Handbolti

Janus Daði markahæstur þegar Álaborg komst áfram

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ómar í landsleik með Íslandi en hann hefur byrjað tímabilið frábærlega í Danmörku.
Ómar í landsleik með Íslandi en hann hefur byrjað tímabilið frábærlega í Danmörku. vísir/getty
Danska liðið Álaborg komst áfram í EHF-bikarnum í handknattleik í dag með sigri á Pfadi Winterthur frá Sviss. Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason leika með liðinu.

Fyrri leikurinn í Danmörku lauk með 31-29 sigri Álaborgar og því þónokkur spenna fyrir leikinn í dag.

Danska liðið leiddi í leikhléi í Sviss í dag,16-14, og tryggði sér síðan nokkuð þægilegan fimm marka sigur þar sem lokatölur voru 29-24.

Janus Daði var markahæstur í liði Álaborgar með 6 mörk en hann er á sínu öðru timabili með félaginu. Ómar Ingi skoraði 4 mörk en hann hefur byrjað tímabilið frábærlega og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum. Hann kom frá nágrannaliðinu í Árósum í sumar.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort Álaborg dregst á móti Selfyssingum sem komust áfram í gær en bæði ÍBV og FH féllu úr leik í dag, ÍBV gegn franska liðinu PAUC og FH gegn Portúgalska liðinu Benfica. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×