Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2018 07:15 Enginn starfar hjá Strætó í dag fyrir milligöngu Elju en nokkrir hafa verið fastráðnir sem komu þaðan. Fréttablaðið/Stefán Í yfirlýsingu Strætó sem send var fjölmiðlum í fyrradag um bílstjóra sem ráðnir hafa verið í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju kemur fram að þeir hafi haft húsaleigusamning við Elju en leigan hafi verið dregin af launum þeirra hjá Strætó. Í svari Strætó við fyrirspurn Samtaka leigjenda frá árinu 2016 er hins vegar fullyrt að Strætó komi ekki með neinum hætti að innheimtu leigugreiðslna. „Strætó kemur ekki með neinum hætti að leigu, leigusamningum eða leigukostnaði viðkomandi starfsmanna né dregur leigukostnað frá launum þeirra. Þeir sjá um þær greiðslur algjörlega sjálfir til viðkomandi eigenda,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn frá Samtökum leigjenda. „Á þessum tíma var mikill skortur á leiguhúsnæði og við vorum að forvitnast um hvernig þessir starfsmenn myndu búa, en það var töluvert um að verkafólk héldi til í iðnaðarhúsnæði vegna húsnæðisskorts,“ segir Jóhann Már Sigurbjörnsson, fyrrverandi formaður Samtaka leigjenda. Í svari Strætó kemur fram að starfsmennirnir komi til starfa hjá Strætó í gegnum ráðningarþjónustuna Elju, sem útvegi þeim leiguhúsnæði. Um sé að ræða íbúðarhúsnæði í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu og muni starfsmennirnir búa saman í íbúðum. Þeir eigi kost á að velja annaðhvort einstaklingsherbergi eða tveggja manna herbergi. Leiguverð á mánuði sé 45-60 þúsund krónur eftir því hvort þeir velja að vera einir eða tveir saman í herbergi. „Á þeim tímapunkti þegar ég svaraði þessum pósti frá Leigjendasamtökunum, þá lá í rauninni ekki fyrir neitt samkomulag um að við myndum draga húsaleigu af starfsmönnunum og þess vegna svaraði ég þessu með þessum hætti,“ segir Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó. Hún segir að langan tíma hafi tekið að fá öll nauðsynleg gögn að utan, skilríki, ökuréttindi og þess háttar og umræða um húsnæðismálin hafi setið á hakanum. „Það var ekki fyrr en seinna í maí sem þetta kom til umræðu og rætt hvort við séum tilbúin til að draga leiguna af launum, ég samþykki það en gegn því að það liggi fyrir samþykki allra starfsmannanna.“ Samþykki hafi svo komið frá þeim öllum og Strætó í kjölfarið samþykkt tillögu Elju um hvernig þetta yrði gert. Sigríður segir þetta samkomulag þannig ekki hafa legið fyrir fyrr en eftir að hún svaraði póstinum frá Samtökum leigjenda. Málefni Strætó og starfsmannaþjónustunnar komust í hámæli eftir að Sanna Magdalena Mörtudóttir birti langa færslu á Facebook um meinta bága stöðu erlendra starfsmanna Strætó. Í kjölfarið birti Strætó fyrrnefnda yfirlýsingu þar sem því er hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna fyrirtækisins. Í yfirlýsingunni segir að fyrirtækið hafi leitað til Elju haustið 2017 vegna aukinnar starfsmannaþarfar í kjölfar breytinga og bættrar þjónustu hjá Strætó. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, leitaði Strætó hins vegar fyrst til Elju vorið 2016 og hefur mannað sumarafleysingar með aðstoð Elju þrjú undanfarin sumur en ekki einungis sumarið 2018 eins og skilja mátti á yfirlýsingu Strætó. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17 Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Í yfirlýsingu Strætó sem send var fjölmiðlum í fyrradag um bílstjóra sem ráðnir hafa verið í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju kemur fram að þeir hafi haft húsaleigusamning við Elju en leigan hafi verið dregin af launum þeirra hjá Strætó. Í svari Strætó við fyrirspurn Samtaka leigjenda frá árinu 2016 er hins vegar fullyrt að Strætó komi ekki með neinum hætti að innheimtu leigugreiðslna. „Strætó kemur ekki með neinum hætti að leigu, leigusamningum eða leigukostnaði viðkomandi starfsmanna né dregur leigukostnað frá launum þeirra. Þeir sjá um þær greiðslur algjörlega sjálfir til viðkomandi eigenda,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn frá Samtökum leigjenda. „Á þessum tíma var mikill skortur á leiguhúsnæði og við vorum að forvitnast um hvernig þessir starfsmenn myndu búa, en það var töluvert um að verkafólk héldi til í iðnaðarhúsnæði vegna húsnæðisskorts,“ segir Jóhann Már Sigurbjörnsson, fyrrverandi formaður Samtaka leigjenda. Í svari Strætó kemur fram að starfsmennirnir komi til starfa hjá Strætó í gegnum ráðningarþjónustuna Elju, sem útvegi þeim leiguhúsnæði. Um sé að ræða íbúðarhúsnæði í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu og muni starfsmennirnir búa saman í íbúðum. Þeir eigi kost á að velja annaðhvort einstaklingsherbergi eða tveggja manna herbergi. Leiguverð á mánuði sé 45-60 þúsund krónur eftir því hvort þeir velja að vera einir eða tveir saman í herbergi. „Á þeim tímapunkti þegar ég svaraði þessum pósti frá Leigjendasamtökunum, þá lá í rauninni ekki fyrir neitt samkomulag um að við myndum draga húsaleigu af starfsmönnunum og þess vegna svaraði ég þessu með þessum hætti,“ segir Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó. Hún segir að langan tíma hafi tekið að fá öll nauðsynleg gögn að utan, skilríki, ökuréttindi og þess háttar og umræða um húsnæðismálin hafi setið á hakanum. „Það var ekki fyrr en seinna í maí sem þetta kom til umræðu og rætt hvort við séum tilbúin til að draga leiguna af launum, ég samþykki það en gegn því að það liggi fyrir samþykki allra starfsmannanna.“ Samþykki hafi svo komið frá þeim öllum og Strætó í kjölfarið samþykkt tillögu Elju um hvernig þetta yrði gert. Sigríður segir þetta samkomulag þannig ekki hafa legið fyrir fyrr en eftir að hún svaraði póstinum frá Samtökum leigjenda. Málefni Strætó og starfsmannaþjónustunnar komust í hámæli eftir að Sanna Magdalena Mörtudóttir birti langa færslu á Facebook um meinta bága stöðu erlendra starfsmanna Strætó. Í kjölfarið birti Strætó fyrrnefnda yfirlýsingu þar sem því er hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna fyrirtækisins. Í yfirlýsingunni segir að fyrirtækið hafi leitað til Elju haustið 2017 vegna aukinnar starfsmannaþarfar í kjölfar breytinga og bættrar þjónustu hjá Strætó. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, leitaði Strætó hins vegar fyrst til Elju vorið 2016 og hefur mannað sumarafleysingar með aðstoð Elju þrjú undanfarin sumur en ekki einungis sumarið 2018 eins og skilja mátti á yfirlýsingu Strætó.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17 Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17
Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15