Syngur í Rínargulli Wagners í Þýskalandi og aríur í Hannesarholti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2018 10:00 Bjarni Thor. Fréttablaðið/Eyþór Bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson syngur á hádegistónleikum í Hannesarholti á sunnudaginn, 21. október, klukkan 12.15. Tónleikarnir eru liður í dagskrá Óperudaga og bera titilinn Litið um öxl. Bjarni og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari ætla þar að kíkja í gamlar tónleikaskrár og setja saman dagskrá úr vel völdum aríum og öðrum lögum sem þau hafa áður flutt. Bjarni kveðst vera mikið á ferðinni núna fram og til baka milli Þýskalands og Íslands. „Ég er staddur í Þýskalandi í dag og stíg hér á svið í Kassel eftir tvo tíma, en kem heim á morgun,“ segir hann. Í Kassel fer hann með hlutverk Óðins í uppfærslu á Rínargulli Wagners. En hann er líka leikstjóri gamanóperunnar Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson sem er verið að æfa á Íslandi og verður frumsýnd í Norðurljósasal Hörpu um aðra helgi. Bjarni kemur ekki oft fram á tónleikum á Íslandi en hefur tekið virkan þátt í sýningum Íslensku óperunnar. Annars heldur hann sig mest á erlendum óperusviðum, hefur sungið við mörg stærstu óperuhús Evrópu á undanförnum árum, þar á meðal í Berlín, París, Veróna, Róm, Lissabon, Barcelona og Amsterdam. Eftir tónleikana í Hannesarholti mun gestum gefast kostur á að hlýða á stutt spjall við Bjarna, meðal annars um nýjasta ævintýrið úti. – gun Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson syngur á hádegistónleikum í Hannesarholti á sunnudaginn, 21. október, klukkan 12.15. Tónleikarnir eru liður í dagskrá Óperudaga og bera titilinn Litið um öxl. Bjarni og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari ætla þar að kíkja í gamlar tónleikaskrár og setja saman dagskrá úr vel völdum aríum og öðrum lögum sem þau hafa áður flutt. Bjarni kveðst vera mikið á ferðinni núna fram og til baka milli Þýskalands og Íslands. „Ég er staddur í Þýskalandi í dag og stíg hér á svið í Kassel eftir tvo tíma, en kem heim á morgun,“ segir hann. Í Kassel fer hann með hlutverk Óðins í uppfærslu á Rínargulli Wagners. En hann er líka leikstjóri gamanóperunnar Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson sem er verið að æfa á Íslandi og verður frumsýnd í Norðurljósasal Hörpu um aðra helgi. Bjarni kemur ekki oft fram á tónleikum á Íslandi en hefur tekið virkan þátt í sýningum Íslensku óperunnar. Annars heldur hann sig mest á erlendum óperusviðum, hefur sungið við mörg stærstu óperuhús Evrópu á undanförnum árum, þar á meðal í Berlín, París, Veróna, Róm, Lissabon, Barcelona og Amsterdam. Eftir tónleikana í Hannesarholti mun gestum gefast kostur á að hlýða á stutt spjall við Bjarna, meðal annars um nýjasta ævintýrið úti. – gun
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira