70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2018 14:17 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. Sú leið sé ekki ákjósanleg en undantekning hafi verið gerð vegna þess að starfsmenn voru með skriflegan samning þess efnis við starfsmannaleiguna Elju. Þetta segir í tilkynningu frá framkvæmdastjóranum Jóhannesi Rúnarssyni vegna færslu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, á Facebook í gær þar sem hún sakar Strætó um níðingsskap gagnvart erlendu starfsfólki. Vísar hún til launaseðils sem hún hefur undir höndum frá erlendum vagnstjóra sem starfaði hjá Strætó. Þar komi fram að fyrirtækið dró af honum 70 þúsund krónur fyrir húsaleigu og verðið á flugmiða.Færslu Sönnu má sjá hér að neðan.Sanna Magdalena Mörtudóttir fer hörðum horðum um Strætó.Vísir/VilhelmStrætó viðurkennir að svona hafi fyrirkomulagið verið sumarið 2018 en um undantekningu hafi verið að ræða. Vegna aukinna verkefna þurfti að ráða í fimmtíu stöðugildi. Tókst að ráða í tuttugu þeirra eftir hefðbundnum leiðum en leitað var til starfsmannaleigunnar Elju til að finna þrjátíu til viðbótar. Vagnstjórarnir hafi verið með laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó bs, eins og allir aðrir starfsmenn Strætó. Á launaseðlum sem Strætó sendir með tilkynningu sinni sést að 70 þúsund króna húsaleiga, 16.460 krónur fyrir flugmiða og 2.430 krónur fyrir miða með Flybus er dregið af launum. „Strætó vill árétta að slíkur frádráttur vegna húsaleigu er ekki sú leið sem fyrirtækið myndi almennt kjósa að fara. Umræddir starfsmenn voru með skriflegan húsaleigusamning við Elju þar sem fram kom að húsaleiga yrði dregin af launum. Í ljósi aðstæðna og að starfsmenn samþykktu frádráttinn skriflega, var tekin ákvörðun að greiðsla á húsaleigu færu í gegnum laun í þessu undantekningar tilviki,“ segir Jóhannes Rúnar. Að loknu ráðningartímabili hafi stór hluti umræddra starfsmanna sótt um áframhaldandi vinnu hjá Strætó bs. Af þeim sem sóttu um voru fjórir starfsmenn fastráðnir og hafa þeir nú komið sér fyrir í húsnæði á eigin vegum, að sögn Jóhannesar. Engin húsaleiga sé dregin af launum starfsmanna Strætó í dag.Tilkynning Strætó í heild sinni Strætó bs. hafnar því með öllu að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna sinna. Framkvæmdastjóri Strætó bíður Sönnu Magdalenu að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna Haustið 2017 var samþykkt af stjórn Strætó að auka þjónustu á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2018. Aksturstími var lengdur, leið 6 var sett á aukna tíðni, næturakstur hófst úr miðbænum um helgar og sumarskerðing var afnumin. Þessar breytingar kölluðu á 50 ný stöðugildi yfir sumartímann. Mannauðssvið Strætó leitaði ýmissa leiða til þess að afla umsækjanda, m.a. með auglýsingum í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, samvinnu við innlendar ráðningarþjónustur, ásamt því að leita til Vinnumálastofnunar og Virk. Þrátt fyrir það, tókst einungis að manna 20 stöður. Strætó fékk því aðstoð frá starfsmannaþjónustu Elju til þess að manna þau 30 stöðugildi sem upp á vantaði í tímabundna ráðningu. Starfsmennirnir sem komu í gegnum Elju í sumar voru með laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og Strætó bs, eins og allir aðrir starfsmenn Strætó. Vagnstjórar Strætó eru í vaktavinnu og fá því vaktaálag í samræmi við ákvæði kjarasamnings. Allir vagnstjórar eiga rétt á að óska eftir að yfirvinnu ef hún býðst. Umræddir starfsmenn hafa að meðaltali verið að vinna um 40 klukkustundir í yfirvinnu á mánuði. Jafnframt fá þeir greitt út áunnið orlof og orlof af yfirvinnu. Meðal samsetning launa umræddra starfsmanna er eftirfarandi: • Föst mánaðarlaun eru 328.499 kr. • Meðal vaktaálag er um 100.000 á mánuði. • Áunnið orlof og orlof af yfirvinnu er greitt út mánaðarlega að meðaltali um 74.000 kr. • Meðal unnin yfirvinna er um 170.000 kr á mánuði. • Heildarmánaðarlaun að meðaltali eru því 672.499 kr. • Vagnstjórar geta unnið sér inn auka 12.000 kr. á mánuði ef þeir eru tjónalausir. • Samkvæmt kjarasamningi fá allir starfsmenn í vaktavinnu 20% álag á unna yfirvinnu. Álagið leggst á fjölda yfirvinnustunda. • Lögbundinn frádráttur frá heildarlaunum, skv. kjarasamningi eru; skattar, greiðslur í lífeyrissjóð og stéttarfélag. Í starfsauglýsingunni og í samning á milli starfsmannanna og Elju er tekið fram að húsaleiga, flugmiði og rútuferð frá flugvelli verði dregin frá launum starfsmanns. Meðfylgjandi eru afrit launaseðla tveggja erlendra starfsmanna sem voru ráðnir í gegnum starfsmannaþjónustu Elju. Þessir launaseðlar gefa raunhæft dæmi um samsetningu launakjara vagnstjóra Strætó. Strætó vill árétta að slíkur frádráttur vegna húsaleigu er ekki sú leið sem fyrirtækið myndi almennt kjósa að fara. Umræddir starfsmenn voru með skriflegan húsaleigusamning við Elju þar sem fram kom að húsaleiga yrði dregin af launum. Í ljósi aðstæðna og að starfsmenn samþykktu frádráttinn skriflega, var tekin ákvörðun að greiðsla á húsaleigu færu í gegnum laun í þessu undantekningar tilviki. Að loknu ráðningartímabili sótti stór hluti umræddra starfsmanna um áframhaldandi vinnu hjá Strætó bs. Af þeim sem sóttu um voru fjórir starfsmenn fastráðnir og hafa þeir nú komið sér fyrir í húsnæði á eigin vegum. Engin húsaleiga er dregin af launum starfsmanna Strætó í dag. Strætó bs. hafnar því með öllu að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna sinna. Framkvæmdastjóri Strætó bíður Sönnu Magdalenu að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Kjaramál Strætó Tengdar fréttir Strætó vísar ásökunum Sönnu um níðingsskap til föðurhúsanna Sanna sakaði fyrirtækið um að "leigja fólk“ í gegnum starfsmannaleigur og greiða því "lægstu laun“ á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. 7. september 2018 12:12 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. Sú leið sé ekki ákjósanleg en undantekning hafi verið gerð vegna þess að starfsmenn voru með skriflegan samning þess efnis við starfsmannaleiguna Elju. Þetta segir í tilkynningu frá framkvæmdastjóranum Jóhannesi Rúnarssyni vegna færslu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, á Facebook í gær þar sem hún sakar Strætó um níðingsskap gagnvart erlendu starfsfólki. Vísar hún til launaseðils sem hún hefur undir höndum frá erlendum vagnstjóra sem starfaði hjá Strætó. Þar komi fram að fyrirtækið dró af honum 70 þúsund krónur fyrir húsaleigu og verðið á flugmiða.Færslu Sönnu má sjá hér að neðan.Sanna Magdalena Mörtudóttir fer hörðum horðum um Strætó.Vísir/VilhelmStrætó viðurkennir að svona hafi fyrirkomulagið verið sumarið 2018 en um undantekningu hafi verið að ræða. Vegna aukinna verkefna þurfti að ráða í fimmtíu stöðugildi. Tókst að ráða í tuttugu þeirra eftir hefðbundnum leiðum en leitað var til starfsmannaleigunnar Elju til að finna þrjátíu til viðbótar. Vagnstjórarnir hafi verið með laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó bs, eins og allir aðrir starfsmenn Strætó. Á launaseðlum sem Strætó sendir með tilkynningu sinni sést að 70 þúsund króna húsaleiga, 16.460 krónur fyrir flugmiða og 2.430 krónur fyrir miða með Flybus er dregið af launum. „Strætó vill árétta að slíkur frádráttur vegna húsaleigu er ekki sú leið sem fyrirtækið myndi almennt kjósa að fara. Umræddir starfsmenn voru með skriflegan húsaleigusamning við Elju þar sem fram kom að húsaleiga yrði dregin af launum. Í ljósi aðstæðna og að starfsmenn samþykktu frádráttinn skriflega, var tekin ákvörðun að greiðsla á húsaleigu færu í gegnum laun í þessu undantekningar tilviki,“ segir Jóhannes Rúnar. Að loknu ráðningartímabili hafi stór hluti umræddra starfsmanna sótt um áframhaldandi vinnu hjá Strætó bs. Af þeim sem sóttu um voru fjórir starfsmenn fastráðnir og hafa þeir nú komið sér fyrir í húsnæði á eigin vegum, að sögn Jóhannesar. Engin húsaleiga sé dregin af launum starfsmanna Strætó í dag.Tilkynning Strætó í heild sinni Strætó bs. hafnar því með öllu að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna sinna. Framkvæmdastjóri Strætó bíður Sönnu Magdalenu að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna Haustið 2017 var samþykkt af stjórn Strætó að auka þjónustu á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2018. Aksturstími var lengdur, leið 6 var sett á aukna tíðni, næturakstur hófst úr miðbænum um helgar og sumarskerðing var afnumin. Þessar breytingar kölluðu á 50 ný stöðugildi yfir sumartímann. Mannauðssvið Strætó leitaði ýmissa leiða til þess að afla umsækjanda, m.a. með auglýsingum í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, samvinnu við innlendar ráðningarþjónustur, ásamt því að leita til Vinnumálastofnunar og Virk. Þrátt fyrir það, tókst einungis að manna 20 stöður. Strætó fékk því aðstoð frá starfsmannaþjónustu Elju til þess að manna þau 30 stöðugildi sem upp á vantaði í tímabundna ráðningu. Starfsmennirnir sem komu í gegnum Elju í sumar voru með laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og Strætó bs, eins og allir aðrir starfsmenn Strætó. Vagnstjórar Strætó eru í vaktavinnu og fá því vaktaálag í samræmi við ákvæði kjarasamnings. Allir vagnstjórar eiga rétt á að óska eftir að yfirvinnu ef hún býðst. Umræddir starfsmenn hafa að meðaltali verið að vinna um 40 klukkustundir í yfirvinnu á mánuði. Jafnframt fá þeir greitt út áunnið orlof og orlof af yfirvinnu. Meðal samsetning launa umræddra starfsmanna er eftirfarandi: • Föst mánaðarlaun eru 328.499 kr. • Meðal vaktaálag er um 100.000 á mánuði. • Áunnið orlof og orlof af yfirvinnu er greitt út mánaðarlega að meðaltali um 74.000 kr. • Meðal unnin yfirvinna er um 170.000 kr á mánuði. • Heildarmánaðarlaun að meðaltali eru því 672.499 kr. • Vagnstjórar geta unnið sér inn auka 12.000 kr. á mánuði ef þeir eru tjónalausir. • Samkvæmt kjarasamningi fá allir starfsmenn í vaktavinnu 20% álag á unna yfirvinnu. Álagið leggst á fjölda yfirvinnustunda. • Lögbundinn frádráttur frá heildarlaunum, skv. kjarasamningi eru; skattar, greiðslur í lífeyrissjóð og stéttarfélag. Í starfsauglýsingunni og í samning á milli starfsmannanna og Elju er tekið fram að húsaleiga, flugmiði og rútuferð frá flugvelli verði dregin frá launum starfsmanns. Meðfylgjandi eru afrit launaseðla tveggja erlendra starfsmanna sem voru ráðnir í gegnum starfsmannaþjónustu Elju. Þessir launaseðlar gefa raunhæft dæmi um samsetningu launakjara vagnstjóra Strætó. Strætó vill árétta að slíkur frádráttur vegna húsaleigu er ekki sú leið sem fyrirtækið myndi almennt kjósa að fara. Umræddir starfsmenn voru með skriflegan húsaleigusamning við Elju þar sem fram kom að húsaleiga yrði dregin af launum. Í ljósi aðstæðna og að starfsmenn samþykktu frádráttinn skriflega, var tekin ákvörðun að greiðsla á húsaleigu færu í gegnum laun í þessu undantekningar tilviki. Að loknu ráðningartímabili sótti stór hluti umræddra starfsmanna um áframhaldandi vinnu hjá Strætó bs. Af þeim sem sóttu um voru fjórir starfsmenn fastráðnir og hafa þeir nú komið sér fyrir í húsnæði á eigin vegum. Engin húsaleiga er dregin af launum starfsmanna Strætó í dag. Strætó bs. hafnar því með öllu að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna sinna. Framkvæmdastjóri Strætó bíður Sönnu Magdalenu að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi fyrirtækisins.
Kjaramál Strætó Tengdar fréttir Strætó vísar ásökunum Sönnu um níðingsskap til föðurhúsanna Sanna sakaði fyrirtækið um að "leigja fólk“ í gegnum starfsmannaleigur og greiða því "lægstu laun“ á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. 7. september 2018 12:12 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Strætó vísar ásökunum Sönnu um níðingsskap til föðurhúsanna Sanna sakaði fyrirtækið um að "leigja fólk“ í gegnum starfsmannaleigur og greiða því "lægstu laun“ á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. 7. september 2018 12:12