Forsætisráðherra segir stjórnvöld vilja greiða fyrir kjarasamningum Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 19:30 Forsætisráðherra segir stjórnvöld viljug til að greiða fyrir kjarasamningum með aðgerðum sem auki félagslegan stöðugleika. Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. Í kröfugerð nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á miðvikudag er margt sem snýr beint að stjórnvöldum, meðal annars varðandi skatta, húsnæðismál, almannatryggingar og bætur. Komandi kjarasamningar eru að sjálfsögðu á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Það fer hins vegar enginn í grafgötur með að erfitt verður að semja án aðkomu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnir á að kröfur fleiri verkalýðsfélaga eigi eftir að koma fram. „Ég hef að sjálfsögðu kynnt mér þessa kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Hluti hennar eins og þú segir réttilega snýr að stjórnvöldum og margt rímar í raun og veru við það sem stjórnvöld eru þegar að gera,“ segir Katrín. Til að mynda standi yfir endurskoðun á tekjuskattskerfinu. En Starfsgreinasambandið krefst þess meðal annaras að persónuafsláttur verði þrepaskiptur þannig að lægstu laun verði skattfrjáls. „Við sjáum fyrstu merki þeirra breytinga núna í kring um fjárlagafrumvarpið. Þar sem við erum auðvitað að leggja til stórauknar barnabætur handa tekjulægri barnafjölskyldum og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu,“ segir forsætisráðherra. Þá séu kröfur um aukinn stuðning við húsnæðismál þeirra lægst launuðu í samræmi við nýlega skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld. Lög um aðkomu ríkisins að uppbyggingu almennra íbúða óhagnaðardrifinna leigufélaga í samstarfi við verkalýðshreyfinguna séu nýbyrjuð að virka. „Þannig að ég vonast nú til að þessi umgjörð muni halda áfram að vaxa og dafna á okkar húsnæðismarkaði. Það er auðvitað frumskylda að sjá til þess að fólk hafi hér þak yfir höfuðið.“ Þá vinni ríkisstjórnin að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Svo tala þau um umgjörð vinnumarkaðarins. Þá er ég að vísa til þess sem hefur verið sérstaklega í umræðunni. Starfsmannaleigur og lagaumgjörð þeirra, mansalsmál, félagsleg undirboð. Félagsmálaráðherra hefur sett af stað hóp sem er að fara yfir þessi mál í heildstætt,“ segir forsætisráðherra. Það sé hins vegar samtaka launafólks og atvinnulífsins að gera kjarasamninga. „En við höfum ítrekað líst fyrir vilja okkar til að greiða fyrir þeim með aðgerðum sem auka félagslegan stöðugleika. Höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða. Þannig að ég vona auðvitað að það muni skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30 Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Forsætisráðherra segir stjórnvöld viljug til að greiða fyrir kjarasamningum með aðgerðum sem auki félagslegan stöðugleika. Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. Í kröfugerð nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á miðvikudag er margt sem snýr beint að stjórnvöldum, meðal annars varðandi skatta, húsnæðismál, almannatryggingar og bætur. Komandi kjarasamningar eru að sjálfsögðu á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Það fer hins vegar enginn í grafgötur með að erfitt verður að semja án aðkomu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnir á að kröfur fleiri verkalýðsfélaga eigi eftir að koma fram. „Ég hef að sjálfsögðu kynnt mér þessa kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Hluti hennar eins og þú segir réttilega snýr að stjórnvöldum og margt rímar í raun og veru við það sem stjórnvöld eru þegar að gera,“ segir Katrín. Til að mynda standi yfir endurskoðun á tekjuskattskerfinu. En Starfsgreinasambandið krefst þess meðal annaras að persónuafsláttur verði þrepaskiptur þannig að lægstu laun verði skattfrjáls. „Við sjáum fyrstu merki þeirra breytinga núna í kring um fjárlagafrumvarpið. Þar sem við erum auðvitað að leggja til stórauknar barnabætur handa tekjulægri barnafjölskyldum og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu,“ segir forsætisráðherra. Þá séu kröfur um aukinn stuðning við húsnæðismál þeirra lægst launuðu í samræmi við nýlega skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld. Lög um aðkomu ríkisins að uppbyggingu almennra íbúða óhagnaðardrifinna leigufélaga í samstarfi við verkalýðshreyfinguna séu nýbyrjuð að virka. „Þannig að ég vonast nú til að þessi umgjörð muni halda áfram að vaxa og dafna á okkar húsnæðismarkaði. Það er auðvitað frumskylda að sjá til þess að fólk hafi hér þak yfir höfuðið.“ Þá vinni ríkisstjórnin að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Svo tala þau um umgjörð vinnumarkaðarins. Þá er ég að vísa til þess sem hefur verið sérstaklega í umræðunni. Starfsmannaleigur og lagaumgjörð þeirra, mansalsmál, félagsleg undirboð. Félagsmálaráðherra hefur sett af stað hóp sem er að fara yfir þessi mál í heildstætt,“ segir forsætisráðherra. Það sé hins vegar samtaka launafólks og atvinnulífsins að gera kjarasamninga. „En við höfum ítrekað líst fyrir vilja okkar til að greiða fyrir þeim með aðgerðum sem auka félagslegan stöðugleika. Höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða. Þannig að ég vona auðvitað að það muni skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30 Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30
Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15