Alfreð hefur engin áform um að yfirgefa Augsburg Smári Jökull Jónsson skrifar 14. október 2018 19:33 Alfreð líður vel í Þýskalandi. Vísir „Mér líður mjög vel hjá Augsburg," segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason sem var lengi frá vegna meiðsla. Hann segist hafa skýr markmið og að hann sé ekki á förum frá Þýskalandi. Eftir erfið meiðsli hefur Alfreð Finnbogason komið sterkur til baka í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum. „Ég var mjög hungraður, ég verð að viðurkenna það. Bæði að koma til baka fyrir félagsliðið og landsliðið. Það var erfitt að horfa á landsliðið standa sig illa og maður var því miður bara uppi í sófa," segir Alfreð en Guðjón Guðmundsson ræddi við hann í dag.„Félagsliðið byrjaði ágætlega en ekkert sérstaklega og mig langaði að sanna mig enn og aftur og vonandi er þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skal." Alfreð segir að auðvitað kitli það að reyna fyrir sér í öðru landi en Þýskalandi en það sé ekki á dagskrá. „Ég er búinn að vera hér í tvö og hálft og ég held að það segi sína sögu, að mér líði vel hérna. Maður á aldrei að bera vanvirðingu fyrir því liði eða þeim stað sem maður er á. Maður er hérna af einhverri ástæðu og ég er mjög sáttur, annars væri ég ekki búinn að vera svona lengi hérna. Ég er að spila í einni af bestu deildum heims og er bara mjög rólegur hvað allt það varðar." „Þegar ég er nýkominn til baka úr meiðslum er minn hugur bara að njóta, að njóta þess að vera inni á vellinum þar sem mér líður best. Ef maður gerir það og stendur sig vel þá gerast hlutirnir sjálfkrafa." Alfreð hefur hins vegar skýra sín á framtíðina. "Ég á alveg einhver markmið sem ég á eftir að ná og langar að upplifa á mínum ferli. Þegar ég kom til Augsburg var mitt markmið að festa mig í sessi og þetta er sá klúbbur sem ég hef verið hvað lengst hjá á mínum ferli. "Þetta er góður staður til að vera á, góð deild og flottur staður og ég er vel metinn hjá félaginu. Ég held að það sé ekki hægt að setja neitt verð á að vera í svoleiðis stöðu." Þýski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
„Mér líður mjög vel hjá Augsburg," segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason sem var lengi frá vegna meiðsla. Hann segist hafa skýr markmið og að hann sé ekki á förum frá Þýskalandi. Eftir erfið meiðsli hefur Alfreð Finnbogason komið sterkur til baka í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum. „Ég var mjög hungraður, ég verð að viðurkenna það. Bæði að koma til baka fyrir félagsliðið og landsliðið. Það var erfitt að horfa á landsliðið standa sig illa og maður var því miður bara uppi í sófa," segir Alfreð en Guðjón Guðmundsson ræddi við hann í dag.„Félagsliðið byrjaði ágætlega en ekkert sérstaklega og mig langaði að sanna mig enn og aftur og vonandi er þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skal." Alfreð segir að auðvitað kitli það að reyna fyrir sér í öðru landi en Þýskalandi en það sé ekki á dagskrá. „Ég er búinn að vera hér í tvö og hálft og ég held að það segi sína sögu, að mér líði vel hérna. Maður á aldrei að bera vanvirðingu fyrir því liði eða þeim stað sem maður er á. Maður er hérna af einhverri ástæðu og ég er mjög sáttur, annars væri ég ekki búinn að vera svona lengi hérna. Ég er að spila í einni af bestu deildum heims og er bara mjög rólegur hvað allt það varðar." „Þegar ég er nýkominn til baka úr meiðslum er minn hugur bara að njóta, að njóta þess að vera inni á vellinum þar sem mér líður best. Ef maður gerir það og stendur sig vel þá gerast hlutirnir sjálfkrafa." Alfreð hefur hins vegar skýra sín á framtíðina. "Ég á alveg einhver markmið sem ég á eftir að ná og langar að upplifa á mínum ferli. Þegar ég kom til Augsburg var mitt markmið að festa mig í sessi og þetta er sá klúbbur sem ég hef verið hvað lengst hjá á mínum ferli. "Þetta er góður staður til að vera á, góð deild og flottur staður og ég er vel metinn hjá félaginu. Ég held að það sé ekki hægt að setja neitt verð á að vera í svoleiðis stöðu."
Þýski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira