Afhöfðanir Óttar Guðmundsson skrifar 27. október 2018 10:00 Í Bjarnar sögu Hítdælakappa er sagt frá ástar- og afbrýðisemiþríhyrningi hans sjálfs, Oddnýjar eykindils og eiginmanns hennar, Þórðar Kolbeinssonar. Eftir mikil átök drepur hinn kokkálaði Þórður Björn eljara sinn. Heiftin var svo mikil að hann hjó af honum höfuðið. Móðir Björns var kvenhetja og sagði þegar hún sá afhoggið höfuð sonar síns: Farðu og færðu Oddnýju höfuðið og henni mun þykja það betra en hið litla og vesæla er lafir á þínum hálsi! Þórður fór þá til konu sinnar og sagði henni fall Bjarnar. Sagan fékk hörmulegan endi. Oddný missti vitið og lagðist í stjarfaþunglyndi. Þórður fékk mikið ámæli og fjársektir. Sannaðist hið fornkveðna: Dramb er falli næst. Þessi saga rifjaðist upp þegar krónprinsinn í Sádi-Arabíu sendi flokk manna til að höggva höfuðið af andstæðingi sínum. Sádar neituðu allri ábyrgð en viðurkenndu loks að maðurinn hefði misst höfuðið í slagsmálum á ræðismannsskrifstofu. (!!) Sádar eru ríkasta þjóð í heimi. Í skjóli olíuauðæva hafa þeir getað haldið uppi fornfálegu stjórnarfari, kvenfyrirlitningu, feðraveldi og fullkominni lítilsvirðingu á mannréttindum. Stórveldin hafa snobbað fyrir ríkidæminu og selt þeim vopn og lúxusvarning. Nýjasta ofbeldisverk þeirra sýnir þó að margur verður af aurum api, svo heimskulegur er verknaðurinn. Nú er að sjá hvort hið afhöggna höfuð verður krónprinsinum jafn dýrt og höfuð Hítdælakappans varð Þórði Kolbeinssyni. Vonandi átta þjóðir heimsins sig á því að hinir kuflklæddu prinsar eru ekkert annað en ótíndir götustrákar sem telja sig komast upp með allt vegna ríkidæmis föður síns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í Bjarnar sögu Hítdælakappa er sagt frá ástar- og afbrýðisemiþríhyrningi hans sjálfs, Oddnýjar eykindils og eiginmanns hennar, Þórðar Kolbeinssonar. Eftir mikil átök drepur hinn kokkálaði Þórður Björn eljara sinn. Heiftin var svo mikil að hann hjó af honum höfuðið. Móðir Björns var kvenhetja og sagði þegar hún sá afhoggið höfuð sonar síns: Farðu og færðu Oddnýju höfuðið og henni mun þykja það betra en hið litla og vesæla er lafir á þínum hálsi! Þórður fór þá til konu sinnar og sagði henni fall Bjarnar. Sagan fékk hörmulegan endi. Oddný missti vitið og lagðist í stjarfaþunglyndi. Þórður fékk mikið ámæli og fjársektir. Sannaðist hið fornkveðna: Dramb er falli næst. Þessi saga rifjaðist upp þegar krónprinsinn í Sádi-Arabíu sendi flokk manna til að höggva höfuðið af andstæðingi sínum. Sádar neituðu allri ábyrgð en viðurkenndu loks að maðurinn hefði misst höfuðið í slagsmálum á ræðismannsskrifstofu. (!!) Sádar eru ríkasta þjóð í heimi. Í skjóli olíuauðæva hafa þeir getað haldið uppi fornfálegu stjórnarfari, kvenfyrirlitningu, feðraveldi og fullkominni lítilsvirðingu á mannréttindum. Stórveldin hafa snobbað fyrir ríkidæminu og selt þeim vopn og lúxusvarning. Nýjasta ofbeldisverk þeirra sýnir þó að margur verður af aurum api, svo heimskulegur er verknaðurinn. Nú er að sjá hvort hið afhöggna höfuð verður krónprinsinum jafn dýrt og höfuð Hítdælakappans varð Þórði Kolbeinssyni. Vonandi átta þjóðir heimsins sig á því að hinir kuflklæddu prinsar eru ekkert annað en ótíndir götustrákar sem telja sig komast upp með allt vegna ríkidæmis föður síns.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun