékk tvo pakka senda. Undanfarna mánuði hefur Trupm ítrekað kallað hana klikkaða og heimska. Hún hefur sömuleiðis lengi gagnrýnt Trump og störf hans. Nú í sumar, eftir að í ljós kom að ríkisstjórn Trump væri að slíta börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum þeirra, kallaði hún eftir því að almenningur mótmælti meðlimum ríkisstjórnar Trump á almannafæri. Nú í dag fengu þeir Robert De Niro og Joe Biden pakka senda. Á Tony-verðlaunahátíðinni í sumar blótaði De Niro Trump á sviði og uppskar lófaklapp fyrir. Í kosningabaráttunni sagði De Niro að Trump væri „heimskur“, „klikkaður“ og „fáviti“. Tveir pakkar voru sendir á Biden. Hann og Trump hafa lengi eldað grátt silfur saman og hafa meðal annars hótað því að lemja hvorn annan. Talið er að mögulegt að Biden, sem var varaforseti Obama, muni bjóða sig fram til forseta gegn Trump árið 2020.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00
Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39