Frelsi til heimsku Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. október 2018 10:00 Grípum niður í 19. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: „Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós.“ Hljómar ósköp einfalt en í samfélagi sem er límt saman á lyginni eru mannréttindi orðin valkvæð og eiga ekki við um alla. Alls konar fólk, til hægri, vinstri, í miðjunni og jöðrunum gargar iðulega hátt um mannréttindi þangað til fólk sem því líkar ekki við á að njóta þeirra. Algengast er að mannréttindum sé kastað fyrir róða þegar einfeldningar og vitleysingar segja eða skrifa einhverja botnlausa rökleysu og auglýsa þannig fávisku sína og úrelt músarholusjónarmið. Væri einmitt þá ekki lag að nýta skoðana- og málfrelsi sitt, una hinum skoðanavillta að njóta þess sama og kveða hann í kútinn með heilbrigðri rökræðu? Það er ekki bannað með lögum að vera heimskur. Í raun eru það grundvallarmannréttindi að fá að vera fífl og taka af allan vafa í ræðu og riti. George Orwell sjá það ömurlega andrúm sem við lifum í fyrir og benti á að rétturinn til þess að segja fólki það sem það vill ekki heyra er innsti kjarni frelsisins. Oscar Wilde sneri upp á fleyg orð Voltaires þegar hann sagði: „Má vera að ég sé ósammála þér en ég mun verja út í rauðan dauðann rétt þinn til þess að gera þig að fífli.“ Pæling að hafa þetta bak við eyrað næst þegar ringluð risaeðla sveiflar halanum á samfélagsmiðlum, jafnvel velta fyrir sér hvað felst í mannréttindum og skoða samfélög þar sem þau hafa verið fótum troðin. Vill eitthvert okkar í alvöru þurfa að orna sér við ylinn af brennandi bókum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Grípum niður í 19. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: „Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós.“ Hljómar ósköp einfalt en í samfélagi sem er límt saman á lyginni eru mannréttindi orðin valkvæð og eiga ekki við um alla. Alls konar fólk, til hægri, vinstri, í miðjunni og jöðrunum gargar iðulega hátt um mannréttindi þangað til fólk sem því líkar ekki við á að njóta þeirra. Algengast er að mannréttindum sé kastað fyrir róða þegar einfeldningar og vitleysingar segja eða skrifa einhverja botnlausa rökleysu og auglýsa þannig fávisku sína og úrelt músarholusjónarmið. Væri einmitt þá ekki lag að nýta skoðana- og málfrelsi sitt, una hinum skoðanavillta að njóta þess sama og kveða hann í kútinn með heilbrigðri rökræðu? Það er ekki bannað með lögum að vera heimskur. Í raun eru það grundvallarmannréttindi að fá að vera fífl og taka af allan vafa í ræðu og riti. George Orwell sjá það ömurlega andrúm sem við lifum í fyrir og benti á að rétturinn til þess að segja fólki það sem það vill ekki heyra er innsti kjarni frelsisins. Oscar Wilde sneri upp á fleyg orð Voltaires þegar hann sagði: „Má vera að ég sé ósammála þér en ég mun verja út í rauðan dauðann rétt þinn til þess að gera þig að fífli.“ Pæling að hafa þetta bak við eyrað næst þegar ringluð risaeðla sveiflar halanum á samfélagsmiðlum, jafnvel velta fyrir sér hvað felst í mannréttindum og skoða samfélög þar sem þau hafa verið fótum troðin. Vill eitthvert okkar í alvöru þurfa að orna sér við ylinn af brennandi bókum?
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun