Dómsmál Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi fasteignafélagsins Sjöstjörnunnar ehf. sem dæmt var til að greiða rúmar 400 milljónir til þrotabús EK1923 í síðustu viku, mun áfrýja dómnum til Landsréttar. Þetta staðfestir lögmaður Skúla, Heiðar Ásberg Atlason.
Heiðar Ásberg segir ekki hafa verið tekið tillit til þeirra varna sem færðar voru fram í málinu í héraði. Fjöldi vitna hafi gefið skýrslu fyrir dómi en þess sjáist ekki merki í hinum nýfallna dómi. Full ástæða sé til að áfrýja til Landsréttar og það verði gert á næstu vikum.
Skúli áfrýjar til Landsréttar

Tengdar fréttir

Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“
Ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum, segir Sigmar Vilhjálmsson.

Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan
Sigmar Vilhjálmsson og félag hans Sjarmur og Garmur ehf. unnu í dag sigur í dómsmáli gegn Skúla Gunnari Skúlasyni og félaginu Stemmu, sem er í meirihlutaeigu Skúla.

Hlutkesti réði ákvörðun um málshöfðun í lóðamáli Sigmars og Skúla
Ákvörðun hluthafafundar félagsins Stemmu hf. um að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur var til þess fallin að afla öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað hluthafa eða félagsins.