Fagleg menntun eða reynsla af vinnumarkaði? Arnar Páll Guðmundsson skrifar 15. október 2018 10:36 Í dag er vinnumarkaðurinn á Íslandi í stöðugri sókn og mikil uppbygging á sér stað á öllum innviðum. Slíkri uppbyggingu fylgja sjálfsagt aukin verkefni sem kalla á fleira nýútskrifað, hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk til starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. En er það staðan í dag? Vinnumarkaðurinn hefur verið að breytast mikið á síðustu árum og má segja að þessi breyting hafi haft neikvæð áhrif á atvinnuleit nýútskrifaðra einstaklinga úr háskólum landsins. Á árunum fyrir hrun kepptust fyrirtæki og stofnanir við að ráða til sín nýútskrifaða einstaklinga þar sem þeim fylgdi oft nýbreytni, ný viðhorf og eljusemi sem undirbjó fyrirtæki og stofnanir í að takast á við þróun á vinnumarkaði og áskoranir framtíðarinnar. Í dag lítur þetta öðruvísi við þar sem nú reynist mjög erfitt fyrir nýútskrifaða einstaklinga, sem og einstaklinga sem ekki hafa reynslu við sérsvið sitt, að fá atvinnu við hæfi og líta má á þessar breyttu aðstæður sem ákveðið samfélagslegt mein. Talið hefur verið að ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu sé sú að eftir því sem framboð af háskólamenntuðu starfsfólki eykst á vinnumarkaðnum er eðlilegt að samkeppni og kröfur aukist. Aðrir halda því fram að þessi skýring sé of mikil einföldun og telja að ástæðan sé sú að fyrirtæki og stofnanir hafa nú lagt meiri áherslu á reynslu og þekkingu þegar kemur að hæfniskröfum í auglýst störf, sem hefur leitt til þess að vægi menntunar hefur dvínað. Ég er hins vegar sammála seinni skýringunni og tel að fyrirtæki og stofnanir verði að fara hugsa sinn gang og gefa ungu og efnilegu starfsfólki tækifæri, því að ef þessi þróun fær að halda áfram þá förum við að sjá fram á að háskólamenntaðir einstaklingar starfi við störf til lengri tíma sem eru algjörlega ótengd menntun þeirra og færni. Þessi erfiða staða getur valdið ólgu á vinnumarkaði þegar kemur að kjarasamningum og leitt af sér að þreyta og kulnun í starfi verði mun algengari en áður. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til þess að snúa þessari þróun til betri vegar. Því er ekki auðsvarað í stuttu máli, en upp í hugann koma margar hugmyndir sem auðvelt væri að hrinda í framkvæmd. Ein þeirra er sú að til að mynda væri hægt að efla samstarf milli háskóla landsins og atvinnulífsins, með það að markmiði að gera starfsnámi hærra undir höfði, því jú reynsla er það sem atvinnulífið er að kalla eftir. Góð byrjun væri að ef starfsnám yrði tekið inn í bóklegt nám á háskólastigi þannig að nemendur öðlist einhverja reynslu við sérsvið sitt áður en á vinnumarkað er komið. Með því að fara þessa leið væri hægt að koma betur til móts við kröfur atvinnulífsins og vinnumarkaðarins um aukna reynslu nemenda, sem myndi til langs tíma litið leiða til þess að nemendur yrðu eftirsóknarverðari starfskraftar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þessi breyting gæti auk þess haft jákvæð áhrif á brottfall sem á sér stað í háskólum landsins, þar sem nemendur hefðu tök á að starfa að hluta til við sitt nám samhliða skólagöngu og ættu því mun auðveldara með að átta sig á hvort að það nám sem þeir stunda eigi við eða ekki. En þá er spurningin hvernig yrði þetta framkvæmt, ég lít svo á að hægt yrði að gera tvíhliða samning þar sem fyrirtæki og stofnanir skuldbinda sig við að taka ákveðinn fjölda nema í starfsnám og að þau ráði að námi loknu vissa prósentu þeirra sem luku starfsnámi hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þessi leið er einungis ein af mörgum sem hægt væri að fara til þess að sporna við þessari þróun. Ef við hins vegar ákveðum að gera ekki neitt og láta þessa erfiðu stöðu framhjá okkur fara þá gæti stefnt í óefni á vinnumarkaði til framtíðar litið.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Í dag er vinnumarkaðurinn á Íslandi í stöðugri sókn og mikil uppbygging á sér stað á öllum innviðum. Slíkri uppbyggingu fylgja sjálfsagt aukin verkefni sem kalla á fleira nýútskrifað, hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk til starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. En er það staðan í dag? Vinnumarkaðurinn hefur verið að breytast mikið á síðustu árum og má segja að þessi breyting hafi haft neikvæð áhrif á atvinnuleit nýútskrifaðra einstaklinga úr háskólum landsins. Á árunum fyrir hrun kepptust fyrirtæki og stofnanir við að ráða til sín nýútskrifaða einstaklinga þar sem þeim fylgdi oft nýbreytni, ný viðhorf og eljusemi sem undirbjó fyrirtæki og stofnanir í að takast á við þróun á vinnumarkaði og áskoranir framtíðarinnar. Í dag lítur þetta öðruvísi við þar sem nú reynist mjög erfitt fyrir nýútskrifaða einstaklinga, sem og einstaklinga sem ekki hafa reynslu við sérsvið sitt, að fá atvinnu við hæfi og líta má á þessar breyttu aðstæður sem ákveðið samfélagslegt mein. Talið hefur verið að ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu sé sú að eftir því sem framboð af háskólamenntuðu starfsfólki eykst á vinnumarkaðnum er eðlilegt að samkeppni og kröfur aukist. Aðrir halda því fram að þessi skýring sé of mikil einföldun og telja að ástæðan sé sú að fyrirtæki og stofnanir hafa nú lagt meiri áherslu á reynslu og þekkingu þegar kemur að hæfniskröfum í auglýst störf, sem hefur leitt til þess að vægi menntunar hefur dvínað. Ég er hins vegar sammála seinni skýringunni og tel að fyrirtæki og stofnanir verði að fara hugsa sinn gang og gefa ungu og efnilegu starfsfólki tækifæri, því að ef þessi þróun fær að halda áfram þá förum við að sjá fram á að háskólamenntaðir einstaklingar starfi við störf til lengri tíma sem eru algjörlega ótengd menntun þeirra og færni. Þessi erfiða staða getur valdið ólgu á vinnumarkaði þegar kemur að kjarasamningum og leitt af sér að þreyta og kulnun í starfi verði mun algengari en áður. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til þess að snúa þessari þróun til betri vegar. Því er ekki auðsvarað í stuttu máli, en upp í hugann koma margar hugmyndir sem auðvelt væri að hrinda í framkvæmd. Ein þeirra er sú að til að mynda væri hægt að efla samstarf milli háskóla landsins og atvinnulífsins, með það að markmiði að gera starfsnámi hærra undir höfði, því jú reynsla er það sem atvinnulífið er að kalla eftir. Góð byrjun væri að ef starfsnám yrði tekið inn í bóklegt nám á háskólastigi þannig að nemendur öðlist einhverja reynslu við sérsvið sitt áður en á vinnumarkað er komið. Með því að fara þessa leið væri hægt að koma betur til móts við kröfur atvinnulífsins og vinnumarkaðarins um aukna reynslu nemenda, sem myndi til langs tíma litið leiða til þess að nemendur yrðu eftirsóknarverðari starfskraftar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þessi breyting gæti auk þess haft jákvæð áhrif á brottfall sem á sér stað í háskólum landsins, þar sem nemendur hefðu tök á að starfa að hluta til við sitt nám samhliða skólagöngu og ættu því mun auðveldara með að átta sig á hvort að það nám sem þeir stunda eigi við eða ekki. En þá er spurningin hvernig yrði þetta framkvæmt, ég lít svo á að hægt yrði að gera tvíhliða samning þar sem fyrirtæki og stofnanir skuldbinda sig við að taka ákveðinn fjölda nema í starfsnám og að þau ráði að námi loknu vissa prósentu þeirra sem luku starfsnámi hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þessi leið er einungis ein af mörgum sem hægt væri að fara til þess að sporna við þessari þróun. Ef við hins vegar ákveðum að gera ekki neitt og láta þessa erfiðu stöðu framhjá okkur fara þá gæti stefnt í óefni á vinnumarkaði til framtíðar litið.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun