„Þá hætti ég að nenna að burðast með þig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2018 16:00 Rætt verður við umsjónarmenn, þátttakendur og áhöfn í útskriftarflugi flughræddra í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Dæmi eru um að flughræðsla setji vinnu og fjölskyldulíf fólks algjörlega úr skorðum að sögn umsjónarmanna flughræðslunámskeiðs sem Icelandair hefur staðið fyrir í á þriðja áratug. Einu slíku lauk á dögunum, en Ísland í dag fékk að fljúga með í lokahnykkinn – þar sem flogið er með þátttakendur í áætlunarflugi til Stokkhólms og svo aftur til baka. Sálfræðingurinn Álfheiður Steinþórsdóttir hefur séð um námskeiðið um árabil, ásamt flugstjóranum fyrrverandi Páli Stefánssyni. Álfheiður segir hræðsluna geta átt alls kyns rætur. Oftast sé um einhvers konar flókið samspil að ræða, þó hún geti í einhverjum tilfellum kviknað út frá einangruðu atviki. „Ég var alltaf að fljúga þegar ég var lítil, en svo byrjaði ég að horfa á heimildarmyndir um flugslys. Ég bjó þetta fullkomlega til sjálf,“ segir Júlía Sif Ólafsdóttir, einn þátttakenda.Margir hræddir við ókyrrðHlutverk Álfheiðar er að kafa ofan í andlegu hliðina þegar kemur að hræðslunni. Páll einblínir aftur á móti á öryggisþætti flugvéla og útskýrir t.a.m. hvers vegna ókyrrð er ekki hættuleg. Hann segir að við hana séu flughræddir þó oftast hvað smeykastir, en fyrir komi að hræðslan höggvi jafnvel skarð í fjölskyldulífið. „Það var bara einn maður með okkur í gær sem átti dóttur sem var nýbúin að eignast barn erlendis. Konan hans sagði bara við hann, ef þú getur ekki hugsað þér að koma með mér og heimsækja dóttur okkar og kíkja á barnabarnið, þá bara hætti ég að nenna að burðast með þig með mér. Hann kom á námskeiðið og útskrifaðist í gær alveg brosandi út að eyrum. Hann var svo ánægður að hafa getað tekið á þessu vandamáli,“ segir Páll.Rætt verður við umsjónarmenn, þátttakendur og áhöfn í útskriftarflugi flughræddra í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Dæmi eru um að flughræðsla setji vinnu og fjölskyldulíf fólks algjörlega úr skorðum að sögn umsjónarmanna flughræðslunámskeiðs sem Icelandair hefur staðið fyrir í á þriðja áratug. Einu slíku lauk á dögunum, en Ísland í dag fékk að fljúga með í lokahnykkinn – þar sem flogið er með þátttakendur í áætlunarflugi til Stokkhólms og svo aftur til baka. Sálfræðingurinn Álfheiður Steinþórsdóttir hefur séð um námskeiðið um árabil, ásamt flugstjóranum fyrrverandi Páli Stefánssyni. Álfheiður segir hræðsluna geta átt alls kyns rætur. Oftast sé um einhvers konar flókið samspil að ræða, þó hún geti í einhverjum tilfellum kviknað út frá einangruðu atviki. „Ég var alltaf að fljúga þegar ég var lítil, en svo byrjaði ég að horfa á heimildarmyndir um flugslys. Ég bjó þetta fullkomlega til sjálf,“ segir Júlía Sif Ólafsdóttir, einn þátttakenda.Margir hræddir við ókyrrðHlutverk Álfheiðar er að kafa ofan í andlegu hliðina þegar kemur að hræðslunni. Páll einblínir aftur á móti á öryggisþætti flugvéla og útskýrir t.a.m. hvers vegna ókyrrð er ekki hættuleg. Hann segir að við hana séu flughræddir þó oftast hvað smeykastir, en fyrir komi að hræðslan höggvi jafnvel skarð í fjölskyldulífið. „Það var bara einn maður með okkur í gær sem átti dóttur sem var nýbúin að eignast barn erlendis. Konan hans sagði bara við hann, ef þú getur ekki hugsað þér að koma með mér og heimsækja dóttur okkar og kíkja á barnabarnið, þá bara hætti ég að nenna að burðast með þig með mér. Hann kom á námskeiðið og útskrifaðist í gær alveg brosandi út að eyrum. Hann var svo ánægður að hafa getað tekið á þessu vandamáli,“ segir Páll.Rætt verður við umsjónarmenn, þátttakendur og áhöfn í útskriftarflugi flughræddra í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira