Heiðra minningu Ettu James Elín Albertsdóttir skrifar 19. október 2018 16:00 Rebekka og Karítas Harpa hlakka til tónleikanna á fimmtudaginn. Fréttablaðið/Eyþór Þrír ungir söngvarar hafa tekið sig saman og ætla að flytja lög Ettu James í Hard Rock á fimmtudag. Tónleikana halda þau til heiðurs söngkonunni en öll hafa miklar mætur á þessari flottu söngkonu. Það var Rebekka Blöndal sem átti hugmyndina að tónleikunum. Hún segist vilja halda minningu Ettu James á lofti en söngkonan hefði orðið áttræð 25. janúar á þessu ári en hún féll frá árið 2012 eftir erfiða baráttu við hvítblæði. Etta gerði mörg vinsæl lög á ferli sínum en frægust eru líklega I’d rather go blind, The Wallflower, At last, Tell mama og Something’s got a hold on me. Etta James var á yngri árum langt leidd í heróínfíkn. Eftir meðferð kom hún til baka og sendi frá sér plötuna Seven Year Itch árið 1980. Árið 1988, þá fimmtug, fór hún aftur í meðferð, í það skiptið á Betty Ford Center í Kaliforníu. Etta hlaut sex Grammy verðlaun á ferli sínum ásamt mörgum öðrum viðurkenningum. Etta var margverðlaunuð fyrir blús-, rokk- og ryþmablústónlist.Etta James átti skrautlega ævi en var margverðlaunuð söngkona.Rebekka segir ástæðu til að halda nafni Ettu James á lofti og flytja tónlist hennar. Með henni á tónleikunum verða Dagur Sigurðsson og Karitas Harpa Davíðsdóttir. Margir muna eftir Karitas Hörpu úr Voice-þáttunum en hún bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð. Dagur vakti hins vegar verðskuldaða athygli þegar hann tók þátt í undankeppni Eurovision fyrr á þessu ári. Rebekka tók sjálf þátt í Voice árið 2015 svo öll hafa þau komið fram í alls kyns keppni í sjónvarpi. Með þeim verður hljómsveitin Ettan en hana skipa Arnar Jónsson, Albert Sölvi Óskarsson, Jón Ingimundarson, Kristófer Hlífar Gíslason og Þórdís Claessen. „Mér finnst Etta oft verða útundan í umræðunni um frægar söngkonur. Hún var hins vegar mikill áhrifavaldur í tónlist og er ein af uppáhaldssöngkonum mínum,“ segir Rebekka. „Eftir að hún fór í meðferð átti hún fallegan feril. Etta samdi mörg lög sem urðu vinsæl en skráði sig ekki endilega fyrir þeim. Til dæmis samdi hún lagið I’d rather go blind þegar hún sat í fangelsi en skráði það á þáverandi kærasta. Hún átti ansi skrautlega ævi en lögin eru flott og hún flutti þau á mjög áhrifaríkan hátt,“ segir Rebekka sem stefnir á að útskrifast úr Tónlistarskóla FÍH í vor. Þær Karítas Harpa hafa ekki sungið saman áður. „Ég vissi að Karítas hafði sungið lög eftir Ettu og lagði þessa hugmynd fyrir hana. Dagur passar einnig mjög vel fyrir þessa tónlist og nær Ettu frábærlega. Við vonumst til að sjá sem flesta á Hard Rock, 25. október kl. 21. Ef áhugi er fyrir hendi langar okkur að hafa fleiri slíka tónleika. Við munum segja frá lífsferli Ettu á milli laganna og draga fram nokkra gullpunkta úr lífi hennar,“ segir Rebekka. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þrír ungir söngvarar hafa tekið sig saman og ætla að flytja lög Ettu James í Hard Rock á fimmtudag. Tónleikana halda þau til heiðurs söngkonunni en öll hafa miklar mætur á þessari flottu söngkonu. Það var Rebekka Blöndal sem átti hugmyndina að tónleikunum. Hún segist vilja halda minningu Ettu James á lofti en söngkonan hefði orðið áttræð 25. janúar á þessu ári en hún féll frá árið 2012 eftir erfiða baráttu við hvítblæði. Etta gerði mörg vinsæl lög á ferli sínum en frægust eru líklega I’d rather go blind, The Wallflower, At last, Tell mama og Something’s got a hold on me. Etta James var á yngri árum langt leidd í heróínfíkn. Eftir meðferð kom hún til baka og sendi frá sér plötuna Seven Year Itch árið 1980. Árið 1988, þá fimmtug, fór hún aftur í meðferð, í það skiptið á Betty Ford Center í Kaliforníu. Etta hlaut sex Grammy verðlaun á ferli sínum ásamt mörgum öðrum viðurkenningum. Etta var margverðlaunuð fyrir blús-, rokk- og ryþmablústónlist.Etta James átti skrautlega ævi en var margverðlaunuð söngkona.Rebekka segir ástæðu til að halda nafni Ettu James á lofti og flytja tónlist hennar. Með henni á tónleikunum verða Dagur Sigurðsson og Karitas Harpa Davíðsdóttir. Margir muna eftir Karitas Hörpu úr Voice-þáttunum en hún bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð. Dagur vakti hins vegar verðskuldaða athygli þegar hann tók þátt í undankeppni Eurovision fyrr á þessu ári. Rebekka tók sjálf þátt í Voice árið 2015 svo öll hafa þau komið fram í alls kyns keppni í sjónvarpi. Með þeim verður hljómsveitin Ettan en hana skipa Arnar Jónsson, Albert Sölvi Óskarsson, Jón Ingimundarson, Kristófer Hlífar Gíslason og Þórdís Claessen. „Mér finnst Etta oft verða útundan í umræðunni um frægar söngkonur. Hún var hins vegar mikill áhrifavaldur í tónlist og er ein af uppáhaldssöngkonum mínum,“ segir Rebekka. „Eftir að hún fór í meðferð átti hún fallegan feril. Etta samdi mörg lög sem urðu vinsæl en skráði sig ekki endilega fyrir þeim. Til dæmis samdi hún lagið I’d rather go blind þegar hún sat í fangelsi en skráði það á þáverandi kærasta. Hún átti ansi skrautlega ævi en lögin eru flott og hún flutti þau á mjög áhrifaríkan hátt,“ segir Rebekka sem stefnir á að útskrifast úr Tónlistarskóla FÍH í vor. Þær Karítas Harpa hafa ekki sungið saman áður. „Ég vissi að Karítas hafði sungið lög eftir Ettu og lagði þessa hugmynd fyrir hana. Dagur passar einnig mjög vel fyrir þessa tónlist og nær Ettu frábærlega. Við vonumst til að sjá sem flesta á Hard Rock, 25. október kl. 21. Ef áhugi er fyrir hendi langar okkur að hafa fleiri slíka tónleika. Við munum segja frá lífsferli Ettu á milli laganna og draga fram nokkra gullpunkta úr lífi hennar,“ segir Rebekka.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira