Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2018 13:51 Sindri Þór Stefánsson. Vísir Sindri Þór Stefánsson er laus úr farbanni gegn tryggingu. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir Sindra staddan á Spáni þar sem hann sinnir fjölskyldu sinni. Hann vildi ekki gefa upp hve háa tryggingu Sindri Þór þurfti að reiða fram og sagðist ekki búast við öðru en að Sindri verði viðstaddur aðalmeðferð í Bitcoin-málinu þar sem hann er ákærður ásamt öðrum. Hvorki Alda Hrönn né Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildu gefa upp hve tryggingin er há sem Sindri Þór þurfti að reiða fram. Heimild fyrir tryggingu í lögum Ólafur Helgi bendir á að heimild sé fyrir slíkri tryggingu í lögum um meðferð sakamála. Hana er að finna í 101. grein laganna í kafla sem lýtur að gæsluvarðhaldi og öðrum sambærilegum ráðstöfunum. Þar kemur fram að sakborningur geti haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal tryggingin vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem sett eru að tryggingu og gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar henni. Tryggingafé skal vera fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Héraðsdómur Reykjaness neitaði ósk Vísis um að fá viðkomandi úrskurð um tryggingu Sindra afhentan. Ólafur Helgi segir enga venju komna á hversu há tryggingin er sem farið er fram í svona málum. Hjá lögreglunni á Suðurnesjum hafi einu sinni áður verið farið fram á slíka tryggingu frá sakborningi.Fór úr fangelsinu og til Amsterdam Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson er laus úr farbanni gegn tryggingu. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir Sindra staddan á Spáni þar sem hann sinnir fjölskyldu sinni. Hann vildi ekki gefa upp hve háa tryggingu Sindri Þór þurfti að reiða fram og sagðist ekki búast við öðru en að Sindri verði viðstaddur aðalmeðferð í Bitcoin-málinu þar sem hann er ákærður ásamt öðrum. Hvorki Alda Hrönn né Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildu gefa upp hve tryggingin er há sem Sindri Þór þurfti að reiða fram. Heimild fyrir tryggingu í lögum Ólafur Helgi bendir á að heimild sé fyrir slíkri tryggingu í lögum um meðferð sakamála. Hana er að finna í 101. grein laganna í kafla sem lýtur að gæsluvarðhaldi og öðrum sambærilegum ráðstöfunum. Þar kemur fram að sakborningur geti haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal tryggingin vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem sett eru að tryggingu og gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar henni. Tryggingafé skal vera fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Héraðsdómur Reykjaness neitaði ósk Vísis um að fá viðkomandi úrskurð um tryggingu Sindra afhentan. Ólafur Helgi segir enga venju komna á hversu há tryggingin er sem farið er fram í svona málum. Hjá lögreglunni á Suðurnesjum hafi einu sinni áður verið farið fram á slíka tryggingu frá sakborningi.Fór úr fangelsinu og til Amsterdam Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira