Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. október 2018 07:15 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kynntu kröfugerð SGS á miðvikudaginn. Verði af samfloti við VR myndi það ná til um 100 þúsund félagsmanna. Fréttablaðið/Ernir „Miðað við kröfugerð Starfsgreinasambandsins finnst mér líkurnar á samfloti hafa aukist til mikilla muna. Ég sé mikinn samhljóm milli okkar og ekki nein efnisleg atriði sem við myndum setja okkur upp á móti,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Stjórn VR hefur samþykkt kröfugerð félagsins en hún var í gær kynnt fyrir fulltrúum VR á þingi ASÍ sem fram fer eftir um tvær vikur. Ragnar Þór hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta ASÍ á þinginu. „Ég vonast til að þingið marki tímamót og það verði dregið strik í sandinn varðandi þau átök sem verið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig getum við einbeitt okkur að því að fara að vinna saman.“ Kröfugerð VR verður lögð fram til formlegrar samþykktar hjá trúnaðarráði félagsins næstkomandi mánudagskvöld. „Það hafa aldrei jafn margir komið að kröfugerð félagsins. Um 3.700 félagsmenn svöruðu könnun og svo var um 120 manna hópur í baklandinu sem vann úr þeim niðurstöðum.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, segir samflot með VR algjört lykilatriði til þess að árangur náist í komandi kjaraviðræðum. „Ég er ánægð með að við náðum að móta svona kröftuga kröfugerð og leyfi mér að vera bjartsýn á framhaldið því þetta eru eðlilegar og sanngjarnar kröfur. Félagsmenn hafa lýst yfir mikilli gleði og ánægju með kröfugerðina.“ Hún segir að samninganefnd SGS muni hitta Samtök atvinnulífsins í næstu viku til að kynna þeim kröfugerðina. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að sér sýnist kröfugerð SGS ekki taka mið af þeim launahækkunum sem orðið hafa á síðustu árum. „Það eyðist sem af er tekið. Laun hafa hækkað um 30 prósent og lægstu laun um 40 prósent á gildistíma núverandi samnings. Þetta hefur skilað sér í 25 prósenta aukningu kaupmáttar.“ Geta fyrirtækja til að standa undir launahækkunum sé nú minni en hún var þegar síðasti kjarasamningur var gerður. „Kröfugerðir verða að taka mið af efnahagslegum raunveruleika. Það gerir kröfugerð SGS ekki.“ Halldór bendir þó á að ýmislegt fleira sé að finna í kröfugerðinni. „Það eru fjölmargir fletir á þessu sem við munum ræða. Ég hef nefnt húsnæðismarkaðinn en einnig styttingu heildarvinnutíma og aukinn sveigjanleika. Það er jákvætt að bæði SA og SGS leggi áherslu á þessi mál. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að bæta lífskjör Íslendinga. Um það snýst verkefnið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
„Miðað við kröfugerð Starfsgreinasambandsins finnst mér líkurnar á samfloti hafa aukist til mikilla muna. Ég sé mikinn samhljóm milli okkar og ekki nein efnisleg atriði sem við myndum setja okkur upp á móti,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Stjórn VR hefur samþykkt kröfugerð félagsins en hún var í gær kynnt fyrir fulltrúum VR á þingi ASÍ sem fram fer eftir um tvær vikur. Ragnar Þór hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta ASÍ á þinginu. „Ég vonast til að þingið marki tímamót og það verði dregið strik í sandinn varðandi þau átök sem verið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig getum við einbeitt okkur að því að fara að vinna saman.“ Kröfugerð VR verður lögð fram til formlegrar samþykktar hjá trúnaðarráði félagsins næstkomandi mánudagskvöld. „Það hafa aldrei jafn margir komið að kröfugerð félagsins. Um 3.700 félagsmenn svöruðu könnun og svo var um 120 manna hópur í baklandinu sem vann úr þeim niðurstöðum.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, segir samflot með VR algjört lykilatriði til þess að árangur náist í komandi kjaraviðræðum. „Ég er ánægð með að við náðum að móta svona kröftuga kröfugerð og leyfi mér að vera bjartsýn á framhaldið því þetta eru eðlilegar og sanngjarnar kröfur. Félagsmenn hafa lýst yfir mikilli gleði og ánægju með kröfugerðina.“ Hún segir að samninganefnd SGS muni hitta Samtök atvinnulífsins í næstu viku til að kynna þeim kröfugerðina. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að sér sýnist kröfugerð SGS ekki taka mið af þeim launahækkunum sem orðið hafa á síðustu árum. „Það eyðist sem af er tekið. Laun hafa hækkað um 30 prósent og lægstu laun um 40 prósent á gildistíma núverandi samnings. Þetta hefur skilað sér í 25 prósenta aukningu kaupmáttar.“ Geta fyrirtækja til að standa undir launahækkunum sé nú minni en hún var þegar síðasti kjarasamningur var gerður. „Kröfugerðir verða að taka mið af efnahagslegum raunveruleika. Það gerir kröfugerð SGS ekki.“ Halldór bendir þó á að ýmislegt fleira sé að finna í kröfugerðinni. „Það eru fjölmargir fletir á þessu sem við munum ræða. Ég hef nefnt húsnæðismarkaðinn en einnig styttingu heildarvinnutíma og aukinn sveigjanleika. Það er jákvætt að bæði SA og SGS leggi áherslu á þessi mál. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að bæta lífskjör Íslendinga. Um það snýst verkefnið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira