Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. október 2018 07:15 Hafnartorg er miðpunktur ásakana á hendur RÚV. Fréttablaðið/Eyþór „Ef það einhvern tíma voru einhverjir rannsóknarhagsmunir í málinu þá eru þeir löngu spilltir,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sem telur Fjölmiðlanefnd hafa ónýtt kærumál hans á hendur Ríkisútvarpinu. Eins og fram hefur komið óskaði Magnús eftir því við Fjölmiðlanefnd að hún hæfi formlega rannsókn „á óeðlilegum tengslum auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá Ríkisútvarpinu sjónvarpi“, eins og hann orðar það í kæru. Sagði Magnús frétt í sjónvarpsfréttum RÚV um Hafnartorg 1. október síðastliðinn staðfesta „í eitt skipti fyrir öll óheppileg og reyndar ólögleg tengsl auglýsingasölu og dagskrárgerðar hjá Ríkisútvarpinu“. Að sögn Magnúsar var fréttin á RÚV birt í kjölfar þess að ákveðið var að birta nýja og dýra auglýsingu um Hafnartorg hjá RÚV en ekki hjá Símanum því Síminn reki ekki fréttastofu „og ætlun auglýsenda væri að komast að í fréttum“, útskýrir hann í kærunni til Fjölmiðlanefndar. Aðspurður segir Magnús að Síminn hafi því miður ekki tölvupósta eða slík gögn sem staðfesti að auglýsingin um Hafnartorg hafi á endanum ekki verið flutt í Sjónvarpi Símans á þeim grundvelli að fyrirtækið sé ekki með fréttastofu. „Tilboðinu var hafnað á þeim forsendum að Hafnartorg hefði áhuga á því að vera meira í fréttum og við bjóðum ekki upp á slíka þjónustu,“ segir hann. Áðurnefnd frétt RÚV hafi öll ekki verið annað en auglýsing. „Þörf Hafnartorgs núna er að klára að selja húsnæði. Þessi frétt er hluti af því verkefni.“ Í kærunni til Fjölmiðlanefndar óskaði Magnús eftir því að gerð yrði húsleit hjá RÚV. Hann segir málið nú hins vegar fyrir bí. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús. Þótt Magnús telji þetta mál úr sögunni segir hann fleiri mál sem tengist RÚV til skoðunar hjá eftirlitsaðilum. Nefnir hann að samkeppnisrekstur RÚV sé ekki í sérstökum félögum eins og lög bjóði og að til skoðunar sé hvernig var staðið að auglýsingasölu fyrir HM í fótbolta. „Það eru ekki til staðar þessir Kínamúrar sem Rakel Þorbergsdóttir [fréttastjóri RÚV] vísar í. Þeir eru ímyndaðir.“ Þess ber að geta að á ruv.is var í fyrrakvöld haft eftir Rakel Þorbergsdóttur að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
„Ef það einhvern tíma voru einhverjir rannsóknarhagsmunir í málinu þá eru þeir löngu spilltir,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sem telur Fjölmiðlanefnd hafa ónýtt kærumál hans á hendur Ríkisútvarpinu. Eins og fram hefur komið óskaði Magnús eftir því við Fjölmiðlanefnd að hún hæfi formlega rannsókn „á óeðlilegum tengslum auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá Ríkisútvarpinu sjónvarpi“, eins og hann orðar það í kæru. Sagði Magnús frétt í sjónvarpsfréttum RÚV um Hafnartorg 1. október síðastliðinn staðfesta „í eitt skipti fyrir öll óheppileg og reyndar ólögleg tengsl auglýsingasölu og dagskrárgerðar hjá Ríkisútvarpinu“. Að sögn Magnúsar var fréttin á RÚV birt í kjölfar þess að ákveðið var að birta nýja og dýra auglýsingu um Hafnartorg hjá RÚV en ekki hjá Símanum því Síminn reki ekki fréttastofu „og ætlun auglýsenda væri að komast að í fréttum“, útskýrir hann í kærunni til Fjölmiðlanefndar. Aðspurður segir Magnús að Síminn hafi því miður ekki tölvupósta eða slík gögn sem staðfesti að auglýsingin um Hafnartorg hafi á endanum ekki verið flutt í Sjónvarpi Símans á þeim grundvelli að fyrirtækið sé ekki með fréttastofu. „Tilboðinu var hafnað á þeim forsendum að Hafnartorg hefði áhuga á því að vera meira í fréttum og við bjóðum ekki upp á slíka þjónustu,“ segir hann. Áðurnefnd frétt RÚV hafi öll ekki verið annað en auglýsing. „Þörf Hafnartorgs núna er að klára að selja húsnæði. Þessi frétt er hluti af því verkefni.“ Í kærunni til Fjölmiðlanefndar óskaði Magnús eftir því að gerð yrði húsleit hjá RÚV. Hann segir málið nú hins vegar fyrir bí. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús. Þótt Magnús telji þetta mál úr sögunni segir hann fleiri mál sem tengist RÚV til skoðunar hjá eftirlitsaðilum. Nefnir hann að samkeppnisrekstur RÚV sé ekki í sérstökum félögum eins og lög bjóði og að til skoðunar sé hvernig var staðið að auglýsingasölu fyrir HM í fótbolta. „Það eru ekki til staðar þessir Kínamúrar sem Rakel Þorbergsdóttir [fréttastjóri RÚV] vísar í. Þeir eru ímyndaðir.“ Þess ber að geta að á ruv.is var í fyrrakvöld haft eftir Rakel Þorbergsdóttur að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45