Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Íþróttadeild skrifar 15. október 2018 20:46 Gylfi í baráttunni í kvöld. Vísir/vilhelm Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. Ísland komst nálægt því að jafna í lokin en það tókst ekki og er því enn stigalaust í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í mörkunum sem hann fékk á sig, átti þó slaka sendingu í aðdraganda seinna marks Sviss. Átti ágætar vörslur þegar á reyndi.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 6 Varnarlega var ekki mikið út á hann að setja en sóknarlega ógnar hann lítið enda óvanur bakvarðarstöðunni. Hefur þó stimpað sig ágætlega inn hjá Hamrén í síðustu leikjum.Kári Árnason, miðvörður 7 Virtist aðeins óöruggur í upphafi en það stóð ekki lengi yfir. Fínt dagsverk hjá Kára sem er leiðtogi sem Ísland saknaði í Sviss og gegn Belgíu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Var traustur með Kára en átti stundum í vandræðum með að koma boltanum vel frá sér. Stóð þó vel fyrir sínu og hann og Kári vinna vel saman.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Leit ekkert sérlega vel út í mörkum Sviss og í seinna markinu klikkaði hann alveg í dekkingunni. Hjálpaði lítið fram á við og átti einn af sínum slakari leikjum með landsliðinu.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7Var í vandræðum á miðsvæðinu í byrjun, gekk illa að finna samherja og tapaði boltanum of oft. Vann sig þó ágætlega inn í leikinn og var drífandi þegar Ísland reyndi að jafna undir lokin.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður (maður leiksins) 8 Sá leikmaður í liðinu sem ógnaði mest sóknarlega.. Var nokkuð duglegur að finna sér svæði fyrir framan vörnina og komst nálægt því að skora í nokkur skipti.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Duglegur eins og í undanförnum leikjum og gaf allt sitt í leikinn. Tengdi lítið við Alfreð og Gylfa fyrir framan sig á miðjunni og var of lítið í boltanum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Sýndi ágæta takta og ógnaði oftast þegar hann fékk pláss úti á kantinum. Skilaði varnarvinunni vel að vanda og sýndi að liðið saknaði hans í fyrri leikjum keppninnar.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 4 Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og ógnaði lítið á vinstri kantinum. Var kraftlaus og lítið kom út úr því sem hann reyndi.Alfreð Finnbogason, framherji 7Skoraði stórkostlegt mark og tók oft ágætis hlaup en vantaði stuðninginn frá fleirum en Gylfa. Það er enginn að fara að taka framherjastöðuna í landsliðinu af honum í bráð.VaramennRúrik Gíslason 6 (Kom inn á fyrir Arnór Ingva á 68.mínútu) Kom inn með nokkurn kraft í liðið en var ekkert sérstaklega mikið í boltanum. Barðist þó af krafti þær mínútur sem hann spilaði.Albert Guðmundsson (Kom inn á fyrir á Rúnar Má á 84.mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. Ísland komst nálægt því að jafna í lokin en það tókst ekki og er því enn stigalaust í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í mörkunum sem hann fékk á sig, átti þó slaka sendingu í aðdraganda seinna marks Sviss. Átti ágætar vörslur þegar á reyndi.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 6 Varnarlega var ekki mikið út á hann að setja en sóknarlega ógnar hann lítið enda óvanur bakvarðarstöðunni. Hefur þó stimpað sig ágætlega inn hjá Hamrén í síðustu leikjum.Kári Árnason, miðvörður 7 Virtist aðeins óöruggur í upphafi en það stóð ekki lengi yfir. Fínt dagsverk hjá Kára sem er leiðtogi sem Ísland saknaði í Sviss og gegn Belgíu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Var traustur með Kára en átti stundum í vandræðum með að koma boltanum vel frá sér. Stóð þó vel fyrir sínu og hann og Kári vinna vel saman.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Leit ekkert sérlega vel út í mörkum Sviss og í seinna markinu klikkaði hann alveg í dekkingunni. Hjálpaði lítið fram á við og átti einn af sínum slakari leikjum með landsliðinu.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7Var í vandræðum á miðsvæðinu í byrjun, gekk illa að finna samherja og tapaði boltanum of oft. Vann sig þó ágætlega inn í leikinn og var drífandi þegar Ísland reyndi að jafna undir lokin.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður (maður leiksins) 8 Sá leikmaður í liðinu sem ógnaði mest sóknarlega.. Var nokkuð duglegur að finna sér svæði fyrir framan vörnina og komst nálægt því að skora í nokkur skipti.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Duglegur eins og í undanförnum leikjum og gaf allt sitt í leikinn. Tengdi lítið við Alfreð og Gylfa fyrir framan sig á miðjunni og var of lítið í boltanum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Sýndi ágæta takta og ógnaði oftast þegar hann fékk pláss úti á kantinum. Skilaði varnarvinunni vel að vanda og sýndi að liðið saknaði hans í fyrri leikjum keppninnar.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 4 Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og ógnaði lítið á vinstri kantinum. Var kraftlaus og lítið kom út úr því sem hann reyndi.Alfreð Finnbogason, framherji 7Skoraði stórkostlegt mark og tók oft ágætis hlaup en vantaði stuðninginn frá fleirum en Gylfa. Það er enginn að fara að taka framherjastöðuna í landsliðinu af honum í bráð.VaramennRúrik Gíslason 6 (Kom inn á fyrir Arnór Ingva á 68.mínútu) Kom inn með nokkurn kraft í liðið en var ekkert sérstaklega mikið í boltanum. Barðist þó af krafti þær mínútur sem hann spilaði.Albert Guðmundsson (Kom inn á fyrir á Rúnar Má á 84.mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46
Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30