Emil Hallfreðsson og Guðlaugur Victor Pálsson geta ekki tekið þátt í leik Íslands og Sviss annað kvöld vegna meiðsla.
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, staðfesti þetta á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag.
Guðlaugur Victor meiddist í leiknum við Frakkland á fimmtudag og Emil hefur verið að glíma við meiðsli. Hann gat ekki verið með gegn Frökkum vegna þeirra.
Birkir Már Sævarsson og Rúnar Alex Rúnarsson meiddust báðir líttillega í leiknum við Frakka. Hvorugur æfði með liðinu í gær og verður staðan á þeim tekin á æfingunni í dag.
Samúel Kári Friðjónsson hefur verið kallaður inn úr U21 landsliðinu og mun æfa með liðinu í dag og verður í hópnum á morgun.
Ísland mætir Sviss klukkan 18:45 annað kvöld á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA.
Emil og Guðlaugur Victor ekki með gegn Sviss
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
