Íslendingar gerðu 2-2 jafntefli við heimsmeistara Frakklands ytra á fimmtudag sem voru kærkomin úrslit eftir tvö slæm töp í Þjóðadeildinni í september, fyrstu leikjum Erik Hamren sem landsliðsþjálfara.
Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir Ísland upp á að enda í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í riðla undankeppni EM 2020. Hamrén lítur einnig á þennan leik sem mikilvægan hlekk í þeirri undankeppni.
Leikurinn á morgun fer fram klukkan 18.45 og hefst upphitun á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Upptöku af fundinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.