Fjarlægja jarðsprengjur á víggirtustu landamærum heims Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2018 12:36 Hermenn Norður-Kóreu skoða hermenn Suður-Kóreu í Panmunjom. Getty/Thomas Imo Hermenn frá bæði Norður- og Suður-Kóreu eru byrjaðir að fjarlægja jarðsprengjur á landamærum ríkjanna. Þar má finna minnst 800 þúsund jarðsprengjur en landamæri eru þau víggirtustu í heimi og hafa verið í áratugi. Hins vegar stendur ekki til að fjarlægja allar sprengjurnar af landamærunum. Leiðtogar ríkjanna, Kim Jong-un og Moon Jae-in, samþykktu á fundi þeirra fyrir skömmu að fjarlægja jarðsprengjur nærri sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna við friðarþorpið svokallaða, Panmunjom. Vonast er til þess að verkið verði klárað á tuttugu dögum. þegar því verður lokið verða varðstöðvar við Panmunjom fjarlægðar og hermenn sem standa þar vörð verða óvopnaðir. Þar að auki stendur til að fjarlægja jarðsprengjur í Cheorwon því ríkin tvö ætla að vinna að því í sameiningu að leita að jarðneskum leifum hermanna sem dóu þar á árum áður. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni er talið að þar megi finna lík um 500 manna.Áætlað er að hefja leitina í apríl á næsta ári. Landamæri ríkjanna ganga undir nafninu Demilitarised Zone eða DMZ og ná þvert yfir Kóreuskagann. Þau eru um 250 kílómetra löng og fjögurra kílómetra breið. Tugir þúsunda hermanna vakta landamærin. Tæpt ár er frá því að hermaður Norður-Kóreu flúði yfir landamærin í Panmunjom og var hann skotinn af öðrum hermönnum einræðisríkisins. Afar sjaldgæft er að einhverjir frá Norður-Kóreu flýi yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna (JSA) á landamærunum. Tíu ár voru síðan það gerðist síðast.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Samband ríkjanna virðist þó hafa skánað verulega að undanförnu og hafa Kim og Moon fundað nokkrum sinnum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Hermenn frá bæði Norður- og Suður-Kóreu eru byrjaðir að fjarlægja jarðsprengjur á landamærum ríkjanna. Þar má finna minnst 800 þúsund jarðsprengjur en landamæri eru þau víggirtustu í heimi og hafa verið í áratugi. Hins vegar stendur ekki til að fjarlægja allar sprengjurnar af landamærunum. Leiðtogar ríkjanna, Kim Jong-un og Moon Jae-in, samþykktu á fundi þeirra fyrir skömmu að fjarlægja jarðsprengjur nærri sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna við friðarþorpið svokallaða, Panmunjom. Vonast er til þess að verkið verði klárað á tuttugu dögum. þegar því verður lokið verða varðstöðvar við Panmunjom fjarlægðar og hermenn sem standa þar vörð verða óvopnaðir. Þar að auki stendur til að fjarlægja jarðsprengjur í Cheorwon því ríkin tvö ætla að vinna að því í sameiningu að leita að jarðneskum leifum hermanna sem dóu þar á árum áður. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni er talið að þar megi finna lík um 500 manna.Áætlað er að hefja leitina í apríl á næsta ári. Landamæri ríkjanna ganga undir nafninu Demilitarised Zone eða DMZ og ná þvert yfir Kóreuskagann. Þau eru um 250 kílómetra löng og fjögurra kílómetra breið. Tugir þúsunda hermanna vakta landamærin. Tæpt ár er frá því að hermaður Norður-Kóreu flúði yfir landamærin í Panmunjom og var hann skotinn af öðrum hermönnum einræðisríkisins. Afar sjaldgæft er að einhverjir frá Norður-Kóreu flýi yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna (JSA) á landamærunum. Tíu ár voru síðan það gerðist síðast.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Samband ríkjanna virðist þó hafa skánað verulega að undanförnu og hafa Kim og Moon fundað nokkrum sinnum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira