„Æfðu eins og hestar og ættu að geta farið í úrslit“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 16. október 2018 17:30 Liðið æfði í keppnishöllinni í dag mynd/krsitinn arason Blandað lið unglinga á vonandi raunhæfa möguleika á að komast í úrslit á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Portúgal í vikunni að mati þjálfara liðsins. Fyrirliði liðsins segir æfingu liðsins í dag hafa gengið framar vonum. „Okkur líður mjög vel. Æfingin gekk mjög vel í dag. Við vorum mjög einbeitt og andlega tilbúin í allt sem við ætluðum að gera,“ sagði Þórarinn Reynir Valgeirsson, einn þjálfara liðsins. „Við fengum eina djúpa lendingu en það er bara eitthvað sem við tökum stöðuna á í kvöld og sjáum svo til á morgun.“Undanúrslitin í unglingaflokkum fara fram á morgun þar sem sex lið fara áfram í úrslitin á föstudag. Tíu þjóðir senda lið til keppni í þessum flokki; Bretland, Portúgal, Danmörk, Holland, Þýskaland, Svíþjóð, Ítalía, Ísland, Aserbaísjan og Noregur. Þórarinn sagðist lítið hafa séð af hinum liðunum á meðan æfingin stóð, öll liðin fengu tíu mínútur á hverju áhaldanna þriggja. Einbeiting þjálfarana hafi verið á íslenska liðinu. „Við getum ekki breytt neinu sem hin liðin eru að gera en ef við gerum okkar og klárum það sem við ætlum að gera þá verðum við mjög ánægð.“mynd/kristinn arasonAðspurður hvort liðið eigi raunhæfa möguleika á að komast í úrslitin sagði Þórarinn: „Ég ætla rétt að vona það. Þau eru búin að æfa eins og hestar undan farið og þau ættu að geta það.“ Stefán Ísak Stefánsson, fyrirliði liðsins, var ánægður með æfingu dagsins. „Þetta gekk mjög vel. Við fórum inn og kláruðum mjög vel,“ sagði Stefán. „Það eru einhver lið sem við tókum eftir að væru mögulega betri en við, en það eru líka önnur lið sem okkur finnst við vera betri en. Þetta verður bara spennandi.“ Keppni í undanúrslitum blandaðra unglingaliða hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma á morgun og verður vel fylgst með gangi mála hér á Vísi. Fimleikar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Blandað lið unglinga á vonandi raunhæfa möguleika á að komast í úrslit á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Portúgal í vikunni að mati þjálfara liðsins. Fyrirliði liðsins segir æfingu liðsins í dag hafa gengið framar vonum. „Okkur líður mjög vel. Æfingin gekk mjög vel í dag. Við vorum mjög einbeitt og andlega tilbúin í allt sem við ætluðum að gera,“ sagði Þórarinn Reynir Valgeirsson, einn þjálfara liðsins. „Við fengum eina djúpa lendingu en það er bara eitthvað sem við tökum stöðuna á í kvöld og sjáum svo til á morgun.“Undanúrslitin í unglingaflokkum fara fram á morgun þar sem sex lið fara áfram í úrslitin á föstudag. Tíu þjóðir senda lið til keppni í þessum flokki; Bretland, Portúgal, Danmörk, Holland, Þýskaland, Svíþjóð, Ítalía, Ísland, Aserbaísjan og Noregur. Þórarinn sagðist lítið hafa séð af hinum liðunum á meðan æfingin stóð, öll liðin fengu tíu mínútur á hverju áhaldanna þriggja. Einbeiting þjálfarana hafi verið á íslenska liðinu. „Við getum ekki breytt neinu sem hin liðin eru að gera en ef við gerum okkar og klárum það sem við ætlum að gera þá verðum við mjög ánægð.“mynd/kristinn arasonAðspurður hvort liðið eigi raunhæfa möguleika á að komast í úrslitin sagði Þórarinn: „Ég ætla rétt að vona það. Þau eru búin að æfa eins og hestar undan farið og þau ættu að geta það.“ Stefán Ísak Stefánsson, fyrirliði liðsins, var ánægður með æfingu dagsins. „Þetta gekk mjög vel. Við fórum inn og kláruðum mjög vel,“ sagði Stefán. „Það eru einhver lið sem við tókum eftir að væru mögulega betri en við, en það eru líka önnur lið sem okkur finnst við vera betri en. Þetta verður bara spennandi.“ Keppni í undanúrslitum blandaðra unglingaliða hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma á morgun og verður vel fylgst með gangi mála hér á Vísi.
Fimleikar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira