Alfreð: Sendum yfirlýsingu með frammistöðunni í Frakklandi Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2018 19:36 Alfreð Finnbogason fagnar marki. Vísir/Getty „Við þurfum að hefna fyrir ófarirnar gegn Svisslendingum og vinna þá á Laugardalsvelli," segir Alfreð Finnabogason í viðtali við Arnar Björnsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Það er hugur í okkar mönnum fyrir leikinn á mánudaginn. Hvernig er hugarfarið að fara inn í þennan leik eftir flott jafntefli við Frakka? „Ég held að það sé mjög gott og hefndarhugur í okkur eftir útreiðina í Sviss að koma til baka. Við sendum yfirlýsingu með frammistöðunni og úrslitunum í Frakklandi. Auðvitað hefðum við viljað vinna þann leik en það fór sem fór og það er virkilega spennandi að það er keppnisleikur á mánudag en ekki æfingaleikur. Við þurfum að mæta með sama hugarfar og sömu frammistöðu og í Frakklandi, þá hef ég ekki áhyggjur. Alfreð er ánægður með Erik Hamrén. „Við höfum haft lítinn tíma, þetta hefur verið mikið af upplýsingum að taka inn á skömmum tíma. Hann var ekki í sérstakri stöðu að taka við og hafa svona lítinn tíma fyrir fyrsta leik og svo núna. Við höfum haft 2-3 æfingar á vellinum og svo fundi á milli og höfum reynt að nýta það sem best." "Fyrir Frakkaleikinn þá fórum við aðallega í varnarleikinn en minna í sóknarleik. Ég held að þetta verði betra þegar hans hugmyndir fara að sjást betur á okkar leik.“ Af hverju er svona rosalegur munur á liðinu á milli þessara leikja „Það eru margar skýringar á því. Hann er að kynnast leikmönnum og þjálfarateymið líka, hvaða týpur virka saman. Það var verið að prófa nýja hluti og nýja leikmann, þó að við tölum allir íslensku þá tekur það tíma.“ „Því miður hittum við á slæman leik í Sviss en það er engin skömm að tapa fyrir Belgíu hvort sem það er á heima- eða útivelli. Nú erum við komnir með kjarnann til baka og það þarf ekkert mikið að stilla saman strengi þegar við spilum saman.“ Verður það höfuðverkur fyrir þjálfarann að velja þá ellefu sem byrja gegn Sviss? „Það eru margir sem gera sterkt tilkall í liðið eftir síðasta leik. Það er gaman að sjá leikmenn sem hafa kannski beðið lengi eftir að spila koma og nýta sín tækifæri á móti bestu leikmönnum heims. Það er fullt af leikmönnum sem gera tilkall í fyrstu ellefu,“ sagði Alfreð að lokum. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Við þurfum að hefna fyrir ófarirnar gegn Svisslendingum og vinna þá á Laugardalsvelli," segir Alfreð Finnabogason í viðtali við Arnar Björnsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Það er hugur í okkar mönnum fyrir leikinn á mánudaginn. Hvernig er hugarfarið að fara inn í þennan leik eftir flott jafntefli við Frakka? „Ég held að það sé mjög gott og hefndarhugur í okkur eftir útreiðina í Sviss að koma til baka. Við sendum yfirlýsingu með frammistöðunni og úrslitunum í Frakklandi. Auðvitað hefðum við viljað vinna þann leik en það fór sem fór og það er virkilega spennandi að það er keppnisleikur á mánudag en ekki æfingaleikur. Við þurfum að mæta með sama hugarfar og sömu frammistöðu og í Frakklandi, þá hef ég ekki áhyggjur. Alfreð er ánægður með Erik Hamrén. „Við höfum haft lítinn tíma, þetta hefur verið mikið af upplýsingum að taka inn á skömmum tíma. Hann var ekki í sérstakri stöðu að taka við og hafa svona lítinn tíma fyrir fyrsta leik og svo núna. Við höfum haft 2-3 æfingar á vellinum og svo fundi á milli og höfum reynt að nýta það sem best." "Fyrir Frakkaleikinn þá fórum við aðallega í varnarleikinn en minna í sóknarleik. Ég held að þetta verði betra þegar hans hugmyndir fara að sjást betur á okkar leik.“ Af hverju er svona rosalegur munur á liðinu á milli þessara leikja „Það eru margar skýringar á því. Hann er að kynnast leikmönnum og þjálfarateymið líka, hvaða týpur virka saman. Það var verið að prófa nýja hluti og nýja leikmann, þó að við tölum allir íslensku þá tekur það tíma.“ „Því miður hittum við á slæman leik í Sviss en það er engin skömm að tapa fyrir Belgíu hvort sem það er á heima- eða útivelli. Nú erum við komnir með kjarnann til baka og það þarf ekkert mikið að stilla saman strengi þegar við spilum saman.“ Verður það höfuðverkur fyrir þjálfarann að velja þá ellefu sem byrja gegn Sviss? „Það eru margir sem gera sterkt tilkall í liðið eftir síðasta leik. Það er gaman að sjá leikmenn sem hafa kannski beðið lengi eftir að spila koma og nýta sín tækifæri á móti bestu leikmönnum heims. Það er fullt af leikmönnum sem gera tilkall í fyrstu ellefu,“ sagði Alfreð að lokum.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira