SVT greinir frá því að sonur bæjarstarfsmannsins hafi frá árinu 2004 þegið laun frá bænum án þess að hafa skilað nokkurri vinnu. Faðirinn starfaði sem yfirmaður innan stjórnsýslu bæjarins.
Feðgarnir voru báðir látnir fara í lok september þegar málið var tilkynnt til lögreglu.
Kjell Nyström hjá bæjarstjórn Falun segir að málið sé til rannsóknar en að hann vilji ekki tjá sig að öðru leyti um málið.
Alls búa um 60 þúsund manns í skíðabænum Falun sem er austarlega í sænsku Dölunum.