Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2018 13:26 Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, og Andreas Norlén, forseti sænska þingsins. EPA/henry montgomery Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. SVT greinir frá. Þingforsetinn Andreas Norlén greindi frá þessu á blaðamannafundi um klukkan 13 í dag. Hann sagði að Löfven fengi tvær vikur til að mynda stjórn, þar meirihluti þingsins myndi verja hann sem forsætisráðherra vantrausti. Norlén og Löfven munu funda að viku liðinni þar sem Löfven mun upplýsa þingforsetann um framgang viðræðna. Norlén ræddi í morgun við alla leiðtoga þeirra flokka sem náðu inn mönnum á þing. Eftir fund sinn með Norlén í morgun sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð. Hann sagði jafnframt að Jafnaðarmenn væru reiðubúnir til málamiðlana.Mistókst að mynda stjórn Norlén veitti Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar fyrir tæpum tveimur vikum, en Kristersson gekk á fund Norlén í gær þar sem hann tilkynnti að honum hafi mistekist að mynda stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti. Mjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norlén sagði að tími væri kominn fyrir flokkana að „taka erfiðu umræðurnar“ til að hægt verði að mynda stjórn.Vænlegir samstarfsflokkar Löfven hefur áður sagt að Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna, séu vænlegir samstarfsflokkar fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórnar tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna. Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Búist við að Löfven fái umboð til stjórnarmyndunar Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, tilkynnti í gær að honum hafi ekki tekist að mynda stjórn sem meirihluti sænska þingsins myndi verja vantrausti. 15. október 2018 08:40 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. SVT greinir frá. Þingforsetinn Andreas Norlén greindi frá þessu á blaðamannafundi um klukkan 13 í dag. Hann sagði að Löfven fengi tvær vikur til að mynda stjórn, þar meirihluti þingsins myndi verja hann sem forsætisráðherra vantrausti. Norlén og Löfven munu funda að viku liðinni þar sem Löfven mun upplýsa þingforsetann um framgang viðræðna. Norlén ræddi í morgun við alla leiðtoga þeirra flokka sem náðu inn mönnum á þing. Eftir fund sinn með Norlén í morgun sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð. Hann sagði jafnframt að Jafnaðarmenn væru reiðubúnir til málamiðlana.Mistókst að mynda stjórn Norlén veitti Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar fyrir tæpum tveimur vikum, en Kristersson gekk á fund Norlén í gær þar sem hann tilkynnti að honum hafi mistekist að mynda stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti. Mjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norlén sagði að tími væri kominn fyrir flokkana að „taka erfiðu umræðurnar“ til að hægt verði að mynda stjórn.Vænlegir samstarfsflokkar Löfven hefur áður sagt að Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna, séu vænlegir samstarfsflokkar fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórnar tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.
Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Búist við að Löfven fái umboð til stjórnarmyndunar Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, tilkynnti í gær að honum hafi ekki tekist að mynda stjórn sem meirihluti sænska þingsins myndi verja vantrausti. 15. október 2018 08:40 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Búist við að Löfven fái umboð til stjórnarmyndunar Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, tilkynnti í gær að honum hafi ekki tekist að mynda stjórn sem meirihluti sænska þingsins myndi verja vantrausti. 15. október 2018 08:40