Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 08:00 Houssin sat inni á Litla-Hrauni. Vísir/GVA Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. Brotaþolinn er ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákært sé fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en ákvæðið tekur til líkamsárása sem hafa í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða teljast sérstaklega hættulegar vegna þeirrar aðferðar sem beitt er. Brot gegn ákvæðinu geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Árásin á Houssin var gerð í íþróttasal fangelsisins og er sögð bæði skipulögð og hrottafengin. Houssin var fluttur á spítala í kjölfarið, nokkuð marinn og með brotnar tennur. Skömmu eftir árásina var Houssin vísað úr landi og gafst lögreglu ekki tóm til að taka af honum skýrslu vegna málsins. Lögreglufulltrúi sem fór með rannsókn árásarinnar fékk upplýsingar í fjölmiðlum um að hann væri farinn af landinu. Ekki liggur fyrir hvort Houssin kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi en meðal sönnunargagna eru myndir úr eftirlitsmyndavélum. Ákæran gegn mönnunum hefur ekki verið birt opinberlega og því ekki enn komið fram hvort hlutur beggja ákærðu í brotinu telst jafnmikill. Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson eiga báðir nokkurn sakaferil að baki. Þá hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir framdar með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni. Í fyrra tilvikinu veittist hann að samfanga sínum og makaði saur í andlit hans og munn og sló hann svo bæði í höfuð og líkama. Auk þeirra tveggja líkamsárása sem hann var dæmdur fyrir 2014 mun hann hafa bitið vörina af samfanga sínum í slagsmálum á Litla-Hrauni síðastliðið sumar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. Brotaþolinn er ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákært sé fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en ákvæðið tekur til líkamsárása sem hafa í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða teljast sérstaklega hættulegar vegna þeirrar aðferðar sem beitt er. Brot gegn ákvæðinu geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Árásin á Houssin var gerð í íþróttasal fangelsisins og er sögð bæði skipulögð og hrottafengin. Houssin var fluttur á spítala í kjölfarið, nokkuð marinn og með brotnar tennur. Skömmu eftir árásina var Houssin vísað úr landi og gafst lögreglu ekki tóm til að taka af honum skýrslu vegna málsins. Lögreglufulltrúi sem fór með rannsókn árásarinnar fékk upplýsingar í fjölmiðlum um að hann væri farinn af landinu. Ekki liggur fyrir hvort Houssin kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi en meðal sönnunargagna eru myndir úr eftirlitsmyndavélum. Ákæran gegn mönnunum hefur ekki verið birt opinberlega og því ekki enn komið fram hvort hlutur beggja ákærðu í brotinu telst jafnmikill. Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson eiga báðir nokkurn sakaferil að baki. Þá hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir framdar með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni. Í fyrra tilvikinu veittist hann að samfanga sínum og makaði saur í andlit hans og munn og sló hann svo bæði í höfuð og líkama. Auk þeirra tveggja líkamsárása sem hann var dæmdur fyrir 2014 mun hann hafa bitið vörina af samfanga sínum í slagsmálum á Litla-Hrauni síðastliðið sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira