Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2018 21:00 Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. Meðal þátttakenda eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Ólafur Ragnar Grímsson segir koma skýrt í ljós á þinginu nú að þjóðir Asíu leggi sífellt meiri áherslu á norðurslóðamálefni eins sjáist á öflugri þátttöku Kína og Kóreu og komið hafi fram í merkilegri stefnuræðu Taro Kono utanríkisráðherra Japans í dag. „Þetta endurspeglar að það svæði sem næst er Íslandi og við höfum kannski lengi talið að væri frekar einangrað, er núna að verða miðsvæðis í nýrri heimsmynd. Sem kemur til með að hafa afgerandi áhrif ekki bara á framtíð Íslands heldur líka á framtíð norðurslóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í morgun og segir Hringborð norðurslóða fyrir frumkvæði Ólafs Ragnars hafa breytt umræðunni um norðurslóðir. Utanríkisráðherra Japans segir þjóðir heims verða að vinna saman. „Við verðum að eiga samskipti við ríki á norðurslóðum vegna þess að þau eru í framlínunni. En eins og forsætisráðherra sagði hafa breytingarnar áhrif á alla. Í Japan höfum við til að mynda upplifað mun kröftugri fellibylji og mun meiri rigningar á undanförnum áratug. Það stafar örugglega af loftslagsbreytingum,” sagði Kono í pallborðsumræðum með Katrínu og Ólafi Ragnari. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er sett fram mun dekkri mynd en áður og loftslagsbreytingarnar sagðar gerast hraðar en áður var talið. Ólafur Ragnar segir þessi tíðindi rædd í mörgum þeirra 150 málstofa sem haldnar eru á þinginu og á meðal um 700 ræðumanna sé margir færustu sérfræðingar heims á þessu sviði. „Og niðurstaða allra þessara aðila er hin sama. Að vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum,“ segir forsetinn fyrrverandi. Bandaríkjastjórn á enga formlega fulltrúa á þinginu nú fulltrúar hennar hafa verið áberandi við Hringborðið á árum áður. Hins vegar er fjöldi bandarískra vísindamanna á þinginu ásamt Lisu Murkowski öldungadeildarþingmanni repúblikana frá Alaska. En hún er áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum. „Þrátt fyrir að það vanti kannski einhverja frá utanríkisráðuneytinu í Bandaríkjunum eru hér mjög áhrifaríkir aðilar frá Bandaríkjunum. Það er mjög merkilegt að Harvard háskóli er að senda hingað mjög öfluga sveit af vísindamönnum og námsmönnum. Sem núna starfa við sérstaka norðurslóðadeild sem stofnuð hefur verið við Harvard háskóla.” segir Ólafur Ragnar. Murkowski ávarpaði Ólaf Ragnar sem kæran vin og sagði hann vera sannkallaðan sendiherra norðurslóða í heiminum. Mörgum þætti Bandaríkjastjórn ekki nógu framsækna í norðurslóðamálum. „En ekki örvænta því ég segi við ykkur, Alaska sem norðurslóðaríki er á framfarabraut. Sýnir frumkvæði, er leiðandi og þátttakandi á mjög mörgum sviðum,” sagði Lisa Murkowski. Loftslagsmál Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. Meðal þátttakenda eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Ólafur Ragnar Grímsson segir koma skýrt í ljós á þinginu nú að þjóðir Asíu leggi sífellt meiri áherslu á norðurslóðamálefni eins sjáist á öflugri þátttöku Kína og Kóreu og komið hafi fram í merkilegri stefnuræðu Taro Kono utanríkisráðherra Japans í dag. „Þetta endurspeglar að það svæði sem næst er Íslandi og við höfum kannski lengi talið að væri frekar einangrað, er núna að verða miðsvæðis í nýrri heimsmynd. Sem kemur til með að hafa afgerandi áhrif ekki bara á framtíð Íslands heldur líka á framtíð norðurslóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í morgun og segir Hringborð norðurslóða fyrir frumkvæði Ólafs Ragnars hafa breytt umræðunni um norðurslóðir. Utanríkisráðherra Japans segir þjóðir heims verða að vinna saman. „Við verðum að eiga samskipti við ríki á norðurslóðum vegna þess að þau eru í framlínunni. En eins og forsætisráðherra sagði hafa breytingarnar áhrif á alla. Í Japan höfum við til að mynda upplifað mun kröftugri fellibylji og mun meiri rigningar á undanförnum áratug. Það stafar örugglega af loftslagsbreytingum,” sagði Kono í pallborðsumræðum með Katrínu og Ólafi Ragnari. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er sett fram mun dekkri mynd en áður og loftslagsbreytingarnar sagðar gerast hraðar en áður var talið. Ólafur Ragnar segir þessi tíðindi rædd í mörgum þeirra 150 málstofa sem haldnar eru á þinginu og á meðal um 700 ræðumanna sé margir færustu sérfræðingar heims á þessu sviði. „Og niðurstaða allra þessara aðila er hin sama. Að vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum,“ segir forsetinn fyrrverandi. Bandaríkjastjórn á enga formlega fulltrúa á þinginu nú fulltrúar hennar hafa verið áberandi við Hringborðið á árum áður. Hins vegar er fjöldi bandarískra vísindamanna á þinginu ásamt Lisu Murkowski öldungadeildarþingmanni repúblikana frá Alaska. En hún er áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum. „Þrátt fyrir að það vanti kannski einhverja frá utanríkisráðuneytinu í Bandaríkjunum eru hér mjög áhrifaríkir aðilar frá Bandaríkjunum. Það er mjög merkilegt að Harvard háskóli er að senda hingað mjög öfluga sveit af vísindamönnum og námsmönnum. Sem núna starfa við sérstaka norðurslóðadeild sem stofnuð hefur verið við Harvard háskóla.” segir Ólafur Ragnar. Murkowski ávarpaði Ólaf Ragnar sem kæran vin og sagði hann vera sannkallaðan sendiherra norðurslóða í heiminum. Mörgum þætti Bandaríkjastjórn ekki nógu framsækna í norðurslóðamálum. „En ekki örvænta því ég segi við ykkur, Alaska sem norðurslóðaríki er á framfarabraut. Sýnir frumkvæði, er leiðandi og þátttakandi á mjög mörgum sviðum,” sagði Lisa Murkowski.
Loftslagsmál Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira