Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. október 2018 07:15 Jóhannes Rúnarsson er framkvæmdastjóri Strætó. Fréttablaðið/Stefán Strætó hefur ráðið sumarafleysingafólk í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju síðustu þrjú sumur en ekki einungis nýliðið sumar eins og segir í yfirlýsingu fyrirtækisins til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni er því hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna Strætó eins og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur haldið fram. Í minnisblaði Strætó dagsettu 26. febrúar 2016 segir að illa hafi gengið að ráða í sumarafleysingar. Ástæðurnar sem sagðar eru vera fyrir þeim erfiðleikum eru skortur á bílstjórum með meirapróf á Íslandi og neikvæð fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Vegna sívaxandi yfirvinnu starfsmanna og riðlunar sumarleyfa vegna manneklu hafi það ráð verið tekið að leita til starfsmannaþjónustunnar Elju um ráðningar til sumarafleysinga. Starfsmennirnir fóru á launaskrá hjá Strætó en Elja sá þeim fyrir húsnæði og var leiga fyrir það dregin af launum þeirra. „Jú, við höfum gert þetta frá 2016 en málið er fyrst og fremst að koma upp núna og við ákváðum að vera ekkert að fara aftur í tíma, enda stærðargráðan allt önnur nú en þá,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir að um hafi verið að ræða fjóra til fimm starfsmenn fyrstu sumrin en þörfin hafi verið mun meiri síðastliðið sumar. Aðspurður segir Jóhannes Strætó hafa tekið út það húsnæði sem starfsmennirnir fengu hjá Elju. Um hafi verið að ræða hefðbundið íbúðarhúsnæði. „Þetta eru ekki neinir kústaskápar eins og maður hefur heyrt talað um.“ Hann segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að draga kostnað þriðja aðila af launum viðkomandi og muni það ekki verða gert aftur. Þá eigi eftir að skoða vandlega hvort þessi leið verði yfirhöfuð farin aftur í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Strætó Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Strætó hefur ráðið sumarafleysingafólk í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju síðustu þrjú sumur en ekki einungis nýliðið sumar eins og segir í yfirlýsingu fyrirtækisins til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni er því hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna Strætó eins og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur haldið fram. Í minnisblaði Strætó dagsettu 26. febrúar 2016 segir að illa hafi gengið að ráða í sumarafleysingar. Ástæðurnar sem sagðar eru vera fyrir þeim erfiðleikum eru skortur á bílstjórum með meirapróf á Íslandi og neikvæð fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Vegna sívaxandi yfirvinnu starfsmanna og riðlunar sumarleyfa vegna manneklu hafi það ráð verið tekið að leita til starfsmannaþjónustunnar Elju um ráðningar til sumarafleysinga. Starfsmennirnir fóru á launaskrá hjá Strætó en Elja sá þeim fyrir húsnæði og var leiga fyrir það dregin af launum þeirra. „Jú, við höfum gert þetta frá 2016 en málið er fyrst og fremst að koma upp núna og við ákváðum að vera ekkert að fara aftur í tíma, enda stærðargráðan allt önnur nú en þá,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir að um hafi verið að ræða fjóra til fimm starfsmenn fyrstu sumrin en þörfin hafi verið mun meiri síðastliðið sumar. Aðspurður segir Jóhannes Strætó hafa tekið út það húsnæði sem starfsmennirnir fengu hjá Elju. Um hafi verið að ræða hefðbundið íbúðarhúsnæði. „Þetta eru ekki neinir kústaskápar eins og maður hefur heyrt talað um.“ Hann segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að draga kostnað þriðja aðila af launum viðkomandi og muni það ekki verða gert aftur. Þá eigi eftir að skoða vandlega hvort þessi leið verði yfirhöfuð farin aftur í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Strætó Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira