Ekki reynt á bann við umskurði fyrir dómstólum Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 12:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Hanna Dómsmálaráðherra segir að umskurður drengja sé hvorki bannaður né leyfður samkvæmt íslenskum lögum og ekki hafi reynt á slík mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá geti verið að breyting á lögum sem ætlað var að banna umskurð kvenna dugi ekki til. Í skriflegu svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Silju Dagar Gunnarsdóttur fyrsta flutningsmanns frumvarps um bann við umskurði drengja sem ekki komst út úr nefnd á Alþingi í vor, segir að í íslenskum lögum sé ekki að finna ákvæði sem beinlínis fjalli um umskurð á kynfærum drengja. En af því leiði að aðgerðir af því tagi séu þar hvorki sérstaklega heimilaðar né bannaðar. Ekki hafi, svo ráðherra sé kunnugt um, reynt á það fyrir dómstólum hvort aðgerðir sem feli í sér umskurð á kynfærum drengja samræmist íslenskum lögum.Skortir lagalegan rökstuðning „Með lagabreytingunni var sett inn í hegningarlög nýtt ákvæði, 218. gr. a, þar sem umskurði á kynfærum kvenna er jafnað við refsiverða líkamsárás. Lagafrumvarpið var þingmannamál og því miður fylgdi því engin lagatæknilegur rökstuðningur. Með þessari lagabreytingu kann því að fara að 218. gr. almennra hegningarlaga verði framvegis túlkuð þannig að hún nái ekki yfir umskurð, hvorki drengja né stúlkna.” Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og læknir og einn meðflutningsmanna frumvarps um bann við umskurði segir margt athyglisvert í svari dómsmálaráðherra. „Það er athyglisvert að ráðuneytið telji að það geti verið vafi um það hvort óþarfa aðgerðir á börnum séu bannaðar samkvæmt íslenskum lögum. Það er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og meta þá með hvaða hætti með hvaða hætti næstu skref verða tekin í þessum málum,” segir Ólafur Þór.Staðan hjá alþjóðastofnunum Þá viti ráðherra ekki til þess að umskurður drengja hafi komið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og sé ekki kunnugt um að eftirlitsnefndir sem starfi á grundvelli mannréttinda á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að umskurður drengja teljist brot á mannréttindum þeirra. Aftur á móti hafi barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst ákveðnum áhyggjum af þeim áhrifum sem umskurður kunni að hafa á drengi og hvatt til þess að þessi mál verði skoðuð frekar. Þá hafi umboðsmenn barna og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn á Norðurlöndum gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi það álit að umskurður ungra drengja feli í sér brot á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dómsmálaráðherra bendir á að þessi mál séu til skoðunar í velferðarráðuneytinu ekki einungis af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum heldur einnig vegna aðgerða á ungbörnum með ódæmigerð kyneinkenni og vegna annarra ónauðsynlegra aðgerða á kynfærum barna. Alþingi Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að umskurður drengja sé hvorki bannaður né leyfður samkvæmt íslenskum lögum og ekki hafi reynt á slík mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá geti verið að breyting á lögum sem ætlað var að banna umskurð kvenna dugi ekki til. Í skriflegu svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Silju Dagar Gunnarsdóttur fyrsta flutningsmanns frumvarps um bann við umskurði drengja sem ekki komst út úr nefnd á Alþingi í vor, segir að í íslenskum lögum sé ekki að finna ákvæði sem beinlínis fjalli um umskurð á kynfærum drengja. En af því leiði að aðgerðir af því tagi séu þar hvorki sérstaklega heimilaðar né bannaðar. Ekki hafi, svo ráðherra sé kunnugt um, reynt á það fyrir dómstólum hvort aðgerðir sem feli í sér umskurð á kynfærum drengja samræmist íslenskum lögum.Skortir lagalegan rökstuðning „Með lagabreytingunni var sett inn í hegningarlög nýtt ákvæði, 218. gr. a, þar sem umskurði á kynfærum kvenna er jafnað við refsiverða líkamsárás. Lagafrumvarpið var þingmannamál og því miður fylgdi því engin lagatæknilegur rökstuðningur. Með þessari lagabreytingu kann því að fara að 218. gr. almennra hegningarlaga verði framvegis túlkuð þannig að hún nái ekki yfir umskurð, hvorki drengja né stúlkna.” Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og læknir og einn meðflutningsmanna frumvarps um bann við umskurði segir margt athyglisvert í svari dómsmálaráðherra. „Það er athyglisvert að ráðuneytið telji að það geti verið vafi um það hvort óþarfa aðgerðir á börnum séu bannaðar samkvæmt íslenskum lögum. Það er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og meta þá með hvaða hætti með hvaða hætti næstu skref verða tekin í þessum málum,” segir Ólafur Þór.Staðan hjá alþjóðastofnunum Þá viti ráðherra ekki til þess að umskurður drengja hafi komið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og sé ekki kunnugt um að eftirlitsnefndir sem starfi á grundvelli mannréttinda á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að umskurður drengja teljist brot á mannréttindum þeirra. Aftur á móti hafi barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst ákveðnum áhyggjum af þeim áhrifum sem umskurður kunni að hafa á drengi og hvatt til þess að þessi mál verði skoðuð frekar. Þá hafi umboðsmenn barna og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn á Norðurlöndum gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi það álit að umskurður ungra drengja feli í sér brot á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dómsmálaráðherra bendir á að þessi mál séu til skoðunar í velferðarráðuneytinu ekki einungis af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum heldur einnig vegna aðgerða á ungbörnum með ódæmigerð kyneinkenni og vegna annarra ónauðsynlegra aðgerða á kynfærum barna.
Alþingi Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira