Barnabækur veita skjól og byggja brýr Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2018 20:00 Úti í Mýri er mjög fjölbreytt partí, segir Kristín Helga. Fréttablaðið/Eyþór Margt áhugavert er í boði fyrir bókelsk börn og aðra áhugasama um ungmennabækur á barnabókahátíðinni Úti í Mýri sem stendur yfir í Norræna húsinu. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur leggur sitt til málanna. „Ég er að dandalast úti á götu í litlu þorpi í Frakklandi,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur þegar hún svarar símanum á miðjum miðvikudegi. En … ætlarðu samt ekki að að taka þátt í hátíðinni Úti í Mýri í Norræna húsinu um helgina? „Jú, ég flýg heim í fyrramálið og lendi hlaupandi. Veistu, þetta símtal bjargar mér frá mistökum, ég var að kíkja hérna í búð, þetta var algerlega það sem ég þurfti. Hvað ertu að spekúlera?“ Mig langar að vita hvað þú ætlar að boða á barnabókmenntahátíðinni. „Já, Úti í Mýri er mjög fjölbreytt partí. Ég held að mín aðkoma að því snúist aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, hlýnun jarðar og flóttafólkið sem er að flýja styrjaldir,“ segir Kristín Helga. Hún kveðst taka þátt í þremur dagskrárliðum. Sá fyrsti verður rétt fyrir hádegi á föstudag og hverfist um náttúruna hér í norðrinu og vistrýni í barnabókmenntum. „Það verður pallborð þar sem Margrét Tryggvadóttir stýrir umræðum og Dagný Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Ásberg, Hjörleifur Hjartarson og ég munum ræða um hvort samfélagsmál, sem brenna á umhverfinu hverju sinni, eigi erindi í barnabókmenntir. Svarið við því er auðvitað já og ég held að við höldum áfram þaðan. Það er spennandi.“Mín aðkoma snýst aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, segir Kristín Helga.Fréttablaðið/EyþórAnnað giggið hennar Kristínar Helgu verður með rit-og myndhöfundinum Marit Törnqvist sem segir frá störfum sínum með flóttabörnum. „Við ræðum svolítið um pólitík í barnabókmenntum, hvað má og hvað má ekki. Hvernig barnabækur geta veitt skjól og byggt brýr milli ólíkra menningarheima. Á laugardaginn verðum við Áslaug Jónsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður saman og tölum um bækurnar okkar sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Skrímsli í vanda og Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels. Sú síðarnefnda er kannski sú bók mín sem er hvað næst mér en samt lengst frá mér. Hún á svo mikið erindi við samtímann og ég vil að hún sé lesin í menntaskólum og grunnskólum landsins, málstaðarins vegna og til að skapa umræður.“ Þú verður sem sagt ekkert á léttu nótunum að þessu sinni. „Nei, það verður engin Fía Sól með mér í för. En hún spriklar í prentsmiðjunni núna og ég hlakka mjög til að hitta hana aftur. Það er glæný bók að gubbast út úr vélunum í Þýskalandi, hún heitir sko Fía Sól gefst aldrei upp, það er bara stelpustyrkur alla leið – og stráka. Hún er reyndar að glíma við stóru málin líka en á sinni línu og á sinn hátt.“ Jæja, nú ætla ég ekki að eyðileggja frekar fyrir þér Frakklandsferðina. „Blessuð góða, ég er að ráfa hér um í rigningu að leita að bar. Þetta er nauðaómerkilegt ferðalag.“ Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Margt áhugavert er í boði fyrir bókelsk börn og aðra áhugasama um ungmennabækur á barnabókahátíðinni Úti í Mýri sem stendur yfir í Norræna húsinu. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur leggur sitt til málanna. „Ég er að dandalast úti á götu í litlu þorpi í Frakklandi,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur þegar hún svarar símanum á miðjum miðvikudegi. En … ætlarðu samt ekki að að taka þátt í hátíðinni Úti í Mýri í Norræna húsinu um helgina? „Jú, ég flýg heim í fyrramálið og lendi hlaupandi. Veistu, þetta símtal bjargar mér frá mistökum, ég var að kíkja hérna í búð, þetta var algerlega það sem ég þurfti. Hvað ertu að spekúlera?“ Mig langar að vita hvað þú ætlar að boða á barnabókmenntahátíðinni. „Já, Úti í Mýri er mjög fjölbreytt partí. Ég held að mín aðkoma að því snúist aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, hlýnun jarðar og flóttafólkið sem er að flýja styrjaldir,“ segir Kristín Helga. Hún kveðst taka þátt í þremur dagskrárliðum. Sá fyrsti verður rétt fyrir hádegi á föstudag og hverfist um náttúruna hér í norðrinu og vistrýni í barnabókmenntum. „Það verður pallborð þar sem Margrét Tryggvadóttir stýrir umræðum og Dagný Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Ásberg, Hjörleifur Hjartarson og ég munum ræða um hvort samfélagsmál, sem brenna á umhverfinu hverju sinni, eigi erindi í barnabókmenntir. Svarið við því er auðvitað já og ég held að við höldum áfram þaðan. Það er spennandi.“Mín aðkoma snýst aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, segir Kristín Helga.Fréttablaðið/EyþórAnnað giggið hennar Kristínar Helgu verður með rit-og myndhöfundinum Marit Törnqvist sem segir frá störfum sínum með flóttabörnum. „Við ræðum svolítið um pólitík í barnabókmenntum, hvað má og hvað má ekki. Hvernig barnabækur geta veitt skjól og byggt brýr milli ólíkra menningarheima. Á laugardaginn verðum við Áslaug Jónsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður saman og tölum um bækurnar okkar sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Skrímsli í vanda og Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels. Sú síðarnefnda er kannski sú bók mín sem er hvað næst mér en samt lengst frá mér. Hún á svo mikið erindi við samtímann og ég vil að hún sé lesin í menntaskólum og grunnskólum landsins, málstaðarins vegna og til að skapa umræður.“ Þú verður sem sagt ekkert á léttu nótunum að þessu sinni. „Nei, það verður engin Fía Sól með mér í för. En hún spriklar í prentsmiðjunni núna og ég hlakka mjög til að hitta hana aftur. Það er glæný bók að gubbast út úr vélunum í Þýskalandi, hún heitir sko Fía Sól gefst aldrei upp, það er bara stelpustyrkur alla leið – og stráka. Hún er reyndar að glíma við stóru málin líka en á sinni línu og á sinn hátt.“ Jæja, nú ætla ég ekki að eyðileggja frekar fyrir þér Frakklandsferðina. „Blessuð góða, ég er að ráfa hér um í rigningu að leita að bar. Þetta er nauðaómerkilegt ferðalag.“
Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira