Segir heimaþjónustu fyrir aldraða með fíknivanda hafa reynst vel Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2018 23:30 Líney Úlfarsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Sérsniðin heimaþjónusta fyrir eldri borgara sem glíma við áfengis-eða lyfjamisnotkun hefur reynst afar vel í Reykjavík. Eldri kona þakkaði þjónustunni að hún væri aftur komin í tengsl við fjölskyldu sína og gæti boðið barnabörnunum heim, að sögn félagsráðgjafa. Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Flestir í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. Síðustu átta ár hefur verið að störfum viðbragðsteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem sinnir þörfum fólks með vímuefnavanda og vanrækir heimili sitt. Ein af upphafskonum þess segir að þjónustan hafi reynst afar vel. Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri og félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að nálgunin verði alltaf að vera sú að komið sé fram af virðingu. „Þannig að við erum að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu og hjálpum þeim að komast af stað með heimilishaldið. Við tökum ekki ábygðina af fólki, heldur gerum við með fólki. Þannig að ef það er verið að henda einhverju þá er engu hent án þess að það sé með í ráðum.“ Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að oft á tíðum fylgi mikilli neyslu ákveðin sjálfsvanræksla og vanræksla á umhverfinu. „Sem veldur svo fólki aftur vélagslegum vanda. Það er ekki tilbúið að fá neinn inn, jafnvel þegar rennur af því, skammast sín fyrir ástandið. Það styrkir bataferlið að hafa sómasamlegt í kringum sig.“ Sigrún hefur séð jákvæðar breytingar. „Við sjáum, svo ég vitni í eina konu sem var talað við, hún sagði: „Ég er að ná tengslum við fjölskyldu mína aftur og ég get boðið fjölskyldu minni og barnabörnum heim, sem ég skammaðist mín fyrir áður og ég var bara búin að loka.““ Borgarstjórn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sérsniðin heimaþjónusta fyrir eldri borgara sem glíma við áfengis-eða lyfjamisnotkun hefur reynst afar vel í Reykjavík. Eldri kona þakkaði þjónustunni að hún væri aftur komin í tengsl við fjölskyldu sína og gæti boðið barnabörnunum heim, að sögn félagsráðgjafa. Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Flestir í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. Síðustu átta ár hefur verið að störfum viðbragðsteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem sinnir þörfum fólks með vímuefnavanda og vanrækir heimili sitt. Ein af upphafskonum þess segir að þjónustan hafi reynst afar vel. Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri og félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að nálgunin verði alltaf að vera sú að komið sé fram af virðingu. „Þannig að við erum að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu og hjálpum þeim að komast af stað með heimilishaldið. Við tökum ekki ábygðina af fólki, heldur gerum við með fólki. Þannig að ef það er verið að henda einhverju þá er engu hent án þess að það sé með í ráðum.“ Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að oft á tíðum fylgi mikilli neyslu ákveðin sjálfsvanræksla og vanræksla á umhverfinu. „Sem veldur svo fólki aftur vélagslegum vanda. Það er ekki tilbúið að fá neinn inn, jafnvel þegar rennur af því, skammast sín fyrir ástandið. Það styrkir bataferlið að hafa sómasamlegt í kringum sig.“ Sigrún hefur séð jákvæðar breytingar. „Við sjáum, svo ég vitni í eina konu sem var talað við, hún sagði: „Ég er að ná tengslum við fjölskyldu mína aftur og ég get boðið fjölskyldu minni og barnabörnum heim, sem ég skammaðist mín fyrir áður og ég var bara búin að loka.““
Borgarstjórn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45