Fram kom í Morgunblaðinu á dögunum að bílarnir séu hér á landi sem hluti af kynningu fyrir útlenska bílablaðamenn frá Evrópu, Bandaríkjunum og Skandinavíu, sem munu reynsluaka Urus-jeppunum við íslenskar aðstæður. Allt í allt eru blaðamennirnir 20 talsins og munu þeir verja næstu dögum á 700 hestaafla tryllitækjum við akstur á vegum landsins.
Bílaumboðið Hekla hefur veg og vanda af innflutningi bílanna en fyrirtækið er umboðsaðili fyrir Volkswagwen á Íslandi, en Lamborghini-verksmiðjurnar eru einmitt í eigu hins þýska Volkswagen. Lamborghini Urus var fyrst kynntur til sögunnar í fyrra en fór í almenna sölu í ár.
Hér að neðan má sjá útlenskan bílablaðamann fjalla um Urus-jeppann, þó ekki við íslenskar aðstæður.