Hljóð úr deyjandi manneskju: „Þú ert bara heppinn að vera á lífi væni minn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2018 10:30 Henning segist vera mjög heppinn að vera á lífi. Draumasumarfrí Crossfit þjálfarans Hennings Jónassonar snerist upp í andhverfu sína þegar hann var við dýfingar í fallegu gljúfri í Suður-Frakklandi í ágúst ásamt kærustu sinni. Eftir að hafa margsinnis stokkið á bólakaf af klettum ákvað hann að prófa nýjan stað, og stinga sér með höfuðið fyrst. „Ég var búinn að vera að hoppa af einhverjum sex, sjö metra hæðum. Þetta voru bara tveir metrar svo ég ákvað að stinga mér bara „head first“, var búinn að lenda á fótunum bara hingað til í „backflip“ og ekkert mál. Ég var varla kominn ofan í og þá bara mætir mér harður botninn,“ segir Henning sem er 35 ára flugumferðarstjóri og þjálfari í Granda-fit.Þríbrotnaði þegar harður botninn tók við Hann þríbrotnaði á efsta hálslið og þurfti að dvelja dögum saman á frönsku sjúkrahúsi. Læknarnir sögðu hann heppinn að vera á lífi, enda höggið gríðarlega þungt í grunnu vatninu. Undanfarnar vikur hefur Henning notast við stífan hálskraga, má hvorki þjálfa tíma úti á Granda né stunda aðalstarf sitt við flugumferðarstjórn. Hann telur hins vegar niður dagana, enda afar óvanur að vera lengi kyrr. „Ég fann það strax að ég gat ekkert haldið haus svo ég greip strax utan um höfuðið á mér. Ég heyri bara svona þokulúðurshávaða í hausnum á mér. Ég var í raun heppinn þar sem þetta var sandur en ekki steinn, því þá væri ég væntanlega ekki hér. Ég labba upp í bátinn til Laufeyjar og einhvern veginn fáránlega næ ég að grípa í bátinn og henda mér upp í hann. Svo ligg ég bara á maganum með hausinn út til hliðar, og þá bara dett ég fljótlega út.“ Henning segist hafa hugsað að hljóðin sem komu út úr honum væri hljóð sem kæmu út úr deyjandi manneskju.Ekki getað gerst á verri stað „Ég man samt allt svo ótrúlega skýrt og það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að hreyfa á mér fingur og tær. Ég leita strax eftir viðbrögðum. Ég sé tærnar á mér hreyfast, þrátt fyrir að hafa ekki fundið það, og þetta var hálffurðulegt. Ég hefði í raun ekki getað hálsbrotið mig á verri stað í heiminum, lengst inni í gljúfri.“ Henning segir að sjokkið sem Laufey upplifði hafi verið gríðarlegt. „Hún gat voðalega lítið gert og vissi ekkert. Ég vissi um leið að það væri eitthvað alvarlegt að. Það hitti þannig á að það eru tveir Bretar á bát þarna rétt hjá okkur. Það var smá sandur þarna rétt hjá okkur og þeir henda konunum sínum í land þar og koma svo og hjálpa okkur,“ segir Henning sem segir að það hafi tekið um klukkustund að koma honum á næsta spítala. Þegar þangað var komið tilkynnti læknir honum að hann væri þríbrotinn á efsta hryggjarlið.Sjá einnig: Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi „Hann segir við mig: Þú ert bara heppinn að vera á lífi væni minn. Ég lá á sjúkrahúsinu í Frakklandi í sex sólarhringa.“Henning kveðst gríðarlega þakklátur fólkinu í kringum sig, en sérstakar Hennings-æfingar voru haldnar víða um land meðan hann lá inni á sjúkrahúsi í Frakklandi auk þess sem vinir hans í Kiriyama Family sungu lag í hans nafni við upphitun fyrir stórsveitina Arcade Fire í ágúst. Sjá einnig: Mjölnir sýndi Henning stuðning með æfingu honum til heiðursÞá bárust honum einnig ýmis bréf og kveðjur, m.a. frá sjálfum forsetanum Guðna Th. Jóhannessyni, sem hefur lofað að taka æfingu með Henning þegar honum batnar.Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. CrossFit Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Draumasumarfrí Crossfit þjálfarans Hennings Jónassonar snerist upp í andhverfu sína þegar hann var við dýfingar í fallegu gljúfri í Suður-Frakklandi í ágúst ásamt kærustu sinni. Eftir að hafa margsinnis stokkið á bólakaf af klettum ákvað hann að prófa nýjan stað, og stinga sér með höfuðið fyrst. „Ég var búinn að vera að hoppa af einhverjum sex, sjö metra hæðum. Þetta voru bara tveir metrar svo ég ákvað að stinga mér bara „head first“, var búinn að lenda á fótunum bara hingað til í „backflip“ og ekkert mál. Ég var varla kominn ofan í og þá bara mætir mér harður botninn,“ segir Henning sem er 35 ára flugumferðarstjóri og þjálfari í Granda-fit.Þríbrotnaði þegar harður botninn tók við Hann þríbrotnaði á efsta hálslið og þurfti að dvelja dögum saman á frönsku sjúkrahúsi. Læknarnir sögðu hann heppinn að vera á lífi, enda höggið gríðarlega þungt í grunnu vatninu. Undanfarnar vikur hefur Henning notast við stífan hálskraga, má hvorki þjálfa tíma úti á Granda né stunda aðalstarf sitt við flugumferðarstjórn. Hann telur hins vegar niður dagana, enda afar óvanur að vera lengi kyrr. „Ég fann það strax að ég gat ekkert haldið haus svo ég greip strax utan um höfuðið á mér. Ég heyri bara svona þokulúðurshávaða í hausnum á mér. Ég var í raun heppinn þar sem þetta var sandur en ekki steinn, því þá væri ég væntanlega ekki hér. Ég labba upp í bátinn til Laufeyjar og einhvern veginn fáránlega næ ég að grípa í bátinn og henda mér upp í hann. Svo ligg ég bara á maganum með hausinn út til hliðar, og þá bara dett ég fljótlega út.“ Henning segist hafa hugsað að hljóðin sem komu út úr honum væri hljóð sem kæmu út úr deyjandi manneskju.Ekki getað gerst á verri stað „Ég man samt allt svo ótrúlega skýrt og það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að hreyfa á mér fingur og tær. Ég leita strax eftir viðbrögðum. Ég sé tærnar á mér hreyfast, þrátt fyrir að hafa ekki fundið það, og þetta var hálffurðulegt. Ég hefði í raun ekki getað hálsbrotið mig á verri stað í heiminum, lengst inni í gljúfri.“ Henning segir að sjokkið sem Laufey upplifði hafi verið gríðarlegt. „Hún gat voðalega lítið gert og vissi ekkert. Ég vissi um leið að það væri eitthvað alvarlegt að. Það hitti þannig á að það eru tveir Bretar á bát þarna rétt hjá okkur. Það var smá sandur þarna rétt hjá okkur og þeir henda konunum sínum í land þar og koma svo og hjálpa okkur,“ segir Henning sem segir að það hafi tekið um klukkustund að koma honum á næsta spítala. Þegar þangað var komið tilkynnti læknir honum að hann væri þríbrotinn á efsta hryggjarlið.Sjá einnig: Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi „Hann segir við mig: Þú ert bara heppinn að vera á lífi væni minn. Ég lá á sjúkrahúsinu í Frakklandi í sex sólarhringa.“Henning kveðst gríðarlega þakklátur fólkinu í kringum sig, en sérstakar Hennings-æfingar voru haldnar víða um land meðan hann lá inni á sjúkrahúsi í Frakklandi auk þess sem vinir hans í Kiriyama Family sungu lag í hans nafni við upphitun fyrir stórsveitina Arcade Fire í ágúst. Sjá einnig: Mjölnir sýndi Henning stuðning með æfingu honum til heiðursÞá bárust honum einnig ýmis bréf og kveðjur, m.a. frá sjálfum forsetanum Guðna Th. Jóhannessyni, sem hefur lofað að taka æfingu með Henning þegar honum batnar.Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
CrossFit Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist