„Þá hætti ég að nenna að burðast með þig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2018 16:00 Rætt verður við umsjónarmenn, þátttakendur og áhöfn í útskriftarflugi flughræddra í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Dæmi eru um að flughræðsla setji vinnu og fjölskyldulíf fólks algjörlega úr skorðum að sögn umsjónarmanna flughræðslunámskeiðs sem Icelandair hefur staðið fyrir í á þriðja áratug. Einu slíku lauk á dögunum, en Ísland í dag fékk að fljúga með í lokahnykkinn – þar sem flogið er með þátttakendur í áætlunarflugi til Stokkhólms og svo aftur til baka. Sálfræðingurinn Álfheiður Steinþórsdóttir hefur séð um námskeiðið um árabil, ásamt flugstjóranum fyrrverandi Páli Stefánssyni. Álfheiður segir hræðsluna geta átt alls kyns rætur. Oftast sé um einhvers konar flókið samspil að ræða, þó hún geti í einhverjum tilfellum kviknað út frá einangruðu atviki. „Ég var alltaf að fljúga þegar ég var lítil, en svo byrjaði ég að horfa á heimildarmyndir um flugslys. Ég bjó þetta fullkomlega til sjálf,“ segir Júlía Sif Ólafsdóttir, einn þátttakenda.Margir hræddir við ókyrrðHlutverk Álfheiðar er að kafa ofan í andlegu hliðina þegar kemur að hræðslunni. Páll einblínir aftur á móti á öryggisþætti flugvéla og útskýrir t.a.m. hvers vegna ókyrrð er ekki hættuleg. Hann segir að við hana séu flughræddir þó oftast hvað smeykastir, en fyrir komi að hræðslan höggvi jafnvel skarð í fjölskyldulífið. „Það var bara einn maður með okkur í gær sem átti dóttur sem var nýbúin að eignast barn erlendis. Konan hans sagði bara við hann, ef þú getur ekki hugsað þér að koma með mér og heimsækja dóttur okkar og kíkja á barnabarnið, þá bara hætti ég að nenna að burðast með þig með mér. Hann kom á námskeiðið og útskrifaðist í gær alveg brosandi út að eyrum. Hann var svo ánægður að hafa getað tekið á þessu vandamáli,“ segir Páll.Rætt verður við umsjónarmenn, þátttakendur og áhöfn í útskriftarflugi flughræddra í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Dæmi eru um að flughræðsla setji vinnu og fjölskyldulíf fólks algjörlega úr skorðum að sögn umsjónarmanna flughræðslunámskeiðs sem Icelandair hefur staðið fyrir í á þriðja áratug. Einu slíku lauk á dögunum, en Ísland í dag fékk að fljúga með í lokahnykkinn – þar sem flogið er með þátttakendur í áætlunarflugi til Stokkhólms og svo aftur til baka. Sálfræðingurinn Álfheiður Steinþórsdóttir hefur séð um námskeiðið um árabil, ásamt flugstjóranum fyrrverandi Páli Stefánssyni. Álfheiður segir hræðsluna geta átt alls kyns rætur. Oftast sé um einhvers konar flókið samspil að ræða, þó hún geti í einhverjum tilfellum kviknað út frá einangruðu atviki. „Ég var alltaf að fljúga þegar ég var lítil, en svo byrjaði ég að horfa á heimildarmyndir um flugslys. Ég bjó þetta fullkomlega til sjálf,“ segir Júlía Sif Ólafsdóttir, einn þátttakenda.Margir hræddir við ókyrrðHlutverk Álfheiðar er að kafa ofan í andlegu hliðina þegar kemur að hræðslunni. Páll einblínir aftur á móti á öryggisþætti flugvéla og útskýrir t.a.m. hvers vegna ókyrrð er ekki hættuleg. Hann segir að við hana séu flughræddir þó oftast hvað smeykastir, en fyrir komi að hræðslan höggvi jafnvel skarð í fjölskyldulífið. „Það var bara einn maður með okkur í gær sem átti dóttur sem var nýbúin að eignast barn erlendis. Konan hans sagði bara við hann, ef þú getur ekki hugsað þér að koma með mér og heimsækja dóttur okkar og kíkja á barnabarnið, þá bara hætti ég að nenna að burðast með þig með mér. Hann kom á námskeiðið og útskrifaðist í gær alveg brosandi út að eyrum. Hann var svo ánægður að hafa getað tekið á þessu vandamáli,“ segir Páll.Rætt verður við umsjónarmenn, þátttakendur og áhöfn í útskriftarflugi flughræddra í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira