Michael orðinn fjórða stigs fellibylur Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2018 07:45 Neyðarástand er nú í gildi í Flórída, en einnig í Alabama og Georgíu. Að minnsta þrettán hafa þegar látið lífið af völdum Michael í Mið Ameríku. AP/NOAA Fellibylurinn Michael, sem mun skella á ströndum Flórídaríkis síðar í dag hefur nú náð fjórða styrkleika þar sem vindhraðinn nálgast 200 kílómetra á klukkustund. Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. Þetta ástand hefur gert það að verkum að rúmlega 370 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flytja sig frá ströndinni og inn á land. Neyðarástand er nú í gildi í Flórída, en einnig í Alabama og Georgíu. Að minnsta þrettán hafa þegar látið lífið af völdum Michael í Mið Ameríku.Hurricane #Michael is now an extremely dangerous category 4 hurricane and its outer rainbands are beginning to reach the coast. This is a life-threatening event for portions of the northeastern Gulf Coast. Go to https://t.co/tW4KeGdBFb for details. pic.twitter.com/RtozXvcTE6 — National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 10, 2018 Michael kom fólki tiltölulega á óvart en fellibylurinn myndaðist í raun um helgina. Búist er við því að sjávarmál gæti hækkað um allt að fjóra metra og að Michael fylgi mikil rigning, um 30 sentímetrar, sem gæti leitt til flóða. Samkvæmt AP fréttaveitunni telja veðurfræðingar mögulegt að Michael gæti orðið einhver hættulegasti fellibylur sem hefði nokkurn tímann farið yfir svæðið.Samkvæmt CNN hafa einungis þriðja stigs fellibyljir náð landi á svæðinu áður. Eloise árið 1975, Opal árið 1995 og Dennis árið 2005. Íbúar svæðisins vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa sig fyrir komu Michael. Hins vegar óttast embættismenn að of fáir séu að yfirgefa svæðið. Fógeti Bay sýslu í Flórída segir að um þrír fjórðu íbúa hafi verið beðnir að flýja en umferðin sé í engu samræmi við það. AP ræddi við Sally Crown sem býr í Apalachicola í Flórída. Hún ætlaði sér að koma sér fyrir heima og sagðist hafa gengið í gegnum óveður sem þessi áður. „Þetta gæti verið mjög slæmt og alvarlegt. En samkvæmt minni reynslu er alltaf gert of mikið úr þessu.“ Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Fellibylurinn Michael, sem mun skella á ströndum Flórídaríkis síðar í dag hefur nú náð fjórða styrkleika þar sem vindhraðinn nálgast 200 kílómetra á klukkustund. Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. Þetta ástand hefur gert það að verkum að rúmlega 370 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flytja sig frá ströndinni og inn á land. Neyðarástand er nú í gildi í Flórída, en einnig í Alabama og Georgíu. Að minnsta þrettán hafa þegar látið lífið af völdum Michael í Mið Ameríku.Hurricane #Michael is now an extremely dangerous category 4 hurricane and its outer rainbands are beginning to reach the coast. This is a life-threatening event for portions of the northeastern Gulf Coast. Go to https://t.co/tW4KeGdBFb for details. pic.twitter.com/RtozXvcTE6 — National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 10, 2018 Michael kom fólki tiltölulega á óvart en fellibylurinn myndaðist í raun um helgina. Búist er við því að sjávarmál gæti hækkað um allt að fjóra metra og að Michael fylgi mikil rigning, um 30 sentímetrar, sem gæti leitt til flóða. Samkvæmt AP fréttaveitunni telja veðurfræðingar mögulegt að Michael gæti orðið einhver hættulegasti fellibylur sem hefði nokkurn tímann farið yfir svæðið.Samkvæmt CNN hafa einungis þriðja stigs fellibyljir náð landi á svæðinu áður. Eloise árið 1975, Opal árið 1995 og Dennis árið 2005. Íbúar svæðisins vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa sig fyrir komu Michael. Hins vegar óttast embættismenn að of fáir séu að yfirgefa svæðið. Fógeti Bay sýslu í Flórída segir að um þrír fjórðu íbúa hafi verið beðnir að flýja en umferðin sé í engu samræmi við það. AP ræddi við Sally Crown sem býr í Apalachicola í Flórída. Hún ætlaði sér að koma sér fyrir heima og sagðist hafa gengið í gegnum óveður sem þessi áður. „Þetta gæti verið mjög slæmt og alvarlegt. En samkvæmt minni reynslu er alltaf gert of mikið úr þessu.“
Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira