Krefst lögbanns á Tekjur.is Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2018 13:30 Ingvar Smári Birgisson með lögbannskröfuna fyrir utan skrifstofu sýslumanns í hádeginu í dag. Vísir/Vilhelm Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. Vefnum var hleypt af stokkunum á föstudaginn en þar er hægt að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum allra Íslendinga átján ára og eldri. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það. Vefurinn er vægast sagt umdeildur en Jón Ragnar Arnarson, stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sem er rekstraraðili vefsíðunnar, sagði í yfirlýsingu seint á föstudag að tilgangur vefsins væri að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“Jón R. Arnarson er stjórnarformaður Viskubrunns ehf.AðsendUm er að ræða aðra málsgrein 98. greinar í lögum um tekjuskatt. „Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.“Allt önnur staða en árið 1984 Ingvar Smári segist hafa velt þessu ákvæði fyrir sér. Hann telur notkun og vinnslu gagna á Tekjur.is ekki falla innan gildissviðs þessarar málsgreinar. „Þarna er farið langt út fyrir það sem menn höfðu í huga þegar ákvæðið var skrifað,“ segir Ingvar Smári. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ákvæðið væri frá árinu 1984. Ýmislegt hefði breyst frá þeim tíma. Tíðarandinn væri allt annar og sömuleiðis tæknin.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.VÍSIR/VILHELM„Möguleiki á að vinna með upplýsingar var allt annar á því ári,“ segir Helga. Ákvæðið hafi farið óbreytt inn í núgildandi lög árið 2003. Nú þurfi að skoða hvort heimildin sé fullnægjandi og hvort hún takmarkist mögulega við ríkisskattstjóra. Málið er á borði Persónuverndar en formleg kvörtun vegna vefsins barst stofnuninni strax á föstudagsmorgun. Helga segir ýmis fordæmi úr átján ára sögu stofnunarinnar sem hægt sé að skoða. Þá megi líka horfa til Norðurlandanna varðandi hvernig sambærileg mál hafi verið tækluð. „Í Noregi var það þannig að svona var heimilt. Það mátti fletta hverjum sem er upp og finna skattaupplýsingar,“ segir Helga. Það hafi mætt gríðarlegri andstöðu, þótt vera hnýsni, valda fólki óþægindum og vega að friðhelgi einkalífs.Lögbannskrafa Ingvars Smára.Vísir/VilhelmTelur Tekjur.is brjóta á friðhelgi einkalífs Niðurstaðan hafi verið sú að ríkið héldi utan um slíka síðu en það yrði rekjanlegt hver sækti upplýsingar um náungann. Þannig fær sá sem á kennitöluna upplýsingar um það hver hafi verið að skoða skattaupplýsingar hans. Það er ekki hægt á Tekjur.is. Ingvar Smári segir lögbannskröfu sína einmitt byggða á því að Tekjur.is brjóti á friðhelgi einkalífs, lögum um persónuvernd og hvernig eigi að vinna með persónuupplýsingar. Lýsa má lögbanni sem fljótvirkri aðgerð til að grípa inn í ef eitthvað er ólögmætt og sýslumaður er sammála. Í framhaldinu fer málið sína leið fyrir dómstólum. Nýlegt dæmi þar sem lögbannskrafa var nýtt var í tilfelli Glitnis holding gegn fréttaflutningi Stundarinnar upp úr gögnum bankans. Sýslumaður féllst á lögbann í október í fyrra en nú ári síðar hafnaði Landsréttur því að staðfesta lögbannið. Krafa Ingvars er sú að Viskubrunnur ehf. hætti vinnslu persónuupplýsinga og verði gert að eyða upplýsingunum. Hann telur 2. málsgrein 98. greinar laga um tekjuskatt túlkaða alltof vítt í tilviki forsvarsmanna Tekjur.is. „Það verður að túlka greinina þröngt. Það þýðir ekki að víkka þetta gildissvið út í hið óendanlega. Þess vegna tel ég að þetta sé ólögmætt.“Að neðan má heyra viðtalið við forstjóra Persónuverndar í Bítinu í morgun. Persónuvernd Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03 Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. Vefnum var hleypt af stokkunum á föstudaginn en þar er hægt að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum allra Íslendinga átján ára og eldri. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það. Vefurinn er vægast sagt umdeildur en Jón Ragnar Arnarson, stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sem er rekstraraðili vefsíðunnar, sagði í yfirlýsingu seint á föstudag að tilgangur vefsins væri að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“Jón R. Arnarson er stjórnarformaður Viskubrunns ehf.AðsendUm er að ræða aðra málsgrein 98. greinar í lögum um tekjuskatt. „Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.“Allt önnur staða en árið 1984 Ingvar Smári segist hafa velt þessu ákvæði fyrir sér. Hann telur notkun og vinnslu gagna á Tekjur.is ekki falla innan gildissviðs þessarar málsgreinar. „Þarna er farið langt út fyrir það sem menn höfðu í huga þegar ákvæðið var skrifað,“ segir Ingvar Smári. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ákvæðið væri frá árinu 1984. Ýmislegt hefði breyst frá þeim tíma. Tíðarandinn væri allt annar og sömuleiðis tæknin.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.VÍSIR/VILHELM„Möguleiki á að vinna með upplýsingar var allt annar á því ári,“ segir Helga. Ákvæðið hafi farið óbreytt inn í núgildandi lög árið 2003. Nú þurfi að skoða hvort heimildin sé fullnægjandi og hvort hún takmarkist mögulega við ríkisskattstjóra. Málið er á borði Persónuverndar en formleg kvörtun vegna vefsins barst stofnuninni strax á föstudagsmorgun. Helga segir ýmis fordæmi úr átján ára sögu stofnunarinnar sem hægt sé að skoða. Þá megi líka horfa til Norðurlandanna varðandi hvernig sambærileg mál hafi verið tækluð. „Í Noregi var það þannig að svona var heimilt. Það mátti fletta hverjum sem er upp og finna skattaupplýsingar,“ segir Helga. Það hafi mætt gríðarlegri andstöðu, þótt vera hnýsni, valda fólki óþægindum og vega að friðhelgi einkalífs.Lögbannskrafa Ingvars Smára.Vísir/VilhelmTelur Tekjur.is brjóta á friðhelgi einkalífs Niðurstaðan hafi verið sú að ríkið héldi utan um slíka síðu en það yrði rekjanlegt hver sækti upplýsingar um náungann. Þannig fær sá sem á kennitöluna upplýsingar um það hver hafi verið að skoða skattaupplýsingar hans. Það er ekki hægt á Tekjur.is. Ingvar Smári segir lögbannskröfu sína einmitt byggða á því að Tekjur.is brjóti á friðhelgi einkalífs, lögum um persónuvernd og hvernig eigi að vinna með persónuupplýsingar. Lýsa má lögbanni sem fljótvirkri aðgerð til að grípa inn í ef eitthvað er ólögmætt og sýslumaður er sammála. Í framhaldinu fer málið sína leið fyrir dómstólum. Nýlegt dæmi þar sem lögbannskrafa var nýtt var í tilfelli Glitnis holding gegn fréttaflutningi Stundarinnar upp úr gögnum bankans. Sýslumaður féllst á lögbann í október í fyrra en nú ári síðar hafnaði Landsréttur því að staðfesta lögbannið. Krafa Ingvars er sú að Viskubrunnur ehf. hætti vinnslu persónuupplýsinga og verði gert að eyða upplýsingunum. Hann telur 2. málsgrein 98. greinar laga um tekjuskatt túlkaða alltof vítt í tilviki forsvarsmanna Tekjur.is. „Það verður að túlka greinina þröngt. Það þýðir ekki að víkka þetta gildissvið út í hið óendanlega. Þess vegna tel ég að þetta sé ólögmætt.“Að neðan má heyra viðtalið við forstjóra Persónuverndar í Bítinu í morgun.
Persónuvernd Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03 Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03
Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38
Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30