„Fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig hjálpa til" Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2018 19:51 Frá mótinu í dag Það var hart tekist á í Laugardalshöll í dag á Íslandsmótinu í Jiu-jitsu. Brasilískt Jiu-jitsu er bardagaíþrótt þar sem mest áhersla er lögð á glímu á gólfinu. Markmiðið er að ná yfirburðastöðu gagnvart andstæðingi, fá hann til að gefast upp með lás, hengingu eða einhvers konar taki. "Þetta er næst stærsta mót sem við höfum haldið. Það eru 102 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum en 2014 voru aðeins fleiri, 112," segir Dóra Haraldsdóttir gjaldgeri BJJ-sambandsins í viðtali við Arnar Björnsson. Dóra segir að áhuginn sé alltaf að aukast og þeir bestu séu alltaf að verða betri. "Það eru alltaf einhverjir nýir að bætast við. Við erum að beltaskipta þessu núna af því það eru komin mörg hvít belti og blá belti þannig að við höfum tækifæri til að gera það núna." Hvað er svona skemmtilegt við þessa íþrótt? "Þetta er ákveðin áskorun og skemmtileg líkamleg hreyfing þar sem maður er í snertingu við fólk. Þetta reynir bæði á hausinn á manni og tækni. Þetta er ekki bara styrkur heldur svolítið eins og skák eins og ég segi stundum." Tæplega 20 konur kepptu á mótinu í dag en Dóra segir að fleiri konur séu farnar að æfa íþróttina. "Það eru fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig sem hjálpa til með það. Þetta er svolítið ávanabindandi og það er auðvitað öðruvísi að keppa heldur en að æfa. Það er öðruvísi tilfinning sem fylgir því, smá stress en betri áskorun." Innlendar Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Leik lokið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sjá meira
Það var hart tekist á í Laugardalshöll í dag á Íslandsmótinu í Jiu-jitsu. Brasilískt Jiu-jitsu er bardagaíþrótt þar sem mest áhersla er lögð á glímu á gólfinu. Markmiðið er að ná yfirburðastöðu gagnvart andstæðingi, fá hann til að gefast upp með lás, hengingu eða einhvers konar taki. "Þetta er næst stærsta mót sem við höfum haldið. Það eru 102 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum en 2014 voru aðeins fleiri, 112," segir Dóra Haraldsdóttir gjaldgeri BJJ-sambandsins í viðtali við Arnar Björnsson. Dóra segir að áhuginn sé alltaf að aukast og þeir bestu séu alltaf að verða betri. "Það eru alltaf einhverjir nýir að bætast við. Við erum að beltaskipta þessu núna af því það eru komin mörg hvít belti og blá belti þannig að við höfum tækifæri til að gera það núna." Hvað er svona skemmtilegt við þessa íþrótt? "Þetta er ákveðin áskorun og skemmtileg líkamleg hreyfing þar sem maður er í snertingu við fólk. Þetta reynir bæði á hausinn á manni og tækni. Þetta er ekki bara styrkur heldur svolítið eins og skák eins og ég segi stundum." Tæplega 20 konur kepptu á mótinu í dag en Dóra segir að fleiri konur séu farnar að æfa íþróttina. "Það eru fyrirmyndir eins og Sunna Rannveig sem hjálpa til með það. Þetta er svolítið ávanabindandi og það er auðvitað öðruvísi að keppa heldur en að æfa. Það er öðruvísi tilfinning sem fylgir því, smá stress en betri áskorun."
Innlendar Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Leik lokið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sjá meira