Hlutverkaskipti Óttar Guðmundsson skrifar 13. október 2018 08:00 Um aldir voru lífskjör í hinni dönsku nýlendu, Íslandi með þeim lökustu í Evrópu. Verslunareinokun var ríkjandi, efnahagsleg stöðnun og úrræðaleysið algjört. Alþýðan var þrautpínd, yfirvöld ströng og mönnum refsað grimmilega fyrir minnstu yfirsjónir. Ungbarnadauði var ávallt einn hinn hæsti í Evrópu og þjóðinni fjölgaði lítið sem ekkert um aldir. Náttúran var óblíð, vetur harðir og almættið sendi þjóðinni nokkur eldgos af einskærri gamansemi. Danir sem hingað komu lýstu yfir fyrirlitningu sinni á sóðaskap og annarri niðurlægingu þjóðarinnar. Íslendingar í Kaupmannahöfn urðu iðulega fyrir aðkasti reiðra Dana sem töldu þá afætur á samfélaginu. Smám saman risu Íslendingar úr öskustónni og lífskjörin snarbötnuðu. Það fer vel á því að Íslendingar skuli með aukinni velsæld hafa skipt um hlutverk á leiksviði lífsins. Mikil efnahagsleg uppsveifla hefur skolað hingað erlendu verkafólki sem byggir hús, rekur hótel og afgreiðir í Kostkó. Í nýlegum sjónvarpsþáttum voru raktar dapurlegar reynslusögur nokkurra verkamanna sem báru innlendum yfirmönnum sínum og leigusölum illa söguna. Sagt var að menn kappkostuðu að sýna fólki hvar það ætti heima í þjóðfélagsstiganum. Erlent vinnuafl verðskuldaði ekki sömu kjör og innfæddir og gæti gert sér að góðu gömlu baðstofustemminguna þegar mikill fjöldi kúldraðist í kulda og trekki. Afkomendur þrautpíndrar íslenskrar alþýðu hafa nú haft hlutverkaskipti við fyrrum húsbændur sína. Þetta sýnir vel sveigjanleika, kraft og dug þjóðarinnar sem hefur tekist að kasta á ruslahauga sögunnar sögulegu hlutverki sínu en tekið upp siði og framkomu nýlenduherra. Hér rætast spádómar helgrar bókar að hinir síðustu skuli verða fyrstir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Um aldir voru lífskjör í hinni dönsku nýlendu, Íslandi með þeim lökustu í Evrópu. Verslunareinokun var ríkjandi, efnahagsleg stöðnun og úrræðaleysið algjört. Alþýðan var þrautpínd, yfirvöld ströng og mönnum refsað grimmilega fyrir minnstu yfirsjónir. Ungbarnadauði var ávallt einn hinn hæsti í Evrópu og þjóðinni fjölgaði lítið sem ekkert um aldir. Náttúran var óblíð, vetur harðir og almættið sendi þjóðinni nokkur eldgos af einskærri gamansemi. Danir sem hingað komu lýstu yfir fyrirlitningu sinni á sóðaskap og annarri niðurlægingu þjóðarinnar. Íslendingar í Kaupmannahöfn urðu iðulega fyrir aðkasti reiðra Dana sem töldu þá afætur á samfélaginu. Smám saman risu Íslendingar úr öskustónni og lífskjörin snarbötnuðu. Það fer vel á því að Íslendingar skuli með aukinni velsæld hafa skipt um hlutverk á leiksviði lífsins. Mikil efnahagsleg uppsveifla hefur skolað hingað erlendu verkafólki sem byggir hús, rekur hótel og afgreiðir í Kostkó. Í nýlegum sjónvarpsþáttum voru raktar dapurlegar reynslusögur nokkurra verkamanna sem báru innlendum yfirmönnum sínum og leigusölum illa söguna. Sagt var að menn kappkostuðu að sýna fólki hvar það ætti heima í þjóðfélagsstiganum. Erlent vinnuafl verðskuldaði ekki sömu kjör og innfæddir og gæti gert sér að góðu gömlu baðstofustemminguna þegar mikill fjöldi kúldraðist í kulda og trekki. Afkomendur þrautpíndrar íslenskrar alþýðu hafa nú haft hlutverkaskipti við fyrrum húsbændur sína. Þetta sýnir vel sveigjanleika, kraft og dug þjóðarinnar sem hefur tekist að kasta á ruslahauga sögunnar sögulegu hlutverki sínu en tekið upp siði og framkomu nýlenduherra. Hér rætast spádómar helgrar bókar að hinir síðustu skuli verða fyrstir.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun