Segir fjölgun ráðuneyta uppgjöf á hagræðingu og sparnaði Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2018 18:30 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/ERNIR Varaformaður Viðreisnar segir það fela í sér uppgjöf við sparnað og hagræðingu að skipta velferðarráðuneytinu á ný upp í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti eins og forsætisráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Ráðherra segir rökin hins vegar fyrst og fremst fagleg til að styrkja tvo mikilvæga málaflokka. Velferðarráðuneytið varð til með sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins á árinu 2011. Félagsmálaráðuneytið var stofnað árið 1946 en heilbrigðisráðuneytið árið 1970. Eftir það hafa velferðarmálin flakkað á milli þessara ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú fari 51 prósent ríkisútgjalda í gegnum velferðarráðuneytið. En með breytingunni fjölgar ráðuneytum úr níu í tíu. „Það er sannfæring mín að breytt skipan þessara ráðuneyta muni styrkja stjórnsýslu heilbrigðis- og félagsmála. Svigrúm hvers ráðherra fyrir sig til að rækta sitt stefnumótandi hlutverk. Þar með talið að fylgja eftir stefnumálum ríkisstjórnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála. En líka fylgja því eftir að þarna eru gríðarlega stórir póstar á ferð sem hvor ráðherra um sig ber ábyrgð á,” segir Katrín. Í megindráttum verði ráðuneytunum skipt eftir þeim verkefnum sem þau hafi í dag en málefni barna og mannvirkja fari að auki til félagsmálaráðuneytisins og jafnréttismál og þar með málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins. Breytingin kosti um 100 milljónir að meðtöldum kostnaði við stofnun jafnréttisskrifstofu í forsætisráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar telur þessa breytingu fela í sér uppgjöf til hagræðingar og sparnaðar með samvinnu þessara ráðuneyta. „Hér virðist vera enn og aftur á ferðinni að ráðherrum líður illa að deila ráðuneytisstjóra. Þess vegna sé verið að skipta ráðuneytunum upp. Væri ekki nær að senda ráðherrana á samskiptanámskeið,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði að breytinguna rekja til vilja til þess að styrkja stjórnsýslu þessara málaflokka. „Ekki einhvers samskiptavandi ráðherra. Ég hlýt nú að blása á eitthvað svona. Þegar talað er um samskiptanámskeið fyrir ráðherra. Ég gef bara ekkert fyrir það,” sagði Katrín. Þótt forsætisráðherra gæfi lítið fyrir athugasemdirnar sagðist Þorsteinn vilja ítreka þær. Það fælist mikið tækifæri til hagræðingar í samvinnu ráðuneytanna. „Það gekk mjög vel í samstarfi ráðuneytisins með einn ráðherra. En þegar ráðherrarnir urðu tveir reyndist vera einhver samskiptavandi milli ráðherranna sem olli því að samstarf milli einstakra sviða ráðuneytisins var ekki eins gott. Það var hins vegar mjög gott samstarf sem tókst með mér og þáverandi hæstvirtum heilbrigðisráðherra Óttarri Proppé,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði sömuleiðis fagleg rök fyrir breytingunum. „Rökin í þessu tilviki eru fyrst og fremst faglegs eðlis. Það er að segja þetta eru tveir mjög stórir málaflokkar sem þurfa töluverða athygli og umhyggju,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar segir það fela í sér uppgjöf við sparnað og hagræðingu að skipta velferðarráðuneytinu á ný upp í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti eins og forsætisráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Ráðherra segir rökin hins vegar fyrst og fremst fagleg til að styrkja tvo mikilvæga málaflokka. Velferðarráðuneytið varð til með sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins á árinu 2011. Félagsmálaráðuneytið var stofnað árið 1946 en heilbrigðisráðuneytið árið 1970. Eftir það hafa velferðarmálin flakkað á milli þessara ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú fari 51 prósent ríkisútgjalda í gegnum velferðarráðuneytið. En með breytingunni fjölgar ráðuneytum úr níu í tíu. „Það er sannfæring mín að breytt skipan þessara ráðuneyta muni styrkja stjórnsýslu heilbrigðis- og félagsmála. Svigrúm hvers ráðherra fyrir sig til að rækta sitt stefnumótandi hlutverk. Þar með talið að fylgja eftir stefnumálum ríkisstjórnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála. En líka fylgja því eftir að þarna eru gríðarlega stórir póstar á ferð sem hvor ráðherra um sig ber ábyrgð á,” segir Katrín. Í megindráttum verði ráðuneytunum skipt eftir þeim verkefnum sem þau hafi í dag en málefni barna og mannvirkja fari að auki til félagsmálaráðuneytisins og jafnréttismál og þar með málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins. Breytingin kosti um 100 milljónir að meðtöldum kostnaði við stofnun jafnréttisskrifstofu í forsætisráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar telur þessa breytingu fela í sér uppgjöf til hagræðingar og sparnaðar með samvinnu þessara ráðuneyta. „Hér virðist vera enn og aftur á ferðinni að ráðherrum líður illa að deila ráðuneytisstjóra. Þess vegna sé verið að skipta ráðuneytunum upp. Væri ekki nær að senda ráðherrana á samskiptanámskeið,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði að breytinguna rekja til vilja til þess að styrkja stjórnsýslu þessara málaflokka. „Ekki einhvers samskiptavandi ráðherra. Ég hlýt nú að blása á eitthvað svona. Þegar talað er um samskiptanámskeið fyrir ráðherra. Ég gef bara ekkert fyrir það,” sagði Katrín. Þótt forsætisráðherra gæfi lítið fyrir athugasemdirnar sagðist Þorsteinn vilja ítreka þær. Það fælist mikið tækifæri til hagræðingar í samvinnu ráðuneytanna. „Það gekk mjög vel í samstarfi ráðuneytisins með einn ráðherra. En þegar ráðherrarnir urðu tveir reyndist vera einhver samskiptavandi milli ráðherranna sem olli því að samstarf milli einstakra sviða ráðuneytisins var ekki eins gott. Það var hins vegar mjög gott samstarf sem tókst með mér og þáverandi hæstvirtum heilbrigðisráðherra Óttarri Proppé,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði sömuleiðis fagleg rök fyrir breytingunum. „Rökin í þessu tilviki eru fyrst og fremst faglegs eðlis. Það er að segja þetta eru tveir mjög stórir málaflokkar sem þurfa töluverða athygli og umhyggju,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira