Óvíst hvert málum yrði áfrýjað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. október 2018 07:00 Enn á eftir að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson lagaprófessor. Fréttablaðið/Eyþór Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun tveggja dóma sem féllu í gær um bætur til Jóns Höskuldssonar og bótarétt Eiríks Jónssonar vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt á síðasta ári. Aðspurður segist Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður ekki eiga von á öðru en að málunum verði vísað til Landsréttar, verði þeim á annað borð áfrýjað. „Landsréttur er náttúrulega okkar áfrýjunardómstig, undir eðlilegum kringumstæðum,“ segir Einar Karl og vísar til þess að Hæstiréttur hafi oft þurft að fást við mál þar sem reglulegir dómarar þurfa að víkja sæti. Lögmaður Jóns, Lúðvík Örn Steinarsson, er á öðru máli. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því ef málinu verður áfrýjað að sá sem það geri fari þess á leit við Hæstarétt að hann taki málið fyrir en ekki Landsréttur. Ég held það sé líka eðlilegt því Hæstiréttur hefur verið að dæma í málum sem tengjast þessari ráðningu,“ segir Lúðvík. „Okkur finnst dómurinn ágætlega rökstuddur hvað varðar skaðabótaskylduna en vantar kannski upp á rökstuðninginn fyrir því að fjárhæðin var lækkuð svona,“ segir Lúðvík, en Jón fór fram á rúmar 30 milljónir í skaðabætur með vísan til þess hve mikið laun hans hefðu hækkað út starfsævina við að fara úr stóli héraðsdómara upp í Landsrétt. Honum voru hins vegar dæmdar fjórar milljónir. Munurinn á launum dómara við héraðsdóm og Landsrétt eru 280.000 krónur á mánuði. Hefði Jón orðið dómari við Landsrétt hefði hann þénað þrjár milljónir til viðbótar við laun hans nú. Auk þeirra tveggja dóma sem féllu í héraði í gær hefur Hæstiréttur þegar skorið úr um bótarétt hinna tveggja dómaraefnanna sem ekki voru skipaðir í Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta. Kröfum þeirra beggja um viðurkenningu á skaðabótaskyldu var hafnað en þeim hvorum um sig dæmdar 700.000 krónur í miskabætur. Samanlögð fjárhæð bóta sem dæmdar hafa verið vegna skipunar dómara við Landsrétt nemur því 6,5 milljónum og málskostnaður sem dæmdur hefur verið í þessum fjórum bótamálum sem rekin hafa verið vegna málsins nemur 4,4 milljónum. Enn er ekki búið að leysa úr öllum óvissuþáttum eftir skipun dómara við Landsrétt sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta. Eftir er að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson en fallist var á skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart honum í héraði í gær án þess að tiltekin fjárhæð væri dæmd. Þá má nefna mál sem nú er rekið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna meints vanhæfis Arnfríðar Einarsdóttur Landsréttardómara til að dæma mál við dóminn með vísan til skipunar hennar, en hún var ekki á lista dómnefndar yfir hæfustu umsækjendur en var þó skipuð dómari við réttinn. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun tveggja dóma sem féllu í gær um bætur til Jóns Höskuldssonar og bótarétt Eiríks Jónssonar vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt á síðasta ári. Aðspurður segist Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður ekki eiga von á öðru en að málunum verði vísað til Landsréttar, verði þeim á annað borð áfrýjað. „Landsréttur er náttúrulega okkar áfrýjunardómstig, undir eðlilegum kringumstæðum,“ segir Einar Karl og vísar til þess að Hæstiréttur hafi oft þurft að fást við mál þar sem reglulegir dómarar þurfa að víkja sæti. Lögmaður Jóns, Lúðvík Örn Steinarsson, er á öðru máli. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því ef málinu verður áfrýjað að sá sem það geri fari þess á leit við Hæstarétt að hann taki málið fyrir en ekki Landsréttur. Ég held það sé líka eðlilegt því Hæstiréttur hefur verið að dæma í málum sem tengjast þessari ráðningu,“ segir Lúðvík. „Okkur finnst dómurinn ágætlega rökstuddur hvað varðar skaðabótaskylduna en vantar kannski upp á rökstuðninginn fyrir því að fjárhæðin var lækkuð svona,“ segir Lúðvík, en Jón fór fram á rúmar 30 milljónir í skaðabætur með vísan til þess hve mikið laun hans hefðu hækkað út starfsævina við að fara úr stóli héraðsdómara upp í Landsrétt. Honum voru hins vegar dæmdar fjórar milljónir. Munurinn á launum dómara við héraðsdóm og Landsrétt eru 280.000 krónur á mánuði. Hefði Jón orðið dómari við Landsrétt hefði hann þénað þrjár milljónir til viðbótar við laun hans nú. Auk þeirra tveggja dóma sem féllu í héraði í gær hefur Hæstiréttur þegar skorið úr um bótarétt hinna tveggja dómaraefnanna sem ekki voru skipaðir í Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta. Kröfum þeirra beggja um viðurkenningu á skaðabótaskyldu var hafnað en þeim hvorum um sig dæmdar 700.000 krónur í miskabætur. Samanlögð fjárhæð bóta sem dæmdar hafa verið vegna skipunar dómara við Landsrétt nemur því 6,5 milljónum og málskostnaður sem dæmdur hefur verið í þessum fjórum bótamálum sem rekin hafa verið vegna málsins nemur 4,4 milljónum. Enn er ekki búið að leysa úr öllum óvissuþáttum eftir skipun dómara við Landsrétt sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta. Eftir er að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson en fallist var á skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart honum í héraði í gær án þess að tiltekin fjárhæð væri dæmd. Þá má nefna mál sem nú er rekið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna meints vanhæfis Arnfríðar Einarsdóttur Landsréttardómara til að dæma mál við dóminn með vísan til skipunar hennar, en hún var ekki á lista dómnefndar yfir hæfustu umsækjendur en var þó skipuð dómari við réttinn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47