Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2018 08:39 Flugfélagið notast við vél af gerðinni Airbus A350-900 og býður vanalega upp á sæti fyrir 253 farþega, þar af 187 í almennu farrými. Getty/NurPhoto Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. Þetta verður lengsta áætlunarflug í heimi, um 15 þúsund kílómetra leið og er flugtíminn um nítján klukkustundir. Ljóst er að ekki verður á allra færi að ferðast umrædda flugleið, en ekki verða seldir miðar í almennu farrými. Þó verða í boði 67 sæti í „business-flokki“ og 94 svokallaðir „premium economy“. Flugfélagið notast við vél af gerðinni Airbus A350-900 og býður vanalega upp á sæti fyrir 253 farþega, þar af 187 í almennu farrými.BBC greinir frá því að umrædd gerð af flugvél er sú gerð sem getur verið lengst á lofti, eða í um tuttugu klukkustundir. Farþegar á „business class“ munu fá tvær máltíðir sem þeir geta sjálfir valið hvenær þeir fá, auk þess að þeir fá rúm. Farþegar á „premium economy“ verða hins vegar að sætta sig við þrjár máltíðir á fyrirfram ákveðnum tímum.Hátt olíuverð Singapore Airlines hætti að fljúga milli borganna árið 2013 vegna hækkandi olíuverðs. Næst lengstu áætlunarflugin á markaði eru milli áströlsku borgarinnar Perth og London með Qantas og milli Auckland á Nýja-Sjálandi og katörsku böfuðborgarinnar Doha með Qatar. Bandaríkin Fréttir af flugi Singapúr Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. Þetta verður lengsta áætlunarflug í heimi, um 15 þúsund kílómetra leið og er flugtíminn um nítján klukkustundir. Ljóst er að ekki verður á allra færi að ferðast umrædda flugleið, en ekki verða seldir miðar í almennu farrými. Þó verða í boði 67 sæti í „business-flokki“ og 94 svokallaðir „premium economy“. Flugfélagið notast við vél af gerðinni Airbus A350-900 og býður vanalega upp á sæti fyrir 253 farþega, þar af 187 í almennu farrými.BBC greinir frá því að umrædd gerð af flugvél er sú gerð sem getur verið lengst á lofti, eða í um tuttugu klukkustundir. Farþegar á „business class“ munu fá tvær máltíðir sem þeir geta sjálfir valið hvenær þeir fá, auk þess að þeir fá rúm. Farþegar á „premium economy“ verða hins vegar að sætta sig við þrjár máltíðir á fyrirfram ákveðnum tímum.Hátt olíuverð Singapore Airlines hætti að fljúga milli borganna árið 2013 vegna hækkandi olíuverðs. Næst lengstu áætlunarflugin á markaði eru milli áströlsku borgarinnar Perth og London með Qantas og milli Auckland á Nýja-Sjálandi og katörsku böfuðborgarinnar Doha með Qatar.
Bandaríkin Fréttir af flugi Singapúr Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira