Nælir sér í áhorf með skilti við Miklubraut Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. október 2018 07:00 Hér mun Brynjar stilla sér upp að minnsta kosti út vikuna með skiltið góða. Fréttablaðið/Ernir „Ég er að auglýsa tónlistarmyndband sem ég leikstýrði og gaf út í síðustu viku með tónlistarmanninum Trausta. Við erum ekki með það fjármagn sem aðrir eru kannski með til að koma okkur á framfæri. Trausti býr á Grenivík og hefur því aðeins minni tengsl en listamennirnir í Reykjavík og fólkið sem horfir á tónlistarmyndbönd. Þannig að þetta er bara leið til að vekja sem mesta athygli á okkur. Ég bý þarna við hliðina á Miklubrautinni þannig að ég sé umferðina þarna á hverjum morgni og við ákváðum að gera eitthvað gott úr því og fá fólk til að horfa á myndbandið,“ segir Brynjar Birgisson leikstjóri sem hefur staðið á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar með skilti til að vekja athygli á tónlistarmyndbandi sem hann leikstýrði með tónlistarmanninum Trausta við lagið Sögur x Sannleikur. Skiltið er auðvitað góð og gild gamaldags leið til að auglýsa en á sama tíma segir Brynjar að fólk sé mjög mikið að taka hann upp á Snapchat eða Instastory þannig að inn í þetta kemur nútíma-elementið. Brynjar mætir á hornið sitt klukkan 7 á hverjum morgni og hefur gert síðan á föstudag þegar myndbandið kom út. Lesendur hafa kannski tekið eftir að veðrið hefur ekkert verið æðislegt síðustu daga en Brynjar lætur það ekki stoppa sig og segist hann alveg hafa náð að forðast það að kvefast. „Stefnan er að klára allavegana vikuna og sjá síðan hvað verður. Myndbandið kemur út á fimmtudags eftirmiðdegi þannig að ég var mættur þarna í ömurlegu veðri klukkan sjö á föstudagsmorgni þar sem ég stóð til klukkan hálf níu. Ég var frekar erfiður restina af deginum. Maður verður að leggja allt í sölurnar, annars er lítill tilgangur í því sem maður er að gera.“Trausti og dúkkurnar. Sumir eru hræddir við dúkkur.Í myndbandinu sem Brynjar er að auglýsa má sjá tónlistarmanninn Trausta umvafinn því sem virðist vera dúkkur í hundraða tali. „Fyrir tveimur árum var ég á ferðalagi með tengdafjölskyldu minni – við vorum í sumarbústað rétt við Flúðir. Við ferðuðumst í bæinn til að kaupa í matinn og þar sá ég pínulítið skilti þar sem stóð „dúkkusafn“ og píla til að vísa veginn. Ég ákvað um leið að finna þetta safn þar sem ég hitti hana Margréti, eiganda safnsins, sem er ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt. Hún sagði okkur frá því að hún er hvorki með Facebook né heimasíðu – þetta er hennar áhugamál. Það kostar heldur ekkert inn. Hún á að mig minnir yfir 2.000 dúkkur. Mín uppáhaldsdúkka er Birgitta Haukdal, en hana má sjá í myndbandinu.“ Brynjar segist hafa verið með þetta safn á heilanum þessi tvö ár eftir að hafa heimsótt það og beið eftir rétta laginu og listamönnunum til að nota þetta í tónlistarmyndband. Svo loksins kom lagið og listamaðurinn og ákveðið var að kíkja á Flúðir aftur. „Við fengum að taka þarna upp og eftir það fórum við í íþróttamiðstöðina í bænum til að taka upp. Allir sem ég heyrði í þarna í bænum voru gríðarlega jákvæðir og gestrisnir, eiginlega bara einu númeri of næs.“ Það er ekki ólíklegt að Flúðir verði notaðar undir fleiri tónlistarmyndbönd. Annars, eins og skiltið segir, má finna myndbandið Sögur x Sannleikur með Trausta á YouTube en hægt er að horfa á það hér fyrir neðan. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég er að auglýsa tónlistarmyndband sem ég leikstýrði og gaf út í síðustu viku með tónlistarmanninum Trausta. Við erum ekki með það fjármagn sem aðrir eru kannski með til að koma okkur á framfæri. Trausti býr á Grenivík og hefur því aðeins minni tengsl en listamennirnir í Reykjavík og fólkið sem horfir á tónlistarmyndbönd. Þannig að þetta er bara leið til að vekja sem mesta athygli á okkur. Ég bý þarna við hliðina á Miklubrautinni þannig að ég sé umferðina þarna á hverjum morgni og við ákváðum að gera eitthvað gott úr því og fá fólk til að horfa á myndbandið,“ segir Brynjar Birgisson leikstjóri sem hefur staðið á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar með skilti til að vekja athygli á tónlistarmyndbandi sem hann leikstýrði með tónlistarmanninum Trausta við lagið Sögur x Sannleikur. Skiltið er auðvitað góð og gild gamaldags leið til að auglýsa en á sama tíma segir Brynjar að fólk sé mjög mikið að taka hann upp á Snapchat eða Instastory þannig að inn í þetta kemur nútíma-elementið. Brynjar mætir á hornið sitt klukkan 7 á hverjum morgni og hefur gert síðan á föstudag þegar myndbandið kom út. Lesendur hafa kannski tekið eftir að veðrið hefur ekkert verið æðislegt síðustu daga en Brynjar lætur það ekki stoppa sig og segist hann alveg hafa náð að forðast það að kvefast. „Stefnan er að klára allavegana vikuna og sjá síðan hvað verður. Myndbandið kemur út á fimmtudags eftirmiðdegi þannig að ég var mættur þarna í ömurlegu veðri klukkan sjö á föstudagsmorgni þar sem ég stóð til klukkan hálf níu. Ég var frekar erfiður restina af deginum. Maður verður að leggja allt í sölurnar, annars er lítill tilgangur í því sem maður er að gera.“Trausti og dúkkurnar. Sumir eru hræddir við dúkkur.Í myndbandinu sem Brynjar er að auglýsa má sjá tónlistarmanninn Trausta umvafinn því sem virðist vera dúkkur í hundraða tali. „Fyrir tveimur árum var ég á ferðalagi með tengdafjölskyldu minni – við vorum í sumarbústað rétt við Flúðir. Við ferðuðumst í bæinn til að kaupa í matinn og þar sá ég pínulítið skilti þar sem stóð „dúkkusafn“ og píla til að vísa veginn. Ég ákvað um leið að finna þetta safn þar sem ég hitti hana Margréti, eiganda safnsins, sem er ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt. Hún sagði okkur frá því að hún er hvorki með Facebook né heimasíðu – þetta er hennar áhugamál. Það kostar heldur ekkert inn. Hún á að mig minnir yfir 2.000 dúkkur. Mín uppáhaldsdúkka er Birgitta Haukdal, en hana má sjá í myndbandinu.“ Brynjar segist hafa verið með þetta safn á heilanum þessi tvö ár eftir að hafa heimsótt það og beið eftir rétta laginu og listamönnunum til að nota þetta í tónlistarmyndband. Svo loksins kom lagið og listamaðurinn og ákveðið var að kíkja á Flúðir aftur. „Við fengum að taka þarna upp og eftir það fórum við í íþróttamiðstöðina í bænum til að taka upp. Allir sem ég heyrði í þarna í bænum voru gríðarlega jákvæðir og gestrisnir, eiginlega bara einu númeri of næs.“ Það er ekki ólíklegt að Flúðir verði notaðar undir fleiri tónlistarmyndbönd. Annars, eins og skiltið segir, má finna myndbandið Sögur x Sannleikur með Trausta á YouTube en hægt er að horfa á það hér fyrir neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira