Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 08:58 Spor eftir Opportunity nærri Þrautseigjudal á ryðguðu yfirborði Mars í júní í fyrra. NASA/JPL-Caltech/Cornell/Ríkisháskóli Arizona Stjórnendur könnunarjeppans Opportunity hafa enn ekki gefið upp alla von um að ná aftur sambandi við geimfarið þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá því í fjóra mánuði eftir að tröllaukinn sandstormur gekk yfir reikistjörnuna Mars. Leiðangur Opportunity hefur staðið yfir í fjórtán ár. Talið er að könnunarjeppinn langlífi hafi lagst í dvala í sumar þegar ógurlegur stormur geisaði á yfirborði Mars sem skyggði á allt sólarljós. Jeppinn er knúinn sólarorku. Án hennar getur jeppinn ekki haldið hiturum gangandi sem verja viðkvæm mælitæki fyrir nístandi kuldanum á yfirborði Mars. Síðast spurðist til Opportunity 10. júní. Tíu dögum síðar teygði stomurinn sinn þvert yfir rauðu reikistjörnuna. Storminum slotaði ekki fyrr en seint í júlí þó að sandur og ryk væri enn í lofti næstu vikurnar á eftir. Um miðjan september gerðu stjórnendur leiðangursins ráð fyrir því að loftið væri orðið nógu hreint til að jeppinn gæti hlaðið sólarrafhlöður sínar. Síðan þá hefur sérstakt 45 daga hlustunarverkefni staðið yfir til að fylgjast með hvort að Opportunity kvikni aftur til lífsins. Aðeins þriðjungur þess tíma er nú eftir án þess að nokkuð hafi heyrst frá geimfarinu. Space.com segir að ef ekkert heyrist frekar frá geimfarinu muni bandaríska geimvísindastofnunin NASA endurskoða áform sín um að halda lífi í leiðangrinum. Verkfræðingar og tæknimenn muni þó áfram hlusta eftir merki frá Opportunity, að minnsta kosti út janúar.Vindatímabilið gæti enn komið Opportunity til bjargar Ekki er loku fyrir það skotið að jeppinn vakni aftur af værum blundi. Verkfræðingar NASA telja mögulegt að þrátt fyrir að storminum hafi slotað þá þeki sandur og ryk enn sólarsellur geimfarsins. Ómögulegt sé að segja til um hversu miklum sandi stormurinn hafi ausið yfir jeppann. Sé sú raunin gæti árstíðarbundið vindatímabil enn bjargað Opportunity. Það stendur yfir frá nóvember fram í janúar. Stjórnendur leiðangursins hafa nýtt sér það áður til þess að hreinsa ryk af sólarsellum jeppans með því að leggja honum þannig að vindurinn feyki því burt. „Teymið er enn vongott um að það gæti heyrst í jeppanum á þessu tímabili ef ryk hreinsast af honum,“ sagði NASA í síðustu viku. Opportunity lenti ásamt systurfari sínu Spirit á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ferð sinni áfram til ársins 2010. Opportunity hefur reynst enn langlífari. Það er nú það geimfar sem hefur ferðast lengst á yfirborði annars hnattar, alls um 45 kílómetra. Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Stjórnendur könnunarjeppans Opportunity hafa enn ekki gefið upp alla von um að ná aftur sambandi við geimfarið þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá því í fjóra mánuði eftir að tröllaukinn sandstormur gekk yfir reikistjörnuna Mars. Leiðangur Opportunity hefur staðið yfir í fjórtán ár. Talið er að könnunarjeppinn langlífi hafi lagst í dvala í sumar þegar ógurlegur stormur geisaði á yfirborði Mars sem skyggði á allt sólarljós. Jeppinn er knúinn sólarorku. Án hennar getur jeppinn ekki haldið hiturum gangandi sem verja viðkvæm mælitæki fyrir nístandi kuldanum á yfirborði Mars. Síðast spurðist til Opportunity 10. júní. Tíu dögum síðar teygði stomurinn sinn þvert yfir rauðu reikistjörnuna. Storminum slotaði ekki fyrr en seint í júlí þó að sandur og ryk væri enn í lofti næstu vikurnar á eftir. Um miðjan september gerðu stjórnendur leiðangursins ráð fyrir því að loftið væri orðið nógu hreint til að jeppinn gæti hlaðið sólarrafhlöður sínar. Síðan þá hefur sérstakt 45 daga hlustunarverkefni staðið yfir til að fylgjast með hvort að Opportunity kvikni aftur til lífsins. Aðeins þriðjungur þess tíma er nú eftir án þess að nokkuð hafi heyrst frá geimfarinu. Space.com segir að ef ekkert heyrist frekar frá geimfarinu muni bandaríska geimvísindastofnunin NASA endurskoða áform sín um að halda lífi í leiðangrinum. Verkfræðingar og tæknimenn muni þó áfram hlusta eftir merki frá Opportunity, að minnsta kosti út janúar.Vindatímabilið gæti enn komið Opportunity til bjargar Ekki er loku fyrir það skotið að jeppinn vakni aftur af værum blundi. Verkfræðingar NASA telja mögulegt að þrátt fyrir að storminum hafi slotað þá þeki sandur og ryk enn sólarsellur geimfarsins. Ómögulegt sé að segja til um hversu miklum sandi stormurinn hafi ausið yfir jeppann. Sé sú raunin gæti árstíðarbundið vindatímabil enn bjargað Opportunity. Það stendur yfir frá nóvember fram í janúar. Stjórnendur leiðangursins hafa nýtt sér það áður til þess að hreinsa ryk af sólarsellum jeppans með því að leggja honum þannig að vindurinn feyki því burt. „Teymið er enn vongott um að það gæti heyrst í jeppanum á þessu tímabili ef ryk hreinsast af honum,“ sagði NASA í síðustu viku. Opportunity lenti ásamt systurfari sínu Spirit á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ferð sinni áfram til ársins 2010. Opportunity hefur reynst enn langlífari. Það er nú það geimfar sem hefur ferðast lengst á yfirborði annars hnattar, alls um 45 kílómetra.
Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11
Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52