Ísland er svo gott sem fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir tvö erfið töp í síðasta landsleikjaglugga. Liðið á þó enn möguleika á að halda sér uppi ef það vinnur Sviss á morgun.
Mikilvægi leiksins liggur þó meira í styrkleikaröðun fyrir næstu undankeppni, fyrir EM 2020. Ef Ísland er eitt af 10 bestu liðum A deildarinnar fer Ísland í efsta styrkleikaflokk og getur þar af leiðandi ekki dregist gegn mörgum sterkum þjóðum. Sigur gegn Sviss gæti farið langt með að tryggja það.
Miðasalan á leikinn hefur verið frekar dræm miðað við síðustu leiki á Laugardalsvelli. Þegar rúmur sólarhringur er til leiks hafa rúmlega 8000 miðar verið seldir á leikinn.
Laugardalsvöllur tekur 9800 manns í sæti svo það eru í kringum 1600-1700 miðar eftir á leikinn. 550 miðar hafa verið seldir til svissneskra stuðningsmanna.
Leikurinn hefst klukkan 18:45 annað kvöld.
Það er leikur á morgun!
Ísland - Sviss
Þjóðadeild UEFA
18:45
Miðasala í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7x#fyririslandhttps://t.co/wSMNjWlXM2pic.twitter.com/c17RMf8tPG
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 14, 2018