Erfingjar dánarbúa slá skiptum á frest í von um lægri skattgreiðslur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2018 07:00 Frumvarpið kveður á um að af fyrstu 75 milljónum skattstofns dánarbús skuli greiða fimm prósenta erfðafjárskatt en tíu prósent af skattstofni umfram 75 milljónir króna. Fréttablaðið/Stefán Dæmi eru um að erfingjar dánarbúa telji að skattstofn erfðafjárskatts muni lækka um næstu áramót og óski því eftir því að skiptalokum verði frestað fram á næsta ár. Þetta kemur fram í umsögn sýslumannsembættisins á Austurlandi við frumvarp Óla Björns Kárasonar um þrepaskiptingu erfðafjárskatts. Frumvarpið kveður á um að af fyrstu 75 milljónum skattstofns dánarbús skuli greiða fimm prósenta erfðafjárskatt en tíu prósent af skattstofni umfram 75 milljónir króna. Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2019 verði þau samþykkt. Í umsögn sýslumannsins er engin athugasemd gerð við þrepaskiptinguna en lagt til að í gildistökuákvæðinu verði kveðið á um að lögin taki til þeirra sem „andast þann dag eða síðar“ auk þeirra sem hafa heimild til setu í óskiptu búi og álagningar erfðafjárskatts á fyrirframgreiddan arf eftir gildistöku laganna. „Með því að kveða á um að lagabreytingin eigi eingöngu við um dánarbú þeirra sem andast við eða eftir gildistöku þeirra er réttaróvissu eytt og enginn þarf að velkjast í vafa um hvaða reglur gilda,“ segir í umsögninni. Ágreiningur um lagaskil erfðafjárskatts hefur ratað fyrir dómstóla. Árið 2004 féll dómur í Hæstarétti vegna slíks máls. Þar hafði einstaklingur andast árið 2003 og erfingjar fengið leyfi til einkaskipta. Sex vikum síðar tóku gildi ný lög um erfðafjárskatt en þar var ekki kveðið á um hvernig skyldi fara með álagningu erfðafjárskatts á dánarbú þeirra sem létust í tíð eldri laga. Skattskýrslu var skilað eftir að nýju lögin tóku gildi. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki hefði verið heimild til að innheimta erfðafjárskatt í tilvikinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Dæmi eru um að erfingjar dánarbúa telji að skattstofn erfðafjárskatts muni lækka um næstu áramót og óski því eftir því að skiptalokum verði frestað fram á næsta ár. Þetta kemur fram í umsögn sýslumannsembættisins á Austurlandi við frumvarp Óla Björns Kárasonar um þrepaskiptingu erfðafjárskatts. Frumvarpið kveður á um að af fyrstu 75 milljónum skattstofns dánarbús skuli greiða fimm prósenta erfðafjárskatt en tíu prósent af skattstofni umfram 75 milljónir króna. Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2019 verði þau samþykkt. Í umsögn sýslumannsins er engin athugasemd gerð við þrepaskiptinguna en lagt til að í gildistökuákvæðinu verði kveðið á um að lögin taki til þeirra sem „andast þann dag eða síðar“ auk þeirra sem hafa heimild til setu í óskiptu búi og álagningar erfðafjárskatts á fyrirframgreiddan arf eftir gildistöku laganna. „Með því að kveða á um að lagabreytingin eigi eingöngu við um dánarbú þeirra sem andast við eða eftir gildistöku þeirra er réttaróvissu eytt og enginn þarf að velkjast í vafa um hvaða reglur gilda,“ segir í umsögninni. Ágreiningur um lagaskil erfðafjárskatts hefur ratað fyrir dómstóla. Árið 2004 féll dómur í Hæstarétti vegna slíks máls. Þar hafði einstaklingur andast árið 2003 og erfingjar fengið leyfi til einkaskipta. Sex vikum síðar tóku gildi ný lög um erfðafjárskatt en þar var ekki kveðið á um hvernig skyldi fara með álagningu erfðafjárskatts á dánarbú þeirra sem létust í tíð eldri laga. Skattskýrslu var skilað eftir að nýju lögin tóku gildi. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki hefði verið heimild til að innheimta erfðafjárskatt í tilvikinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira