Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 08:00 Houssin sat inni á Litla-Hrauni. Vísir/GVA Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. Brotaþolinn er ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákært sé fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en ákvæðið tekur til líkamsárása sem hafa í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða teljast sérstaklega hættulegar vegna þeirrar aðferðar sem beitt er. Brot gegn ákvæðinu geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Árásin á Houssin var gerð í íþróttasal fangelsisins og er sögð bæði skipulögð og hrottafengin. Houssin var fluttur á spítala í kjölfarið, nokkuð marinn og með brotnar tennur. Skömmu eftir árásina var Houssin vísað úr landi og gafst lögreglu ekki tóm til að taka af honum skýrslu vegna málsins. Lögreglufulltrúi sem fór með rannsókn árásarinnar fékk upplýsingar í fjölmiðlum um að hann væri farinn af landinu. Ekki liggur fyrir hvort Houssin kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi en meðal sönnunargagna eru myndir úr eftirlitsmyndavélum. Ákæran gegn mönnunum hefur ekki verið birt opinberlega og því ekki enn komið fram hvort hlutur beggja ákærðu í brotinu telst jafnmikill. Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson eiga báðir nokkurn sakaferil að baki. Þá hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir framdar með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni. Í fyrra tilvikinu veittist hann að samfanga sínum og makaði saur í andlit hans og munn og sló hann svo bæði í höfuð og líkama. Auk þeirra tveggja líkamsárása sem hann var dæmdur fyrir 2014 mun hann hafa bitið vörina af samfanga sínum í slagsmálum á Litla-Hrauni síðastliðið sumar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. Brotaþolinn er ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákært sé fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en ákvæðið tekur til líkamsárása sem hafa í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða teljast sérstaklega hættulegar vegna þeirrar aðferðar sem beitt er. Brot gegn ákvæðinu geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Árásin á Houssin var gerð í íþróttasal fangelsisins og er sögð bæði skipulögð og hrottafengin. Houssin var fluttur á spítala í kjölfarið, nokkuð marinn og með brotnar tennur. Skömmu eftir árásina var Houssin vísað úr landi og gafst lögreglu ekki tóm til að taka af honum skýrslu vegna málsins. Lögreglufulltrúi sem fór með rannsókn árásarinnar fékk upplýsingar í fjölmiðlum um að hann væri farinn af landinu. Ekki liggur fyrir hvort Houssin kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi en meðal sönnunargagna eru myndir úr eftirlitsmyndavélum. Ákæran gegn mönnunum hefur ekki verið birt opinberlega og því ekki enn komið fram hvort hlutur beggja ákærðu í brotinu telst jafnmikill. Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson eiga báðir nokkurn sakaferil að baki. Þá hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir framdar með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni. Í fyrra tilvikinu veittist hann að samfanga sínum og makaði saur í andlit hans og munn og sló hann svo bæði í höfuð og líkama. Auk þeirra tveggja líkamsárása sem hann var dæmdur fyrir 2014 mun hann hafa bitið vörina af samfanga sínum í slagsmálum á Litla-Hrauni síðastliðið sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira