Kjötvinnslan Birkihlíð í Skagafirði hefur ráðist í innköllun á lambakjöti sem fyrirtækið seldi á bændamarkaði á Hofsósi í lok síðastliðins mánaðar.
Á vef Matvælastofnunar kemur fram að ástæða innköllunarinnar sé sú að slátrunin fór ekki fram í viðurkenndu sláturhúsi. Þar að auki var heilbrigðisskoðun á kjötinu ekki framkvæmd af opinberum dýralækni.
Þeir sem kunna að hafa kjötið undir höndum geta skilað vörunni til Birkihlíðar, 551 Skagafirði gegn endurgjaldi.
Nánari upplýsingar um kjötið:
Vöruheiti: Lambakjöt
Vörumerki: Birkihlíð
Pökkunardagsetning: 29. sep 2018
Lýsing: Loftæmdar umbúðir
Geymsluskilyrði: Kælivara (0-4°C)
Dreifing: Bændamarkaður Hofsósi 30. sep 2018
Framleiðandi: Birkihlíð
Innkalla lambakjöt vegna óviðurkenndrar slátrunar
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent


Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Þjónustudagur Toyota
Samstarf


Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent

Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins
Viðskipti innlent

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent